19. júní - 19.06.1977, Page 38
Félagsstarfið
Sólveig flytur ávarp á fundi um skattamál á 70 ára afmæli félagsins.
Úr skýrslu Sólveigar Ólafs-
dóttur, formanns K.R.F.I., er
hún flutti á aðalfundi félagsins
16. mars 1977.
1 Kvenréttindafélagi Islands
eru nú 358 einstaklingar, þar af 5
karlar, og 47 aðildarfélög, 12 í
Reykjavík og 35 utan höfuð-
borgarinnar.
Á árinu voru haldnir 3 félags-
fundir og 21 stjórnarfundur, auk
fundar með kvenréttinda-
nefndum aðildarfélaganna í
Reykjavík og nágrenni vegna
merkjasölu Menningar- og
minningarsjóðs kvenna.
Á félagsfundi 28. apríl 1976 var
rætt um frumvarp til laga um
jafnstöðu kvenna og karla og var
Guðrún Erlendsdóttir, hrl.,
frummælandi. Fundurinn var
fjölmennur og umræður miklar
og áhugaverðar.
Á fundi 9. nóv. 1976 var
ætlunin að Guðrún Gísladóttir og
Björg Einarsdóttir segðu frá ráð-
stefnum, sem þær sóttu erlendis á
vegum félagsins á s. 1. sumri, en
vegna þess hve fáir komu á fund-
inn var ákveðið að fresta þessu
efni og var í stað þess rætt um
ýmis mál, sem efst voru á baugi
m. a. um skattamál.
Þriðji félagsfundurinn var
haldinn að Loftleiðum á 70 ára
afmælisdegi K.R.F.Í. 27. jan. s.l.
Var þar rætt um þann þátt
frumvarps til laga um tekjuskatt
og eignarskatt, sem fjallar um
skattlagningu einstaklinga, og þá
sérstaklega um skattlagningu
hjóna. Á þennan fund var boðið
fulltrúum launþegasamtaka
(A.S.Í., B.H.M. og B.S.R.B.), frá
f jármálaráðuneyti, J afnréttisráði,
Kvenfélagasambandi íslands og
Stéttarsambandi bænda auk þess
sem formaður K.R.F.Í. skýrði af-
stöðu félagsins til málsins.
36
Fundurinn tókst mjög vel og voru
um 200 manns á honum. Fjöl-
miðlar gerðu fundinum mjög góð
skil og má segja að í Morgun-
blaðinu hafi birst nær orðréttar
framsöguræður og inntak um-
ræðna.
14. landsfundur K.R.F.Í. var
haldinn 18. —20. júní 1976ogvar
settur að kvöldi hins 18. að Hótel
Sögu, en fram haldið tvo næstu
daga að Hallveigarstöðum. Aðal-
umræðuefni fundarins var:
„Uppeldi og starfsval á jafn-
réttisgrundvelli“. Frummæl-
endur voru: Marta Sigurðar-
dóttir, fóstra og Herdís Egils-
dóttir, kennari, er ræddu um
frumbernsku og forskólaskeið.
Kristín Tómasdóttir, kennari
og Kristján J. Gunnarsson,
fræðslustjóri fjölluðu um skyldu-
námsstigið og Guðrún Halldórs-
dóttir, skólastjóri um menntun og
starfsval. Starfshópar ræddu
þessi málefni frá ýmsum hliðum,
skiluðu áliti, er lögð voru fyrir
sameiginlegan fund landsfundar-
fulltrúa og að lokum samþykkt.
Ályktanir og áskoranir lands-
fundar verða væntanlega birtar á
öðrum stað i blaðinu.
Á landsfundinum starfaði sér-
stakur hópur, er ræddi um starf
félagsins og framtíðarverkefni
þess, hvort nafn þess ætti lengur
rétt á sér, rætt var um nafn árs-
ritsins og hvort ekki væri aðkall-
andi að skrá sögu félagsins.
Fram fór skoðanakönnun
meðal landsfundarfulltrúa um
það, hvort breyta ætti nöfnunum
og þá í hvað og hvaða tími væri
heppilegastur fyrir landsfund.
Niðurstöður könnunarinnar
voru þær, að langflestir vildu
hafa nafn félagsins óbreytt og
einnig ársritsins. Um lands-
fundartímann létu flestir í ljós þá
skoðun, að best væri að halda
fundinn í aprílmánuði eða í
sept/okt.
Stjórn félagsins sendi til Al-
þingis umsagnir um 2 lagafrum-
vörp og var lögð mikil vinna í
báðar þessar umsagnir. Hin fyrri
var um frumvarp til laga um
jafnstöðu kvenna og karla, sem
síðan var afgreitt sem lög nr.
78/1976 og var heiti þeirra breytt
í meðförum þingsins og heita þau
nú lög um jafnrétti kvenna og