19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 26
Konur segja Krydd lífsins? Kynferðismál hafa verið ofar- lega á baugi á undanförnum ár- um. Þykir sumum nóg um alla þá umræðu, en aðrir telja hana merki um aukið frelsi og undan- hald fordóma. Athyglin beinist oftast mest að viðhorfi og reynslu ungs fólks — oft unglinga — til þessara mála, enda er það viðurkennt að fólk gerist nú til þess yngra en áður fyrr að kanna stigu ástarinnar. Almenningsálitið hefur lengst af veitt karlmönnum á öllum aldri frjálsan aðgang að hinni for- boðnu ávaxtakörfu, enda eru það forn sannindi að konur bera frani kræsingarnar, svo að karlmenn cru einungis leiksoppar óyfirstíg- 24 anlegra freistinga (sbr. Adam með eplið góða: „Hún Eva látti mig gera þaö“). Þetta hefur reynst erfitt að fyrirgefa og því er það, að Evur allra tima hafa fengið skömmina i hvert sinn sem það fréttist, að einhver þeirra hafi nú, rétt enn einu sinni, platað blásaklausan karlmann og egnt fyrir hann með leggjasveiflum eða léttúðugum augnagotum. Margir sálkönnuðir hafa eytt í það stórum hluta starfsævi sinn- ar, að finna út hvaða sálarflækjur það eru, sem stjórna gerðum kvenna, og ber Freud þar liæst. Flestir eru þeir á einu máli um það, að konur séu furðuleg fyrir- bæri og líklega séu jaær svona undarlegar, að því að þær skammist sín svo mikið fyrir að hafa ekki typpi, en jrað „statussymbol“ setja karlkyns sálkönnuðir ofar öðru. Fáum (Deirra hefur þó i raun- inni hugkvæmst að spyrja konur hvað jjær hugsi, né hvort þeim finnist karlar ekki alveg eins óskiljanlegir og körlum joykja |jær. Ritnefnd 19. júní hefur beðið fáeinar konur á aldrinum 35 — 60 ára að tjá sig lítillega um viðhorf sitt og/eða reynslu i kynferðis- málum og fara svör þeirra hér á eflir. L.Ó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.