Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 16
—64
ir helztu bindindis-starfsmenn í hinum ýmsu kirkjudeildum, og segir hver um sig
frá Jjví, sem gjört hefir verið til að hefta drykkjuskapinn í sinni kirkjudeild. Tólf
helztu bindindisfélögum Bandaríkja er og sérstaklega lýst hverju fyrir sig, eins sér-
staklega bindindishreifingunni í Canada.
Bindindismálinu hefir all-mikið jiokað áfram á íslandi nú upp á síðkastið. Er
J>að einkum Good Templar-íéfogtiS, sem J>ar hefir fengið útbreiðslu, og er oss ritað
frá Reykjavik, að það muni nú hafa 16 deildir víðsvegar um landið. f*að féklc
fyrst fótfestu meðal Eyfirðinga fyrir starfsemi bindindismanns eins frá Norvegi. I
Reykjavík hefir það 3 deildir með samtals hátt á 4. hundrað félagsmanna. Auk
þess eru önnur innlend bindindisfélög, jafnvel eitt í ,,Iatínu“-skólanum, sem í voru
um miðjan vetr siðast liðinn 75 piltar.—I bindindisfélagi Islendinga í Winnipeg, sem
kvennfélagið íslenzka þar eiginlega kom á fót og sem hófst í Agúst 1884, eru enn
eigi fleiri en rúml. 120 manns. Siðbótafélag hefir og verið til meðal Islendinga í
Argyle-byggð í Manitoba, sem leitazt hefir við að eyða drykkjuskap á því svæði.
Og viðar í byggðarlögum Islendinga hér vestra er vottr til andófs gegn drykkjuskap,
þótt eigi sé oss til hlítar kunnugt. En, betr þarf, ef duga skal, til þess að þessi
Golíat sé að velli lagðr meðal þjóðar vorrar.
A háskólanum i Berlin f fýzkalandi voru um siðast liðin áramót 726 guðfrœð-
is-stúdentar. Tala guðfrœðinga í Prússlandi hefir stórum aukizt síðan ófriðrinn mikli
stóð milli |>jóðverja og Frakka.
Á árinu 1884 voru í Bandaríkjum og Canada reistar 255 kirkjur fyrir lúterska
söfnuði, um 300 á árinu 1885 að því er gizkað er á, og nú í ár þykja líkindi til að
þær verði eins margar eins og dagarnir eru í árinu.
Á J>ýzkalandi eru 20 félög og stofnanir, sem undir búa unga menn til að gjörast
prestar í Vestrheimi, og hafa þegar 1278 menn af þessum völdum komið til Vestr-
heims og tekið að sér prestskap. Af þeim standa 807 i þjónustu lútersku kirkjunn-
ar, 24 í þjónustu hinnar reformeruðu, 270 i þjónustu Úníons-kirkjunnar (svo heitir
samsteypan þýzka af hinum tveim fyrst nefndu kirkjudeildum).
Lúterstrúarmenn x Ástraliu hafa skipað sér í 6 smá-sýnódur eða kirkjudeildir,
með samtals um 100 prestum, sem fiestallir eru fjóðverjar.
Lúterskir prestar prédika á 13 tungum í Vestrheimi: á þýsku, ensku, sœnsku,
norsku, dönsku, íslenzku, finnsku, bœheimsku (tsjekksku), pólsku, frakknesku,
serbsku, á tungu Slovaka og tungu Vinda.
I Kína eru 235 ameríkanskir kristniboðar með 707 innfœddum aðstoðarmönn-
um ; enn fremr 280 enskir kristniboðar með 647 innfœddum meðhjálpurum, og frá
öðrum löndum í Norðrálfu 29 með 96 innlendum starfsmönnum sér til hjálpar. Tala
fullorðinna reglulegra safnaðarlima í söfnuðum allra þessara kristniboða er þó að eins
sögð að vera niilli 26 og 27 þúsundir.
I bréfi úr Árnessýslu til ,,FjaIlk.“ (22/1) stendr, að bindindisfélög hafi stofnuð
veriö í haust og vetr í Stokkseyrarhverfi, á Eyrarbakka, í Gaulverjabœjar- og Sand-
víkr-hreppum, öll sörnu lögum háð og nefnd sameiginlega „Brœðrafélag Árnes-
sýslu“, og tala bindindismanná orðin tJ4 hundrað. Líka er þar talað um hóf-
semdarfélag, er stofnað hafi verið á Eyrarbakka, og sagt, að verkanir þessara fé-
laga með tilliti til reglusemi sé þegar sýnilegar.
“SAMEININGIN” kemr út mánaðarlega, 12 nr. á ári. Verð i Vestrheimj
$1.00 árg. ; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins : 190 Jemima Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada.—Útgáfunefnd : Baldvin L. Baldvinsson, Jón Bjarnason (ritstj.),
Friðjón Friðriksson og Páll S. Bardal (féhirðir).
Prentað hjáMcIntyre Bros,, Winnipeg, af Bergvin Jónssyni.