Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 4
—52- lendinga, þarf aS breytast, ef bún á ekki að verða því, sem dýr- mætast er, til ómetanlegs tjóns, eða jafnvel til dauða. HvaSan er sú andlega alda runnin, sem nú gengr yfir Island og hina íslenzku þjóS, ekki einungis þar heima, heldr enn að miklu leyti einnig liér ? Hvað er það, sem gallað heíir allt vort kirkjulíf og trúar- líf ? HvaS veldr því, áð nú ríkir svo víða meSal þjóðar vorrar kuldi og kæruleysi fyrir málefni kristindómsins ? það mætti segja, og það hefir oft verið sagt, að þessi andlega alda sé runnin vit frá Reykjavík, aSal-skólastöð, upplýsingarbrunni íslands, og að sérstaklega sé það hinn svo kallaði „lærSi“ skóli landsins, sem mestan þátt eigiíþví.að gjöra þjóðina í andlegum efnum eins og hún er, að af því hið andlega andrúmsloft þar er mengað vantrú og kristindómsleysi, þá sé þar hin fyrsta orsök þess, að kirkjan og kristindómrinn stendr eins lágt og er meðal þjóðar vorrar. En oss er alveg óhætt að leita lengra að þessum upptök- um til hins andiega ástands vors sem þjóðar í kristilegu tilliti heldr en til Reykjavíkr og „lærða“ skólans þar. það er vitanlegt, að Reykjavík er ekki annað eSa lítið annaS en andlegt útbú eða afbýli frá Kaupmannahöfn, og aS Reykjavíkr-skólinn „depender- ar“ greini’ega í andlegu tilliti af Dönum og sérstaklega af háskól- anum í Kaupmannahöfn. þaS er satt: Reykjavík er íslenzk að tungunni til, eins vel eins og nokkur annar blettr íslands, og Reykjavíkr-skóli hefir átt góSan þátt í því, að hefja hina íslenzku tungu til npphefSar í höfuðstað landsins og um endilangt ísland; en eins og eSlilegt er sökum þess sambands, sem er á milli íslands og Danmerkr og sérstaklega milli Reykjavíkr og Kaupmanna- hafnar, þá er það dönsk hugsan, sem yfir höfuð aS tala ræSr þar, dönsk stefna, sem þar er stýrt eftir af þeim, er ríkjum ráða, í hinu andlega lífi. „Röddin er Jakobs rödd, en hendrnar eru Esaús hendr“. þaS er líka satt: Meðal Islendinga og sérstak- lega hins skólagengna hluta fólksins, einnig í Reykjavík, er heil- mikill rígr á móti Dönum, jafnvel hatr gegn þeim; en sá kali er nærri eingöngu í nösunuin. Sami andinn ræðr eins fyrir því hjá þessum hluta fólksins og birtist í daglegri framkomu manna eins og sá, er nú er ríkastr í þjóSlífi Dana. það vantaði ekki, að ísra- elsmenn hötuSust við Egypta forðum eftir aS þeir um lengri tíma höfSu búið í landi þeirra og sætt harSri kúgun af þeirra hendi, en allt um þaS hnegðust þeir þó stórum að egypzkum siöum og egypzkum liugsunarhætti, að egypzkri hjáguðadýrkan og egypzkri vantrú, og það svo mjög, að þá er á leiðina til hins fyrirheitna

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.