19. júní


19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1977, Blaðsíða 39
karla. Jafnréttisráð starfar nú samkvæmt þeim lögum. Hin umsögnin var um skatta- lagafrumvarp er lá fyrir Alþingi. Starfshópur um skattamál starfaði á vegum félagsins vetur- inn 1975— 1976 og tók hann aftur til starfa s. 1. haust og hélt marga fundi auk þess sem skattamálin voru mikið rædd í stjórninni. Formaður og varaformaður K.R.- F.f. ásamt tveim fulltrúum frá Jafnréttisráði fóru til fundar við þingnefndirnar, sem höfðu frum- varpið til umfjöllunar. Stjórnin hefur fylgst gaumgæfilega með framvindu þessa máls og hafa ein- stakir félagsmenn li'ð til sín heyra eftir bestu getu á þeim almennu fundum, sem boðaðir voru um þetta mál í höfuðborginni. Það er von stjórnar K.R.F.f. að þessi barátta félagsins fyrir jafnrétti í skattamálum beri nú loks árangur eftir marga áratugi. Félaginu barst boð frá Ráð- herranefnd Norðurlandaráðs um að senda þátttakanda á ráðstefnu á vegum ráðherranefndarinnar, sem haldinn var i Örenás í Svíþjóð 21. —23. júní 1976. Á þessari ráðstefnu var rætt um jafnrétti í atvinnulífinu og var Guðrún Gísladóttir fulltrúi K.R.F.Í. á ráðstefnunni. Þing Alþjóðasambands kvenna (fnternational Alliance of Wom- en) var haldið í New York í júlí- mánuði 1976. Þingið sótti af hálfu K.R.F.Í Björg Einarsdóttir vara- formaður. Var Björg kosin í stjórn Alþjóðasamtakanna og á ísland nú fulltrúa þar öðru sinni eftir nokkurra ára hlé en Sigríður R. Magnússon, fyrrv. formaður hefur átt sæti í stjórn samtak- anna. Framundan er fundur N.K.S., sambands norrænna kven- réttindafélaga, í Stokkhólmi dag- ana 2.-5. júní n. k. og munu þær Valborg Bentsdóttir og Gerður Steinþórsdóttir sækja fundinn auk formanns. Ársrit félagsins „19. júní“ kom út að venju s. 1, sumar og var nú í fyrsta skipti offsetprentað. Breytti það nokkuð útliti blaðsins m. a. voru mun fleiri myndir í því en verið hefur. Því miður kom blaðið ekki út fyrr en í lok júlimánaðar og virtist það draga nokkuð úr sölu. Ársritið er fjölbreytt að efni og sitja í fyrirrúmi umræður og fréttir af jafnréttis- og jafnstöðu- málum heima og erlendis. K.R.F.I. stendur í þakkarskuld við prentsmiðjuna Odda í Reykjavík fyrir óvenjulega góða samvinnu varðandi útgáfu „19. júní“ 1976, en blaðið var að þessu sinni prentað þar. Hinn 29. janúar s. 1. kom stjórn og varastjórn félagsins saman til hádegisfundar að Hallveigar- stöðum í tilefni afmælis K.R.F.Í. Félaginu bárust blóm og kveðjur víða að vegna afmælisins og var samþykkt að láta gera spjöld með merki og nafni félagsins til að senda við sérstök tækifæri og til nýrra félaga og bjóða þá vel- komna í félagið. Kortið hefur nú verið útbúið og velunnarar K.R.F.I. færðu því það að gjöf vegna afmælisins. Á þessum fundi ákváðu viðstaddir að færa félaginu gestabók í afmælisgjöf og safnaðist svo mikið fé að unnt reyndist einnig að festa kaup á myndaalbúmi og úrklippubók og er félagið því vel í stakk búið að halda til haga því sem fram fer á þess vegum. Á aðalfundinum voru tveir félagsmenn, er árum saman hafa starfað af áhuga og ósérplægni í þágu K.R.F.I. gerðir að heiðurs- félögum, en það voru þær Anna Sigurðardóttir, núverandi for- stöðumaður Kvennasögusafns íslands og Guðný Helgadóttir, fyrrum formaður félagsins. I lok skýrslu sinnar á aðalfundi lagði Sólveig Ólafsdóttir, for- maður K.R.F.I. áherslu á að nauðsyn bæri til að efla fjárhag félagsins og að átaks væri þörf í því skyni, án fjármuna gæti K.R.F.Í. ekki starfað að mark- miðum sínum fremur en önnur félagasamtök. Á aðalfundi kom fram tillaga um að hækka árgjaldið í kr. eitt þúsund og var það einróma sam- þykkt. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.