19. júní - 01.10.1994, Qupperneq 10
Al< tj(JLSKYLUUJSINAK
í fyrri tölublöðum 19. júní á
pessu ári hefur verið fjallað um
málefni fjölskyldunnar í tilefni
fjölskylduárs Sameinuðu pjóð-
anna. Fyrsta greinin grundvall-
aðist á rannsókn dr. Sigrúnar
Júlíusdóttur á bjargráða íslensk-
um fjölskyldum. Önnur grein
byggði á viðtali við séra Þorvald
Karl Helgason um Fjölskyldu-
pjónustu kirkjunnar. í pessu
tölublaði verður fjallað um of-
beldi innan fjölskyldunnar sem
fyrst og fremst er ofbeldi gegn
konum, en börn verða einnig
fyrir barðinu á pvíýmist beint
eða óbeint.
Ofbeldi á heimilunt -
kvennakúgun
Amannfjöldaráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna, sem haldin var í Kairó
síðsumars, snérist umræðan að
verulegu leyti um rétt eða rétt-
leysi kvenna til þess að ráða yfir
eigin líkama og stjórna barneignum með
hjálp getnaðarvarna og fóstureyðingum.
Andstaðan gegn þessum rétti lcvenna er hvað
hörðust í löndum strangtrúaðra múslima og
innan kaþólsku kirkjunnar. Hvergi er karla-
veldið skýrara og kúgun kvenna jafn augljós.
I grein eftir Evu Hernback, sem birtist í
sænska blaðinu Dagens nyheter skömmu eft-
ir ráðstefnuna, lýsir hún því hvernig þessi
ráðstefna breyttist í tímamótasamkomu þegar
fulltrúarnir hættu að ræða tölur um ískyggi-
lega mannfjöldaþróun í heiminum en snéru
sér að daglegu lífi kvenna. Því „það eru kon-
ur sem fæða börn, ekki þjóðir“, eins og kona
frá hinu fjölmenna, fátæka og barnmarga ríki
Bangladesh orðaði það.
Og öll bannorðin sem snerta bitran
veruleika kúgaðra kvenna um víða veröld,
eins og þunganir unglingsstúlkna, (ólög-
Steinunn Jóhannesdóttir
legar) fóstureyðingar, umskurður stúlku-
barna, kynlífsfræðsla, takmörkun barn-
eigna, ofbeldi á heimilum, ábyrgð karla á
óvelkomnum börnum ekki síður en
kvenna o.s.frv. allt þetta var tekið til um-
ræðu að þessu sinni og ekki stungið undir
stól. Mannfjöldaráðstefnan breyttist að
verulegu leyti í ráðstefnu um réttindi
kvenna. Og Eva lýsir því hvernig hempu-
klæddir karlmenn á fundunum og karl-
menn með túrbani á höfði þumbuðust við
og kröfðust að fá að ráða þeim reglum og
skilyrðum sem eiga að gilda um kynlíf og
barneignir í heiminum, þótt helmingur
þeirra lifi munklífi og hafi aldrei verið við
kvenmann kenndir, né haft afskipti af
börnum. Aframhaldandi fullt vald yfir lífs-
skilyrðum kvenna var þeirra krafa.
En klerkaveldið varð að gefa eftir fyrir
þunganum í kröfum kvenna í löndum
þeirra, þunga sem kom neðan frá, auk þess
sem konur áttu sér marga góða málsvara a
ráðstefnunni með Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra Noregs í broddi fylkingar.
10