Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 9
—57- fylgja vill frelsaranum, verðr að vera viö því búinn aö hafna heilsu og auð og öðru slíku,' en þiggja sjúkdóm, fátœkt, kross og þrenging, þegar drottinn vill. Hér er hugvekja fyrir menn að ganga ekki í kristinn söfnuð af veraldlegum hagsmuna-hvöt- um, heldr af öðrum œðri hvötum. En svo kemr nú hins vegar guðspjallið um mettan mannfjöldans með aðra heilsusamlega hug- vekju til allra þeirra rnörgu, sem dag eftir dag og ár eftir ár eru að berjast við fátœkt og skort á daglegu brauði. það minnir á, að óhætt er að biðja: „Gef oss í dag vort daglegt brauð“, með fullkominni vissu um að lifandi og almáttugr guð er til, sem megnar að bœta úr öllum skorti. kærleiksfullr og nærgætinn drottinn, sem enga auðmjúka bœn lætr verða til ónýtis. Gefr hann þá ávallt daglegt brauð öllum biðjandi mönnum í bágind- um þeirra ? Hann hefir á kveðið, hvernig menn eigi að biðja og megi biðja, og fari menn eftir því, þá er boenheyrsla vís, einnig þá er um daglegt brauð er beðið. Á undan bœninni um daglegt brauð stendr bœnin: „Yerði þinn vilji“. það er undirstaðan hjá sannkristnum manni, þá er hann snýr sér til drottins út af líkamlegri þrenging sinni. Sannkristinn maðr getr dáið úr hungri, líkamlegu hungri, ef guð vill, en hann deyr aldrei úr andlegu huruiri, oo- með hinni andlegu saðning frá drottni kemr kraftr til þess, sem þrenging líðr, til að ganga í gegn um þrenginguna, þó að hún verði líkamanum til dauða Hvernig á því stendr, að daglegu brauði er svo ólíkt út deilt meðal manna af hendi forsjónarinnar, er að mörgu leyti ráðgáta, sem aldrei verðr til fulls úr leyst. En þegar vér sjáum ónytjunginn og samvizku- leysingjann einatt lifa í allsnœgtum og guðhræddan dugnaðar- mann einnig alloft líða skort, þá bendir það að minnsta kosti á; að veraldargœðin eru engan veginn hin œðstu gœði og að maðr lifir hér ekki fyrst og fremst fyrir þessa jarðnesku tilveru. Á þessum tíma er einmitt hér í landi mikið talað um, hvernig kjör fátœks vinnulýðs geti orðið bœtt, svo að hver einn fái nóg sér og sínum til lífsviðrværis, og sutns staðar hafa menn jafnvel gripið til vopna og manndrápa til þess að hefna sín á auðmönnunum. það vantar kristindóm í hjörtu bæði auðmanna og fátœkra verkamanna til þess að leysa irr þessari mikilvægu nútíðar-spurn- ing. Ef auðr ríkismannsins og hin litlu efni fátœldingsins væri helguð drottni, þá myndi ólíkt hœgra við að eiga.—Um næst liðin ár hefir atvinnu-þröng verið almenn víðsvegar um land þetta, þó það raunar sé svo auðugt af náttúrugœðum. Nú

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.