19. júní


19. júní - 01.10.1994, Page 22

19. júní - 01.10.1994, Page 22
Jafnréttisviðurkennmg kannað hvernig stöðum og kjörum sé háttað í sveitarfélögum sínum. Því næst sagði Elsa S. Þorkelsdóttir frá starfi kærunefndar jafnréttismála og hvernig jafnréttisnefndir gætu farið kæruleiðina. Elsa greindi frá nokkrum málum sem nefndinni hafa borist en þau fjalla flest um vinnumarkaðinn, um stööuveitingar eða laun og kjör hjá rík- inu. Mörg dæmi eru um að konum sé sagt upp störfum í tengslum við barns- burð og hafa slík mál borist til nefndar- innar. Elsa sagöi að endurskoöa þyrfti vinnubrögð nefndarinnar vegna þess hve mál hefðu tekið langan tíma, eða átta til tíu mánuði. „Níðurstaöa nefnd- arinnar er álitsgerð en ekki bindandi úr- skurður og þá er eftir að leggja málin fyrir dómstóla. Það er mikið álag fyrir konur aö fara dómstólaleiðina og þurfa þær mjög á stuðningi að halda á með- an á því stendur. Þar gætu jafnréttis- nefndir komið til skjalanna og veitt kon- um sem standa í kærumálum styrk og umhyggju," sagði Elsa. Vantar kynhlutlaust starfsmat Jóhanna Magnúsdóttir, jafnréttisfull- trúi Reykjavíkur, fjallaði síðan um starfsmat og hvort það væri leið til launajafnréttis. Sagði hún að ríkjandi starfsmatskerfi þætti viöhalda þeim valdapíramlda sem viðtekinn væri og því væri nauðsynlegt að búa til kynhlut- laust starfsmatskerfi þar sem litið væri á inntak starfs en ekki hvort kona eða karl gegndi því. Jóhanna sagði að I Kan- ada hefði starfsmat verið notað til launajöfnunar með góðum árangri en hér á landi hefði ekki tekist að nýta það í sama tilgangi. í framhaldinu sþunnust umræður um það hverjir framkvæma starfsmat hér á landi og því til sönnun- ar var bent á endurskoðunarnefndina þar sem fjórir karlar eiga sæti ásamt einni konu. Að lokum greindu fulltrúar jafnréttis- nefnda frá störfum nefndanna og kom víðast hvar fram að nefndirnar vanti verkefni og vinnureglur. Lýstu margir yfir áhuga á að endurskipuleggja starfið og bretta upp ermar eftir þennan fund þar sem sýn hefði opnast inn í þau margvís- legu verkefni sem hægt væri að vinna að. Lokaorö fundarins átti Elín G. Ólafs- dóttir, formaður jafnréttisnefndar Reykjavíkur, sem var gestgjafi fundar- ins. Benti hún á aö vinna að jafnréttis- málum væri ekki sunnudagaskóli. Til hennar þyrfti mikla þolinmæöi og stund- um kraftaverk. „Við berjumst við ýmis tregðulögmál af mannavöldum. Vissu- lega eru til öflug öfl sem vinna að því að viðhalda þeim ójöfnuði sem við viljum lagfæra og hagnast beinlínis á því að vinna gegn jafnrétti," sagði Elín. Þann 24. okt. veitti félagsmálaráð- herra, Guðmundur Árni Stefánsson, við- urkenningu Jafnréttisráðs fyrir framtak til jafnréttismála. Þetta er I þriðja sinn sem slík viöurkenning er veitt. Eins og áöur var dagur Sameinuðu þjóðanna valinn til þessarar athafnar en þess dags minnast íslenskar konur sem sér- staks baráttudags I kvenréttindamál- um. Viðurkenningu Jafnréttisráös getur hlotiö það fyrirtæki, stofnun, skóli, bæj- arfélag, félagasamtök eða einstakling- ur sem á einn eða annan hátt hefur skaraö fram úr á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf I þágu jafnréttis kvenna og karla og beina þannig athyglinni að jákvæðum þætti I jafnréttisbaráttunni. Til að velja þann sem viðurkenningu á að fá hefur Jafnréttisráð fengið til liðs við sig ein- staklinga sem hafa þekkingu á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Að þessu sinni voru það þau Fjalar Sigurðarson frétta- maður, Ingiþjörg Haraldsdóttir, skáld, Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri og Sigríður Erlendsdóttir sagnfræðingur. í starfi sínu horfði nefndin sérstak- lega til fyrirtækja á almenna vinnumark- aðinum. Aðrar tillögur voru einnig at- hugaðar s.s. Stúdentaráð Háskóla ís- lands en þar hefur nýlega verið skiþaður sérstakur kvennafulltrúi og svo Lárunar á Seyðisfirði en þær hafa á margan hátt haft forgöngu um sam- vinnu kvenna á landsbyggðinni til eigin atvinnusköpunar. Nefndin var hins veg- ar sammála um að viöurkenning ársins skyldi veitt Hans Petersen h.f. Þaö fyrir- tæki hefur um margt verið áberandi I ís- lensku athafnalífi, m.a. vegna þess að forstjóri þess er kona og hefur komið inn á vettvang jafnréttisbaráttunnar. En það er ekki nóg til að öðlast jafnréttis- viöurkenningu og því fór nefndin fram á ýmsar upplýsingar varðandi rekstur og starfsmannastefnu. Tölulegar upplýs- ingar frá fyrirtækinu sýna að konur gegna þar mörgum og margvíslegum störfum og koma fram fyrir hönd þess. Starfsmannastefna mótast meöal ann- ars af þvl að starfsmenn eiga fjölskyld- ur sem taka þurfi tillit til. Sveigjanlegur vinnutími og hlutastörf aö afloknu barnsburðarieyfi eru dæmi þar um. Þá sýndi athugun á launakjörum að þar hallaði á hvorugt kynið. Það að kona hefur stjórnað fyrirtækinu 116 ár hefur hjálpað til að skapa þá menningu sem einkennir fyrirtækið. Það var Hildur Petersen, forstjóri fyr- irtækisins, sem tók við viðurkenning- unni við hátlölega athöfn sem félags- málaráherra bauð til. Það kom fram I máli hennar að allt frá upphafi hefur það þótt sjálfsagður hlutur að konur héldu um stjórnartaumana hjá fyrirtæk- inu Hans Petersen og sagði hún frá ömmu sinni, Guðrúnu M. Jónsdóttur. Guðrún varð ekkja áriö 1938 og tók þá við stjórn fyrirtækisins en hún hafði alla tíð, jafnhliða heimisstörfum og um- önnun 6 barna, tekið virkan þátt I rekstri fyrirtækisins. Hún hafði þá skoðun að konur jafnt sem karlar gætu stjórnað fyrirtækjum. Það þótti því sjálf- sagt að Hildur Petersen, rúmlega tvl- tug, tæki við stjórnartaumunum aö föð- ur sínum látnum. S.T. 22

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.