19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 8

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 8
kjósa konu bara af því að hún sé kona og kjósa þess vegna á móti mér. Hvaða andstöðu hefur þú helst mætt í þessum kosningum auk þeirar andstöðu, sem þú mætir sem kona? Því miður fylgja gróusögu prestskosningum alltof oft. Sögurnar um mig eru víst helst þær, að ég hafi barið unglings- stúlkur, gefið þeim eiturlyf og gert þeim ótalmargt til miska í starfi minu í þágu Skólaheimilis- ins Bjargs, en ég átti sæti í 3 manna stjórn þess. Þetta er kallað ,,Bjargsmálið“ og um það virtist mikið rætt. Fæstir mundu þó, um hvað það raunverulega snerist. En það skal ég segja þér. Hjálp- ræðisherinn stofnaði Skóla- heimilið Bjarg 1965 fyrir stúlkur, sem áttu í erfiðleikum einhverra hluta vegna og réð til starfa þar sérþjálfaðar norskar konur. Barnaverndarnefndir ákváðu, hvað stúlkur fóru á heimilið, en ríkið greiddi dagpeningana fyrir þær. Haustið 1967 hvarf ein stúlknanna, og tel ég, að hún hafi verið numin á brott. Tveim dögum síðar birtust blaðaviðtöl við hana þess efnis, að Bjarg væri hin versta stofnun. Mögnuð ófrægingarskrif héldu svo áfram, mest í Þjóðviljanum. Skóla- heimilið hafði með höndum vandasama umönnun unglinga, sem áttu í miklum erfiðleikum, og Auður með dætrum sínum. 6 það gat auðvitað ekki unað þess- um ásökunum og óskaði eftir opinberri rannsókn. Rannsóknin leiddi í ljós, að ásakanirnar voru tilhæfulausar. Stúlkan, sem sögð var heimildarmaður hringdi síðar bæði til mín og annarra, sem málið varðaði, og bað okkur af- sökunar á ósannindunum. Þó varð rógurinn og hin langdregna rannsókn þess valdandi, að óger- legt var að halda starfseminni áfram. Hún lagðist niður, en Hjálpræðisherinn hefur nú um árabil haft á Bjargi heimili fyrir öryrkja í tengslum við Klepps- spítalann. Skólaheimilið var til- raun til að bæta úr brýnni þörf. Mér finnst, að þeir, sem réðust gegn þessu starfi, beri meiri ábyrgð en aðrir á því, sem síðar hefur snúist til verri vegar i mál- um afvegaleiddra stúlkna. Og svo hafa þeir 10 árum síðar lagt sitt af mörkum til ósannra slúðursagna i prestkosningum. Hverjir innan safnaðanna þar sem þú sóttir um, heldur þú að helst hafi látið hafa áhrif á sig, að þú varst kona samhliða því að vera prestur? Ég veit það auðvitað ekki. Kannski hefði ég átt að fara aðra umferð í Hafnarfirði og kanna málið. En ýmsir halda að það séu konur, frekast rosknar konur, sem finnist þá lifsstarf sjálfra þeirra lítilsvirt er konur fara til vinnu út af heimilunum, og reyndar konur á öllum aldri, sem óttist um eigið öryggi og virðingu. Eg veit af samtölum við konur að nokkuð er til í þessu. Hins vegar hitti ég lika margar rosknar konur og gamlar, sem vildu styðja mig, líka ungar konur og miðaldra. Konur, sem sjálfar höfðu farið ótroðnar brau- tir vildu flestar styðja mig. Og margar konur, sem sögðust ekki vera neinar jafnréttiskonur, voru það samt í reynd. Hinu er ekki hægt að neita að konur í fjórum söfnuðum á íslandi hafa fengið tækifæri til að ráða úrslitum og kjósa konu til prests — en vildu það ekki. Finnst þér ætlast til að þú til- einkir þér eitthvað sérstakt hátt- erni, klæðaburð, snyrtingu eða hárgreiðslu af því að þú ert prestur? Þeir, sem vilja mér best, ráð- leggja mér að vera kvenleg í klæðaburði. Mér er það að sjálf- sögðu ljúft. En mikið er deilt um hvað sé kvenlegt. Eiga prestskosningar í sinni núverandi mynd rétt á sér? Hverjir eru kostirnir ef ein- hverjir eru og öfugt? Ég tel að þær eigi ekki rétt á sér vegna þess að söfnuðirnir rækja þær ekki af þeirri alúð, sem er nauðsynleg, heldur láta þær verða vettvang skrílsláta. Fyrir umsækjendur eru þær of þung byrði bæði hvað snertir fyrirhöfn og fjárútlát, þeim er það vanvirða að keppa hver við annan um hylli fólks og það byggist meira á til- viljun en réttlæti hver kemst til starfa þar, sem hann óskar. Kosningar geta klofið söfnuði, jafnvel svo sættir náist aldrei. Þjóðkirkjusöfnuðir launa ekki presta sína sjálfir og eiga því enga kröfu á að kjósa þá frekar en aðra embættismenn launaða af ríkinu. En eigi að halda áfram að kjósa presta er eðlilegt að líka sé farið að kjósa sýslumenn, héraðslækna, kennara, ráðuneytisstarfsmenn o. s. frv. Kostir prestskosninga ef vel væri að þeim staðið, væru þeir að báðir aðilar gætu haft áhrif á málin en þyrftu ekki að lúta valdi, sem auðvitað yrði oft beitt af óréttlæti eins og i öðrum stöðuveitingum. Kirkjan á að hafa miklu meira sjálfstæði en hún hefur. Þú hefur gengið í gegnum þrjár prestkosningar á einu ári — hefur slík eldraun breytt áliti þínu á kirkjunni, preststarfinu, jafnréttismálum eða fólki al- mennt?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.