19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 38

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 38
Félagsstarfið Sólveig flytur ávarp á fundi um skattamál á 70 ára afmæli félagsins. Úr skýrslu Sólveigar Ólafs- dóttur, formanns K.R.F.I., er hún flutti á aðalfundi félagsins 16. mars 1977. 1 Kvenréttindafélagi Islands eru nú 358 einstaklingar, þar af 5 karlar, og 47 aðildarfélög, 12 í Reykjavík og 35 utan höfuð- borgarinnar. Á árinu voru haldnir 3 félags- fundir og 21 stjórnarfundur, auk fundar með kvenréttinda- nefndum aðildarfélaganna í Reykjavík og nágrenni vegna merkjasölu Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Á félagsfundi 28. apríl 1976 var rætt um frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla og var Guðrún Erlendsdóttir, hrl., frummælandi. Fundurinn var fjölmennur og umræður miklar og áhugaverðar. Á fundi 9. nóv. 1976 var ætlunin að Guðrún Gísladóttir og Björg Einarsdóttir segðu frá ráð- stefnum, sem þær sóttu erlendis á vegum félagsins á s. 1. sumri, en vegna þess hve fáir komu á fund- inn var ákveðið að fresta þessu efni og var í stað þess rætt um ýmis mál, sem efst voru á baugi m. a. um skattamál. Þriðji félagsfundurinn var haldinn að Loftleiðum á 70 ára afmælisdegi K.R.F.Í. 27. jan. s.l. Var þar rætt um þann þátt frumvarps til laga um tekjuskatt og eignarskatt, sem fjallar um skattlagningu einstaklinga, og þá sérstaklega um skattlagningu hjóna. Á þennan fund var boðið fulltrúum launþegasamtaka (A.S.Í., B.H.M. og B.S.R.B.), frá f jármálaráðuneyti, J afnréttisráði, Kvenfélagasambandi íslands og Stéttarsambandi bænda auk þess sem formaður K.R.F.Í. skýrði af- stöðu félagsins til málsins. 36 Fundurinn tókst mjög vel og voru um 200 manns á honum. Fjöl- miðlar gerðu fundinum mjög góð skil og má segja að í Morgun- blaðinu hafi birst nær orðréttar framsöguræður og inntak um- ræðna. 14. landsfundur K.R.F.Í. var haldinn 18. —20. júní 1976ogvar settur að kvöldi hins 18. að Hótel Sögu, en fram haldið tvo næstu daga að Hallveigarstöðum. Aðal- umræðuefni fundarins var: „Uppeldi og starfsval á jafn- réttisgrundvelli“. Frummæl- endur voru: Marta Sigurðar- dóttir, fóstra og Herdís Egils- dóttir, kennari, er ræddu um frumbernsku og forskólaskeið. Kristín Tómasdóttir, kennari og Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóri fjölluðu um skyldu- námsstigið og Guðrún Halldórs- dóttir, skólastjóri um menntun og starfsval. Starfshópar ræddu þessi málefni frá ýmsum hliðum, skiluðu áliti, er lögð voru fyrir sameiginlegan fund landsfundar- fulltrúa og að lokum samþykkt. Ályktanir og áskoranir lands- fundar verða væntanlega birtar á öðrum stað i blaðinu. Á landsfundinum starfaði sér- stakur hópur, er ræddi um starf félagsins og framtíðarverkefni þess, hvort nafn þess ætti lengur rétt á sér, rætt var um nafn árs- ritsins og hvort ekki væri aðkall- andi að skrá sögu félagsins. Fram fór skoðanakönnun meðal landsfundarfulltrúa um það, hvort breyta ætti nöfnunum og þá í hvað og hvaða tími væri heppilegastur fyrir landsfund. Niðurstöður könnunarinnar voru þær, að langflestir vildu hafa nafn félagsins óbreytt og einnig ársritsins. Um lands- fundartímann létu flestir í ljós þá skoðun, að best væri að halda fundinn í aprílmánuði eða í sept/okt. Stjórn félagsins sendi til Al- þingis umsagnir um 2 lagafrum- vörp og var lögð mikil vinna í báðar þessar umsagnir. Hin fyrri var um frumvarp til laga um jafnstöðu kvenna og karla, sem síðan var afgreitt sem lög nr. 78/1976 og var heiti þeirra breytt í meðförum þingsins og heita þau nú lög um jafnrétti kvenna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.