19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 21
lærir maður það, spyrjum við. „Á löggustöðinni. Og svo ef vondur maður og fullur er að slá litla krakka þá þarf að taka hann.“ Hvað gerir pabbi þinn? „Hann er á skipi og gáir hvað mikill fiskur er. Togararnir stela síldinni og svo er fiskurinn seldur til útlanda.“ Hvert til útlanda? „Til Kanarí og Mallorca og Dan- merkur . . .“ En af hverju ætlaðu að verða lögga en ekki fara á sjóinn eins og pabbi þinn? „Mamma vinnur hjá rannsóknarlögreglunni — þess vegna ætla ég að verða lögga. Eg þekki eina löggu. Hún heitir Ragna.“ Okkur fannst nú sem ekki yrði fólksekla hjá lögreglunni í fram- tíðinni ef fram færi sem horfði. En næsti gestur var ósnortinn af þessum lögregluáhuga, það var Már Másson, 6 ára: „Eg ætla að verða slátrari þegar ég verð stór. Mig langar helst til að afgreiða í búð, afgreiða kjöt eða eitthvað svoleiðis. Mamma mín afgreiðir í búð.“ Og þess vegna heldur hann ekki að hann myndi gera eitthvað annað ef hann væri stelpa. En hvað gerir mamma þegar hún á frí? „Stundum bakar hún á laugardögum og líka á sunnu- dögum, horfir á sjónvarp eða er að búa um.“ En pabbi? „Hann er alltaf að fara í bæinn að kaupa eitthvað — oftast bækur. Hann hefur svo gaman að bókum.“ Hefur mamma ekki líka gaman að bókum? „Hún fer svo snemma að sofa.“ Hvað leikurðu þér helst með? „Flugvélar og flugvöll sem ég á. Líka tvö hús.“ Dúkkur? „Nei. — Það er einn strákur sem heitir Krummi. Hann á dúkku.“ S.A. Pabbi leyfir mömmu aldrci að poppa. Már ætlar að verða slátrari. Framhald af bls. 10. karlmannanna tveggja, sem buðu sig einnig fram. Þau úrslit voru þau fyrstu sem sýndu það. Þá má örugglega þakka hinni miklu hugarfarsbreytingu, sem átt hef- ur sér stað undanfarin ár. M. a. þess vegna vil ég ekki samþykkja þá skoðun sumra, að kona muni ekki næstu 30 — 40 árin ná kosn- ingu. Af tali mínu við ungt fólk, sem nýlega hefur fengið kosningarétt, virðist mér, að það líti einungis á persónuna, ekki kynferðið. Veit ég að margir eldri og reyndari gera það einnig. En ég veit líka að sumt eldra fólk getur ekki hugsað sér kvenprest. En vonandi eru þeir þó fáir. Ég vil leyfa mér að benda á að karlmenn hafa líka lent í þeirri erfiðu reynslu að tapa prests- kosningu hvað eftir annað. Þetta úrellta kerfi, prestskosningar, er því einnig karlmönnum þrándur i götu, þegar þeir vilja vinna við það sem þeir hafa menntað sig til. En sem betur fer er enn hægt að starfa sem prestur þó ekki komi til kosninga. Enn eru mörg prestaköll út um allt land prests- laus. í einu slíku starfaði kven- prestur í eitt ár. Að sjálfsögðu var hún starfi sinu vel vaxin, það geta sóknarbörn hennar staðfest. Og þess vegna finnst mér tal manna um að úrslit kosninganna í Hafnarfirði skæru úr um að kona yrði prestur á þessari öld, ekki á rökum reist. Og ef einhverjum er það hjartans mál að vera prestur, þá á hann að geta sætt sig við að starfa hvar sem er. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.