Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 10
—58— búast allir við „betri tímurn“. En þá er að minnast þessa, sem drottinn lagði Israel á hjarta rétt áðr en leiðangrinum í eyöimörk- inni var lokið : „Nær ])ií hefir etið þig mettan, þá skaltu þakka drottni þínum fyrir landið það hið góða, sem hann gaf þér. En varaðu þig við því, að þú gleymir ekki drottni guði þínum,., að þegar þú hefir etið þig mettan og byggt þér prýðileg hús að búa í, og þegar þú eflist að nautum og sauðum, silfri og gulli og alls kyns fjármunum, varaðu þig, segi eg, að þú ofmetnist þá ekki meö sjálfuin þér og gleymir drottni guði þínum“.—„Ekki skaltu hugsa með sjálfum þér : Mín eigin orka og styrkr minna handa hafa aflað mér þessarar velmegunar" o. s. frv. (5. Mós. 8, 10-13 og 17). þú, sem átt kost á að bœta úr skorti annarra manna á daglegu brauði, láttu Jesúm kenna þér að gjöra það; og þú, sem átt að búa við þröng, tak fram þín „fimm higg- brauð og tvo fiska“—það litla, sem fyrir höndum er—og lát það vera drottni helgað, svo að hann fái yfir það lagt blessan sína. Áðr en Jesús mettaði mannfjöldann með hinum litla matforða, tók hann brauðin og gjörði guði þakkir. þegar daglegt brauð er ríkulegt, þakkarðu drottni þá fyrir það ? og þegar það er af skornum skammti, þakkarðu honum einnig þá ? Sá, sem er van- þakklátr við guð í allsnoegtum sínum eða fátœkt sinni, getr ekki búizt við blessan drottins. Lærisveinarnir tóku saman leifarnar, sem afgangs voru, og létu ekkert spillast. Hið sama gjöra ullir þeir, sem þiggja brauð sitt með þakkargjörð. Hér er mikið fyr- ir marga að læra. Eyðslusemi, óþrifnaðr, vanhirða á efnum sín- um er kristnum manni ósamboðin.—þegar lærisveinarnir um kvöldið sáu Jesúm koma ganganda á hinu ókyrra vatni í storm- inurn, þá urðu þeir hræddir. Frelsarinn er enn á ferð hér með- al lærisveina sinna, ekki einungis í blíðviðrinu og sólskininu, heldr og þá er hið veika far vort er að byltast um á hinum upp œstu öldum á dimmri og œgilegri nótt. Hin veiku hjörtu vor fælast mótlætið og myrkrið, en kærleikans drottinn er þar einnig, og vér eigum kost á að heyra þaðan sömu röddina eins og lærisveinar Jesú forðurn í myrkrinu og storminum á Ge- nesaret-vatni: „Eg em það, óttizt ekki“. Örvæntu þá ekki, kristna sál, þó að stormrinn œði og myrkrið breiði sig út yfir láð og lög. „Drottinn er minn hirðir; mig mun ekkert bresta“, segir Davíð. „þó eg ætti að ganga um dauðans slcuggadal, skylda eg samt enga ógæfu hræðast, því þú ert með inér; þín hrísla ■ og stafr hugga mig“ (Sálm. 23, 1, 4.).

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.