19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 27
Kynlífið er kryddið
„Hvers vegna átti ég að bíða eftir frumkvæði stráksins . .
Á bernskuheimili mínu var
kynlíf ekki rætt. Ég spurði eitt
sinn hvað nauðgun væri og
móður minni var um megn að
útskýra það. Hún hafði verið gift
árum saman, en samt virtist mér
hún rnjög óvitandi um kynferðis-
mál almennt. Af þvi leiddi, að
hún var mjög óörugg um mig,
hún virtist hafa á tilfinningunni
að hlutir eins og kynlíf væru
ósiðlegir, en yrðu tæpast um-
flúnir. Einu sinni barst á heimilið
bók um takmörkun barneigna.
Þegar móðir mín kom að okkur
stelpunum með hana þreif hún
bókina og kastaði í eldinn.
Það leggur óþægilegar hömlur
á fólk, að viðurkenna kynlíf ekki í
uppeldi, sem ákveðinn mannlífs-
þátt. Tvískinnungur er í uppeldi
pilta annars vegar og stúlkna hins
vegar. Með einhverjum hætti
hefur tekist að læða því að stúlk-
um, að hjónaband sé hinn eini
eðlilegi vettvangur kynlifs. Ekki
er langt síðan að þeim áróðri var
haldið á lofti við stúlkur, að þær
skyldu „halda aftur af piltinum
þar til eftir brúðkaupið,“ því ef að
þær „létu undan“ væri hann
búinn að fá sitt og spenningurinn
fyrir hjónabandi gæti hjaðnað
það mikið, að hann hætti við.
Þetta á rætur sínar að rekja til
þess, að hjónabandið var álitið
lífsakkeri konunnar, hún væri
með giftingunni að skapa sér
örugga afkomuhöfn og þar með
varð það um leið hinn eini rétti
kynlífsvettvangur. Þetta uppeldi
hefur orsakað það, að margar
stúlkur koma inn í hjónabandið
sviptar dýrmætri reynslu.
Aftur á móti leyfist piltum fullt
frjálsræði á að lifa kynlifi utan
hjónabands, aðeins ef þeir gera
það ekki með dætrum okkar.
Stundum heyrist að „allt þetta
tal“ um kynferðismál og
getnaðarvarnir nú á síðustu árum
leiði einungis til þess að ungar
stúlkur taki að lifa kynlífi. Mér
finnst mega likja þessu viðhorfi
við það, þegar maðurinn sagði,
„ef þessi berklaskoðun hefði ekki
farið fram, væri ég ekki á hælinu
nú.“ Það þýðir ekki að loka aug-
unum fyrir gangi lífsins og með
þögninni að láta eins og hlutirnir
séu öðru vísi en þeir eru.
Eg held að miðaldra konur
ræði kynlíf lítið sín á milli og geri
ekki upp við sig, hvort jaær telja
|)að mikilsverðan og æskilegan
þátt í lífi sínu eða ekki. Það er
reginmunur á joví, hvort fólk hef-
ur kynmök af því að j)að óskar
J)ess sjálft eða einungis til að veita
hinum aðilanum úrlausn. Mér er
forvitni á, hversu margar konur á
mínum aldri hafa frumkvæðið að
atlotum við maka sína eða veita
aðeins samj)ykki sitt ef liann leit-
ar eftir af fyrra bragði. Á sama
hátt og ég tel að konur skiptist lítt
á skoðunum um kynferðismál,
ræði hjón þau lítið sin á milli og
konur geri hvorki sjálfum sér né
mökum sínum ljóst að kynmökin
eru eftirsóknarverð og að eðlilegt
ójívingað kynlíf veitir aukna lífs-
fyllingu. Margar konur sýna
kynlífinu tómlæti og njóta þess
|)ar af leiðandi ekki sjálfar, en
með J)ví valda j)ær mökum sínum
einnig ófullnægju. Kona á ekki að
hika við að ganga til leiks með
þeim ásetningi að njóta hans,
gera ntaka sínum ljóst á hvern
hátt hún fái sem best notið sam-
faranna og vera minnug þess, að
karlmanninum getur verið —
sérstaklega jíegar árin færast yfir
— jafnmikils virði að fullnægja
henni og fá fullnægju sjálfur.
Margir virðast álíta að kynlífi
kvenna ljúki við breytingaskeiöiö
svonefnda, |). e. við fimmtugs-
aldurinn. Sú bábilja er útbreidd,
aö eftir að fjölgunarhlutverkinu
ljúki hætti þær samtímis að hafa
hneigðir til karla og að líkami
jjeirra verði smásaman ófær til
kynmaka. I j)ví tilviki fer, eins og
oftar, að trú fólks getur orðið svo
sterk, að því verði að trú sinni.
Líkaminn tekur að svara rökrétt
Jíessari andlegu innstillingu og
þannig leiðir eitt af öðru. Kyn-
hneigð og andlegt ástand haldast
mjög í hendur. Andlega virkt fólk
verður samtímis líkamlega virkt.
Kynlíf á sér ekki aldurs- né
kyntakmörk, aðeins einstaklings-
mörk. Allt sem veitir lífinu meira
inntak, er jákvætt.
Ásækni miðaldra karla í ungar
stúlkur „lambakjötið“ svokallaða
gæti stafað af |)ví, að þeim er
byggt út á heimavelli. Ástæðan
gæti einnig verið auglýsing sam-
félagsins á ungu konunni sem
hinni einu viðurkenndu kynveru,
en eiginkonan j)á komin á miðjan
aldur og þess vegna ekki almennt
viðurkennd sem eftirsóknarverð
að þessu leyti.
Manni flýgur stundum i hug
— J)egar þessir karlar eru að flytja
hrútleiðinlegar ræður og taka
ómannlegar ákvaranir, næstum
|)vi |)vert ofan í náttúrulögmál —
hvort hjónasængur þessara
manna séu nógu viðfelldnar.
Á sama hátt og karlar dást að
fögrum konum, lærist konum
með aldrinum að dást að ungum,
velsköpuðum piltum. Og sú
kona, sem er andlega og líkam-
lega vakandi hefur — þótt hún sé
kornin á miðjan aldur eða meir —
oft sterk kynferðisleg áhrif á unga
menn. Ég get tekiö dæmi af konu,
sem ég þekki og er nú á miðjum
aldri. Hún laðar mjög að sér unga
menn og nokkrum sinnum hefur
hún verið í föstu slíku sambandi.
Henni hefur veriö legið mjög á
hálsi fyrir og talin „vergjörn“,
„óseðjandi“ eða kynhungruð.
Karlmaður í svipaðri aðstöðu
fengi j)á einkunn að honum yröi
25