Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 1
anuumngm. Mdnað'arrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 1. árg. WINNIPEG, JÚNÍ 1886. Nr. 4. Vér lesum í píslarsögu frelsara vors, aö pá er fjandmenn hans komu í grasgaröinn Getsemane til þess aö handtaka hann, þá hafi þcir rneöal annars verið út búnir með blysum og skriðbyttum—það er sama sem: með kindlum og lampaljósurn. þetta var um nótt eða seint um kvöld, og fyrir þá sök þótti þeim ómissanda að hafa með sér I jós til þess að sjá-til við handtökuna. þetta atvik getr ávallt minnt kristna menn á einn sorglegan sannleika, þann sannleika, sem ekki hvað sízt er áþreifanlegr á vorri tíð, að upplýsing og menntan er iðulega beitt af mótstöðu- mönnum kristindómsins til þess að fá hann handtekinn, hneppt- an í fjötra, upp rœttan úr mannlegu félagi. Engan veginn erþað þó vor ætlan, að sönn upplýsing og menntan sé í sjálfu sér krist- indóminum andstœð, að sönn þelcking á manneðlinu eða náttúr- unni, að rétt eftirgrennslan þess, er mannlegr andi getr rannsak- að, sé óvinr hinnar kristilegu opinberunar. Yér erum alls eklvi þeirrar trúar, þó sú trú haíi iðulega komið og komi enn iðulega fram í kirkjunni, að veraldleg menntan eða upplýsing hijóti endi- lega að vera banaspjót miðað á hann, sem sjálfr kallaði sig, og sem allir trúaðir kristnir menn kalla, 1 j ó s þessa heims. Vér lítum ekki svo á, að þó að brugðið sé hér upp mannlegu mennta-blysi, að þá sé það endilega gjört til þess, eða hljóti að sjálfsögðu að verða til þess, að lýsa mönnum við handtöku frels- arans, verða vopn í höndum manna gegn trú eða siðalærdómi kristindómsins. Vér höfurn þvert á móti hina svo kölluðu ver- aldlegu upplýsing í mestu bávegum, teljum hana skynsemi gœdd- um verum alveg ómissanda, og vildúm svo hjartanlega vita þjóð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.