19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 34

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 34
Föt - tíska - föt Klæðaburður vesturlandabúa hefur breyst mikið undanfarna öld, en það er einkum þrennt sem athygli vekur. Fyrst og fremst hafa fatakaup stóraukist, þótt æ fleiri stundi nú störf sem ekki slíta flíkum eins mikið og almenn vinna í landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði gerði áður fyrr. A þessu sviði sem öðrum hefur neyslan aukist með bættri afkomu al- mennings og nú er það ekki leng- ur fámenn yfirstétt sem kaupir föt til sýndarbrúks heldur byggist töluverður hluti klæðagerðar Vesturlanda á því að fötum er hent löngu áður en þau slitna. Um 1890. Eitthvert skýrasta dæmið um þetta eru upplituðu galla- buxurnar sem seldar hafa verið í milljónatali undanfarin ár. Framleiðendur færðu sér í nyt andófið gegn bruðlinu. Unga fólkinu, sem risið hafði gegn stássi og sóun og haldið því fram að snjáð föt gætu verið falleg, voru seld splunkuný „gömul“ föt. Annað sem straumhvörfum hefur valdið eru gerviefnin. Þau hafa létt alla hriðingu og viðhald, hvort sem þau eru notuð ein sér eða til að styrkja t. d. ull eða bómull, því auðveldara er að þvo þau og minna þarf að stífa þau og strauja. Enn afdrifaríkari um- skiptum hafa þau valdið á skó- fatnaði og skjólflíkum. Þeir sem aldir eru upp í gúmmistígvélum, regngöllum, vatnsheldum úlpum o. þ. h. eiga næsta erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það var að stunda útivinnu áður en þessi efni komu til sögunnar. Reyndar er undarlega stutt síðan almenningur hér á landi eign- aðist viðunandi skjólföt. Þegar borin eru saman nú- tímaföt og klæðnaður fólks á öld- inni sem leið vekja þær breyt- ingar sem orðið hafa á útliti fat- anna mesta athygli. Einkum er jDetta áberandi í kvenfatnaði því hann hefur breyst meira en hjá körlum og er |:>að í samræmi við [)að að þótt jíjóðfélagsbreytingar hafi almennt verið miklar á |)essu tímabili hafa umskipti á högum kvenna verið víðtækari en þær breytingar sem oröiö hafa á stöðu karla í samfélaginu. Stærsta stökkið var upp úr fyrri heimsstyrjöldinni. I þvi stríði gekk 19. öldin sér til húðar, en mikil ólga og uppreisnarhugur var um öll lönd. Byltingin setti hinn vinnandi mann í öndvegi og jrað hafði sín áhrif á borgaralega tísku og smekk. Hitt réði |)ó meiru að á meðan á stríðinu stóð voru konur kallaðar unnvörpum út á vinnumarkaðinn til að taka við j)eim störfum sem karlmenn höfðu gegnt. Ný störf kröfðust breytts fatnaðar og sú kynslóð sem tók við völdum að stríðinu loknu hafði engan hug á að hverfa aftur til liðins tíma — tíma korseletta, krínólína, föður- morðingja og pípuhatta. Konur klipptu hár sitt, hentu líf- stykkinu, fengu sér vinnu, reyndu að standa á eigin fótum og létu J)á sjást jrví nú styttust pilsin upp úr öllu valdi. Tíska Jæssara ára bar merki umsvifa og atorku, en með vaxandi atvinnuleysi kreppuár- anna og auknum hernaðaranda taka mittin aftur að mjókka og brjóst og mjaðmir að stækka að sama skapi. Um leið breikka axlir karlmanna og þeir fá á sig her- mennskusnið. I seinni heimsstyrjöldinni endurtók sagan sig, vinnu- makraðurinn og J)á einkum her- gagnaframleiðslan Jourfti á auk- num fjölda kvenna að halda og konur fóru nú inn á starfssvið sem j)eim áður höfðu verið lokuð. Þar sem mannfallið varð mest héldu j)ær störfum sínum að stríðinu loknu en víða, einkum úr mikils metnum og vel launuðum stöðum, urðu [)ær að víkja fyrir atvinnulausum stríðshetjum- Ekki var gerlegt að endurtaka orðrétt söng Hitlers um Kinder, 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.