Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 3
—51— ir hina svo kölluSu upplýsing, er þeir hafa fengiS, ekkert hafa groett, en þar á móti mikið misst—ekkert grœtt fyrir sitt líkams- líf, en mikið misst fyrir hiS andlega líf sitt. Nú ef einstaklingr- inn ekkert grœSir fyrir sig á menntan sinni, þá grœSir almenn- ingr þess mannfélags, sem hann til heyrir, ekki heldr neitt á menntan hans. Og ef einstaklingrinn í 'tilbút verðr fyrir and- legum missi viS þá menntan, sem hann fær, þá er þaS eigi síðr missir fyrir þjóSina, landiS, mannfélagiS, sem hann til heyrir. Brunnar þeir, sem þjóð vor heíir drukkiS af í menntalegu tilliti í seinni tíS (sleppum því, hvaS áSr hefir veriS) hafa nú einmitt yfir höfuS verið þvílíkir, aS sú menntan, er þar hefir fengizt, hefir bor- iS og er þann dag í dag aS hera þessa bágu ávexti. Eða mun duga aS neita því, að þeir sé tilltölulega miklu fleiri nú, sem misfarast af skólagengnum lslendingum, verða sér og öSrum til ónýtis, þjóS sinni til skaða og skammar, heldr en af þeim, sem aldrei hafa veriS sendir á skóla eSa settir til mennta? En svo bœtist hér annaS ofan á, sem verðr að hafa tillit til viS þennan samanburð : Margir þeirra, sem misfarast án þess nokk- urn tíma aS hafa veriS settir til mennta, týnast fyrir þá sök, aS dœmi hinna, er menntaSir eru taldir, hefir dregið þá niðr á bóg- inn, því „hvað höfðingjarnir hafast að hinir ætla sér leyfist það“. þegar hinn svo kallaSi menntaði maSr t. a. m. hefir það upp úr menntan sinni, aS honum þykir þaS vera fyrir neðan sig aS vinna að líkamlegum störfum, eSa hann verðr svo og svo hnegðr á óhóf, munað og prjál, eSa tekr til aS gefa kristindómskenning- unni olbogaskot, hvað er þá eðlilegra en aS þetta doemi hrífi manninn, sem enga, eSa miklu minni, menntan hefir fengiS, með sér og komi honum til aS verSa eins ? þaS er enginn vafi á því, að aldarfars-straumr sá, sem í andlegu tilliti rennr í gegn um hina íslenzku þjóð eins og hverja aSra þjóS, er nokkuð hefir af menntan aS segja, á upptök sín hjá hinum menntuSu mönn- um hennar. Og þá er auðsætt, hverja þýSing þær stofnanir hafa, þar sem þessir menn hafa fengiS menntan sína. Ef hinn and- legi straumr, sem á þessum tíma gengr út frá þeim, er menntun- ar hafa helzt notið meSal þjóSar vorrar á Islandi, er—eins og vér ætlum—miðr heilsusamlegr, þá kemr það, vitaskuld, af því að þessir menn hafa, þá er þeir áttu aS vera aS menntast, staðið við brunn með óhreinu, skemmdu, að einhverju leyti eitruSu vatni í. Brunnarnir þurfa að hreinsast, ef þeir eiga að gefa þjóðinni ó- skemmt vatn. Menntunarstefna sú, sem nú er ríkust meðal Is-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.