19. júní - 01.10.1994, Síða 12
AR tJULSKYLUUNNAR
þeir hafa sjálfir kosið sér að eiginkonum,
sambýliskonum og mæðrum barna sinna?
Það er ekkert sem staðfestir að karl-
menn sem beita konur ofbeldi komi úr
einhverri sérstakri þjóðfélagsstétt. Þeir
koma úr öllum stéttum. Ofbeldissam-
bönd eru til í öllum lögum samfélagsins.
Þau eru aðeins duldari því ofar sem
dregur í samfélagsstiganum.
Það sem þessir menn eiga sameigin-
legt er að þeir eiga í vandræðum með
feður sína. Þeir hafa ekki fengið neitt frá
þeim í uppeldinu í formi viðurkenning-
ar, athygli eða umhyggju. Oft hafa karl-
menn sem beita ofbeldi sjálfir verið
beittir ofbeldi sem börn eða verið vitni
að ofbeldi föður gegn móður. Hegðun
þeirra gagnvart sambýliskonum sínum
er að því leyti lærð hegðun og þarf ekki
að þýða að þeir séu sjúkir á geði enda
koma þessir menn oft prýðilega fyrir,
geta verið sjarmerandi og vinsælir út á
við. Þeir geta verið í toppstöðum í þjóð-
félaginu.
Menn sem beita konur sínar ofbeldi
eru oft mjög háðir þeim enda hugsa þær
oft mjög vel um þá og heimili þeirra.
Þar að auki endurreisa þær heimili sem
þeir leggja í rúst. Þeir reyna því mikið til
að halda þeim kyrrum hjá sér. Ofbeldi
gegn konum beinist ekki í öllum tilfell-
um að líkama konunnar. Mennirnir geta
líka eyðilegt hluti sem tilheyra henni.
Oft eru það hlutir sem eru henni kærir,
gjafir frá fjölskyldu hennar eða vinum.
A sama hátt gera þeir lítið úr ættingjum
hennar og tala illa um vinina og reyna
að einangra konuna meir og meir og
gera hana háðari sér um alla hluti. Þeir
geta líka snúið sér að því að kvelja heim-
ilisdýrin eða murka úr þeim lífið að
konunni og börnunum ásjáandi. Sé ekki
gripið í taumana fer grimmdin og
óhugnaðurinn oftast vaxandi með tím-
anum. Lokastigið getur verið morð.
Afneitunin
Eitt enn er sameiginlegt flestum karl-
mönnum sem beita konur ofbeldi og það
er afneitunin. Þeir kannast ekki við að þeir
séu ofbeldismenn. Þeir hafi kannski ein-
staka sinnum misst stjórn á skapi sínu, en
þá hafi það verið algjörlega konunni að
kenna. Hún hafi reitt þá til reiði, komið
þeim úr jafnvægi, Iátið þá sleppa sér.
Stundum skella þeir skuldinni á brenni-
vínið, þeir hafi verið fullir og þar með óá-
byrgir gerða sinna. Þeir gera lítið úr afleið-
ingunum, gleyma, hafa ekkert gert.
Það er afar fátítt að þeir líti málið svo
alvarlegum augum að þeir leiti sér hjálpar
af sjálfsdáðum. Þó er til einn og einn sem
það gerir. Þeir menn einir eiga von um að
geta breytt hegðun sinni með meðferð, en
flestir sitja fastir í sama farinu og fyrir
hverja konu sem yfirgefur þá geta þeir
fundið nýja til að berja.
Afneitun samfélagsins á því að ofbeldi
gegn konum á heimilum þeirra sé vanda-
mál sem beri að taka á með opinberum
aðgerðum er einnig augljós. Hjá lögregl-
unni lokast mál sem tengjast heimilisof-
beldi oft ofan í skúffum og skilningur lög-
reglumanna er takmarkaður á eðli og al-
vöru málsins. Það er ekki fyrr en
harmleiknum lýkur með morði að Iögregla
og dómstólar sem og almenningur taka
við sér. Eitt slíkt mál hefur reyndar vakið
heimsathygli í sumar og þar á ég við mál
bandarísku íþróttahetjunnar og kvik-
myndaleikarans J. O. Sinrpsons. I kjölfar
þess hefur umræðan um vandamálið
margfaldast í Bandaríkjunum og angar
hennar teygt sig víðar. Enda er kjarni
málsins sá sami hvar sem konu er mis-
þyrmt í heiminum og hún barin til óbóta.
Þar er karlmaður að verki sem er að sýna
henni hver fari með völdin yfir lífi hennar
og dauða.
Krala iim hcrla löggjöf
Reynslan af Kvennaathvarfinu sýnir að
ofbeldi innan veggja heimilisins er dulið
en umtalsvert vandamál á Islandi. Og
það er krafa þeirra sem gerst þekkja til að
samfélagið taki á þessu vandamáli með
hertri löggjöf og aukinni aðstoð við þol-
endur. Það þarf að vera algjörlega skýrt
af löggjafans hálfu að ofbeldi gegn kon-
um sé refsivert athæfi. Það beri að kæra
sem hvern annan glæp og ljúka með
refsidómi sem geranda sé gert að afplána.
Sömuleiðis þarf að bjóða gerendum upp
á meðferð og hvetja þá til þess að leita
sér hjálpar. Víða erlendis eru menn
dæmdir í meðferð en hin síðari ár hafa
karlar einnig myndað nteð sér samtök
sem vinna líkt og AA-samtökin, þar sem
þeir hittast í hópum og leitast við að ná
tökum á ofbeldisáráttu sinni. Hér á landi
hafa sálfræðingarnir Heidi Greenfield,
Gabriella Sigurðardóttir og Ásþór Ragn-
arsson verið með sjálfsstyrkingarhópa
fyrir karla.
Fjölskyldan og heimilið hafa mikil-
vægu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu
sem griðastaður, skjól og uppeldisstöð
hverrar nýrrar kynslóðar. I of mörgum
tilfellum breytist heimilið í fangelsi fýrir
konuna þar sem henni er haldið niðri
með andlegu eða líkamlegu ofbeldi af
hálfu sambýlismanns síns. Það ætti að
vera eitt af markmiðum þjóðfélagsins á
þessu ári fjölskyldunnar sem senn er á
enda að leggja eitthvað af mörkum sem
stuðlar að því að uppræta ofbeldi á heim-
ilunum.
PUNKTA-
FRÉTTIR
Guð hvorki Konur í áströlsku
karl né kona biskupakirkjurrní
hara beoio ynrmenn
kirkjunnar að
breyta textanum í bænabók kirkjunnar til þess
að guð verði ekki kyngreindur. „Við viljum gera
tungumál og myndmál ítarlegra og hlutlausara,
og að hvorki sé gefið í skyn að guð sé karl né
kona,“ sagði talsmaður kvennanna.
Meðal þess sem konurnar vilja breyta er „Fað-
irinn, sonurinn og hinn heilagi andi“ sem yrði
eftir breytingu „Skaparinn, frelsarinn og náð
guðs“. Þá vilja konurnar að vísað verði til guðs
sem „hans“ eins sjaldan og kostur sé.
Konurnar segja að með því að karlkenna guð,
sé lögð höfuðáhersla á karlleg einkenni hans, en
horft fram hjá þeim kvenlegu, svo sem að hann
sé huggari og uppalandi.
flhrif „minipillu" A Kvennadcild Land-
spítalans er hafin rann-
sókn á því hvaða áhrif
nýtt, náttúrulegt lyf til
getnaðarvarna hefur á brjóstamjólk kvenna.
Rannsóknin er í samvinnu við fjölþjóðlegt lyfja-
íyrirtæki og búist er við að niðurstöður liggi fyr-
ir næsta vor.
Ekki er vitað hvenær minipillan verður sett á
markað og þó að rannsóknin sé búin að vera
mjög lengi í gangi eru engar formlegar niður-
stöður enn fengnar enda tekur upp undir tíu ár
að þróa getnaðarvarnalyf að sögn sérfræðinga.
Þar eð brjóstagjöf er mun algengari á íslandi
en í öðrum löndum, eða um 90 prósent, var
ákveðið að þessi hluti rannsóknarinnar færi fram
hér á landi og er niðurstaðna beðið með eftir-
væntingu þar sem læknar hafa talið að getnaðar-
varnapillur minnki mjólkina í brjóstum kvenna.
Aklireyri: Tuttugu konur hafa í
Konur án laun- ',“ust stundf "ám ‘
« . , Menntasmioiu kvenna a
aðrar vmnu a Akureyri Menntasmiðj_
skólabekk an er skóli fyrir konur
sem eru án launaðrar vinnu. Menntasmiðjan tók
til starfa í ágúst og lauk fyrri áfanga námsins í
október en þeim síðari lýkur 16. desember. Alls
sóttu 37 konur um að komast að en hámarks-
fjöldi er 20. Námið er konum án launaðrar at-
vinnu að kostnaðarlausu og konur sem hafa at-
vinnuleysisbætur halda sínum bótum meðan á
námi stendur. Námið hefur fengist viðurkennt
hjá atvinnuleysistryggingasjóði sem stytting á
bótalausa biðtímanum fyrir atvinnulausa. Þær
konur sem í haust stunduðu nám við Mennta-
smiðjuna eru á aldrinum 20 til 55 ára og hafa
mismunandi bakgrunn.
Námið byggist á reynslu frá lýðháskólum og
kvennadagháskólum á Norðurlöndum og nám-
skeiðum sem þróuð hafa verið fyrir konur hér á
landi. Það voru félagsmála- og menntamálaráðu-
neyti, auk Akureyrarbæjar, sem lögðu starfsem-
inni til fé fram til áramóta en verið er að vinna
að því að fá viðbótarfjármagn.
á brjóstamjólk
rannsökuð
12