19. júní


19. júní - 01.10.1994, Qupperneq 26

19. júní - 01.10.1994, Qupperneq 26
Samakonur voru áberandi á Nordiskt Forum. íslenskar verkalýðskonur létu að sér kveða með efiirminnilegum leikatriðum í Ábo í Finnlandi. Sl. sumar hófit raktunarstarf á ný í gróðurreit KRFÍ í Heiðmörk. Á þess- ari mynd réttir Sólveig Jónsdóttir, stjórnarkona í félaginu, úr hryggnum eftir að hafa lagt gjörva hönd á plóg- inn. Á myndinni til hœgri brosir framkvœmdastjór KRFÍ, Edda Hrönn Steingrímsdóttir, í myndavélina. Hansína B. Einarsdóttir, afbrotajrœðingur og stjómarkona í KRFÍ, flutti athyglisvert erindi á Nordiskt Forum um konur og stjómun, en Hansína hefur haldið jjölmörg námskeið um atvinnuþátttöku kvenna og nýsköpun. Fréttir úr starfi KRFÍ Um 40 konur sóttu kvennaráð- stefnuna Nordisk Forum á vegum KRFÍ sem haldin var í Turku í Finnlandi dagana 1—6. ágúst. Félagið var með kynningarbás þar sem veittar voru allar helstu upplýsingar og þar var einnig hægt að nálgast blað KRFÍ, 19. júní sem komið hefur út nú þrisvar sinnum á ári undan- farin tvö ár, en var áður ársrit. Þar var einnig kynnt bókin „Veröld sem ég vil“ — saga Kvenréttindafélags íslands 1907-1992 en höfundur hennar er Sigríður Th. Er- lendsdóttir. Hansína B. Einarsdóttir af- brotafræðingur flutti erindi á vegum KRFÍ sem bar yfirskriftina „Undir stjórn kvenna“ en þar fjallaði hún um konur sem stjórn- endur og helstu hindranir sem þær þurfa ða yfirstíga. Aður en farið var til Finnlands höfðu nokkrar félagskonur þó gefið sér tíma til að fara í gróðursetningarferðir í Heiðmörk og reynt að græða upp þann skika sem félagið á þar. Vetrarstarið er að hefjast. Fyrsti opni umræðufundurinn var haldinn þann 16. nóvember og bar hann yfirskriftina „Allt í plati - eða hvað?“ og fjallaði um áhrif of- beldis í fjölmiðlum og tölvuleikjum á börn og unglinga. Fundarstjóri var Þórhildur Líndal og umræðustjóri Hansína B. Ein- arsdóttir. Síðar í vetur verða tveir opnir umræðufundir til viðbótar, um ábyrgð feðra í uppeldinu og um heilsufar kvenna. Ekki má gleyma jólafundinum sem hald- inn verður að Hallveigarstöðum þann 7. desember en hann er orðinn að föstum lið í starfi félagsins. Mannréttindaskrifstofa íslnds var stofn- uð formlega á sérstökum hátíðarfúndi á Þingvöllum þann 17. júní sl. Kvenréttinda- félag ísiands er eitt af 9 stofnaðilum. For- maður var kjörinn Ragnar Aðalsteinsson en auk hans eru í framkvæmdastjórn Inga Jóna Þórðardóttir og Jóhanna K. Eyjólfs- dóttir. Ágúst Þór Árnason er framkvæmda- stjóri skrifstofúnnar en aðsetur hennar verður að Laugavegi 31. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995 Fjórða ráðstefna Sameinuðu þjóðanna til að vega og meta stöðu kvenna í heiminum verður haldin í Peking í Kína dagana 4.-5. september 1995. Undirbúningur ráðstefn- unnar hér á landi er í höndum utanríkis- ráðuneytisins og sérstakrar nefndar sem skipuð er fulltrúum stjórnvalda og ýmissa kvenna- og félagasamtaka. Formaður und- irbúningsnefndar er Sigríður Lillý Baldurs- dóttir. Jafnframt verður efnt til kvennaþings í Peking á vegum kvennasamtaka um allan heim s.k. NGO Forum (non governmental organisations) og er búist við þátttöku um 25.000 manns. Kvennasamtök hér á landi hafa haft litla möguleika á að taka þátt í NGOs Forum sem fram að þessu hafa ver- ið haldin í tengslum við opinbera ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna en á ráðstefnunni í Turku í sumar kom fram greinilegur áhugi á henni og konur á hinum Norðurlöndunum vinna nú af fullum krafti að þeim undirbúningi. Framkvæmdastjóri NGOs Forum, Irene Sandago, verður á ferð um Norðurlöndin í byrjun næsta árs og munu kvenréttinda- félögin skipuleggja ferðalag hennar. Gert er ráð fyrir^ að hún verði á íslandi dagana 7.-9. febrúar og mun KRFÍ skrifa á næst- unni til kvennasamtaka hér á landi og greina nánar frá þeim undirbúningi. 26

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.