Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 12
—60—
forða, maðr, til saðningar sálu þinni á ókominni tíð hörmunga,
sorga og dauða ? Allir hungraðir lcomi til frelsarans, og þeir, sem
ekki enn finna til hungrs, en sjá fram á þann tíma, þegar engin
jarðnesk fœða getr veitt saðning, þeir komi líka. Komið börn
og fullorðnir, konur og karlar, fátœkir og ríkir, sjúlcir og heil-
brigðir, og þiggið fœðuna, sem frelsarinn býðr. „þann sem til
mín kemr, mun eg ekki burtu reka“—segir Jesús.
það, sem gjörðist á síðasta degi laufskálahátíðarinnar í Jerú-
salem, orð Jesú þá og hinn mismunandi dómr manna um hann,
er efnið í 11. lexíunni. Hatrið gegn Jesú var orðið svo magnað
hjá Faríseum, að þeir voru búnir að senda út þjóna sína til að
handtaka hann. En tíminn var ekki enn kominn. þeir hneyksl-
uðust nú svo að segja á hverju orði hans En rnitt í þessu brenn-
anda hatrsbáli kemr Jesús fram síðasta hátíðardaginn með þetta
inndœla evangelíum: „Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til
mín og drekki“. Mörgum öldum áðr hafði Esajas spámaðr í
drottins nafni flutt þennan boðskap: „Heyrið, allir þér, sem
þyrstir eruð, gangið til vatnsíns;.......komið og kaupið, án
silfrs og ókeypis, bæði vín og mjólk" (Esaj. 55,1). það er sami
boðskaprinn, sem Jesús kemr með, eins og þetta, nema hvað hann
bendir nákvæmlega á, hvar þessa iífsins vatns er að leita. Hann
bendir á sjálfan sig, býðr öllum þyrstum sálum til sín. Ef það
var nokkuð, sem átti að geta sannfœrt Farísea og þeirra líka til
forna um það, hver Jesús frá Nazaret væri, að hann var hinn
fyrirheitni Kristr, þá var það þetta, að hann býðr 'öllum þyrst-
um, öllum mœddum, öllum voluðum, öllum allslausum aumingj-
um, öllum syrgjandi, hræddum, áhyggjufullum syndurum til sín
og heitir þeim svölun, friði, hvíld. En þeir vildu elcki trúa.
þeir drógu alls konar svo kallaðar skynsemis-ástœður fram fyrir
því, að hann gæti ekki verið sá, sem hann var og sagðist vera.
þjónarnir, sem sendir voru til að handtaka hann, gáfust upp, því
orðin, sem hann talaði, brunnu í samvizku þeirra. „Aldrei hefir
nokkur talað eins og þessi maðr“ sögðu þeir. Omenntuðu menn-
irnir reyndust hér betri—margfalt betri—en þeir, sem þóttust
vera andlegir ljósberar í Israel. Hér er áminning fyrir þá, sem
menntaðir þykjast, um að gæta að sé'r. Sumir segja eða svo gott
sem segja: „Kristindómrinn getr verið nógu góðr fyrir mennt-
unarlausa alþýðu, en vér erum upp yfir slíkt hafðir“.—„Trúir
nokkur af höfðingjunum á hann ? “ spurðu Farísear, og bœttu