Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 2
—50—
vora, svo fámenn sem hún er, aS minnsta kosti standa hverri
annarri heimsins þjóú jafnfœtis í menntalegu tilliti. Yér finnum
einmitt sáran til þarfar á meiri upplýsing nú á þessari tíð fyrir
þjóð vora bæði heima á Islandi og hér í þessu landi, því vér sjá-
um, að lífið, eins og það nií verðr að vera, gjörir kröfur til auk-
innar menntunar fram yfir það, sem við mátti una áðr. 0g gleði-
legt er að vita til þess, að fólk þjóðar vorrar hefir í sannleika eins
mikinn móttöku-hœfilegleika fyrir þeklcing og menntan eins og
fólk þeirra þjóða, er fremstar þykja standa. Enda virðist það eigi
síðr gleðiefni, að tilfinningin meðal hinnar íslenzku þjóðar er greini-
lega á þessum tíma að vaxa fyrir því að meira þurfi að gjöra almenn-
ingi til menntunar heldr en nokkru sinni áðr hefir gjört verið.
En það er önnur nauðsynleg tilfinning, snertandi menntanina, sem
því miðr of lítið virðist bera á meðal þjóðar vorrar. það er til-
finning fyrir því, að menntan sú og upplýsing, sem nú er eign Is-
lendinga eða sem nú er verið að breiða út rneðal þeirra, sé að all-
miklu leyti í öfuga stefnu, hálf-menntan, sem ekki gjörir menn
neitt hœfari fyrir skyldustörf daglega lífsins, oft jafnvel óhœfari
fyrir þau, heldr en ef eigin menntan hefði veitzt, og í annan stað
dregr menn burtu frá því, sem—þegar allt kemr til alls—„eitt er
nauðsynlegt“, burtu frá ljósi kristindómsins. Að slík öfug upp-
lýsing, slík lcristindóminum andstœð hálf-menntan, einnig að
nreiru eðr minna leyti á heima meðal annara þjóða er auðvitað
satt, en það er oss engin bót í máli, enda átti það ekki eiginlega
að vera umtalsefni vort nú, Yér erum hér um það að tala, hvað
að er fyrir oss með tilliti til upplýsingar. Og vér höfum þegar laus-
lega bent á, hvað að muni vera. Ef maðrinn fyrir þá upplýsing, sem
hann hefir fengið, missir hœfilegleikann til að gegna störfum dag-
legs lífs, verðr óhœfilegri til að vinna á einhvern sœmilegan hátt
fyrir daglegu brauði sínu, verðr gagnsminni fyrir borgaralegt
mannfélag, eða ef hann verðr blindr fyrir ljósi því í andleguin
efnum, sem kristindómrinn hefir meðferðis, þá verðr eigi annað
séð, en að hann með menntan sinni hafi fengið sannarlegt villu-
ljós. Auðvitað kemr oss eigi til hugar að segja, að skólamennt-
an sú, sem Islendingar á þessum tíma njóta almennt, beri fyrir
alla þessa súru ávexti. Eigi svo fáir af fólki þjóðar vorrar hafa á
þessum síðustu tímum fyrir menntan þá, er þeim hefir veitzt,
komið frarn sem stór-uppbyggilegir menn í borgaralegu tilliti og
sýnast í engu að hafa dregizt frá kristindóminum, heldr öllu
fremr hið gagnstœða. En aftr virðast hinir svo margir, sem fyr-