19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 10
Sigurbjörn Einarsson, biskup: Lög ganga jafnt yfir alla Þjóðkirkja íslands hefur tekið af tvímæli um það, að konur eru velkomnar til prestsstarfa á hennar vegum. I því efni var tekið af skarið, þegar kona vígðist fyrst til prests 29. sept. 1974. Þess er að geta, að fyrr hafði það ekki legið fyrir, að kona tæki vigslu. Aðeins tvær konur hafa lokiö háskóla- prófi í guðfræöi til þessa en slíkt próf er skilyrði til prestsskapar, þó að það veiti ekki skilyrðislausan rétt til vígslu. Önnur þessara tveggja kvenkandidata hefur al- drei leitað eftir vígslu. Hinn, frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir, hafði nokkrum árum eftir próf sitt sótt um prestakall en ekki náð kosn- ingu. I kirkju Islands eru sóknar- prestar ekki skipaðir nema að undangenginni almennri kosn- ingu safnaðar. En hafi sóknar- 8 Leitað svara . .. prestsembætti verið auglýst laust og enginn um það sótt, getur biskup sett mann i embættið, ef einhver er í boði, sem vill taka setningu. Slíkt er og hefur verið mjög algengt, þegar prestaköll úti á landi eiga í hlut, enda er biskupi skylt að gera sitt til þess að útvega söfnuðum presta, ef kostur er. Þessa er getið hér til upplýsingar almennt. Frú Auður var sett samkvæmt ósk sinni og með vitund og vilja sóknarnefndar til þess að vera sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði 1. október 1974 og vígð fyrrgreindan dag. Eins og málavöxtum var háttað kom jraö fyrst og fremst til kasta bisk- ups, hvort |i>etta. skref yrði stigið j)á eða ekki. Eg hafði gert þetta mál upp við mig og var enginn vandi á höndum persónulega. En vegna þess, að það er enn ágreiningsmál víða innan kristn- innar, hvort vígja skuli konur til prestsembættis, taldi ég skylt að tryggja sem mesta samstöðu um |)etta með ábyrgum aðiljum inn- an íslenzku kirkjunnar, jrannig að hún, að svo miklu leyti sem unnt var, kæmi fram sem ein heild í jtessu máli út á við og einnig gagnvart framtíðinni, ef til jress kæmi, að hér yrði einhver um- ræöa um síöar. Þetta tókst og ég hygg óhætt að segja, að fyrsta kvenpresti hafi ekki verið tekið betur í neinu landi eða kirkju en íslenzka brautryðjandanum á j)essu sviði. Frú Auður var prestur i Súg- andafirði í eitt ár en til skemmri tima eru menn yfirleitt ekki settir í prestakall. Með vígslu hennar var i eitt skijDti fyrir öll lokið upp fyrir konum, sem takast vilja á hendur prestsskap í kirkju Islands. Einkaástæður ollu því, að hún hvarf úr starfi sem prestur á Súgandafiröi, J)ar sem hún hlaut hið besta orð. Hún hefur þrívegis siðar sótt um prestakall. Þær dyr, sem lokið var upp, þegar hún hlaut vígslu, hafa reynzt lokaöar, j)egar hún átti að mæta gildandi lögum um veitingu prestakalla. Við j)ví er að sjálf- sögðu ekkert að segja út af fyrir sig. Lög ganga jafnt yfir alla. Og væri jraö eini gallinn á úreltum lögum um |)ctta efni, að þau hafa hindrað J)að, að kona fengi skip- un í prestsembætti á íslandi, þá mættu þau væntanlega j)ykja viðunandi i karlaþjóðfélagi. En j)vi er nú ekki að heilsa, |)ó að karlmannasamkundan Alþingi (með sínum kvenfulltrúum) fáist ckki til að skilja j)að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.