Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 7
sjá nni prestvígslu innan kirkjufélagsins, ef þörf gjörist, skera
úr vafamálum, er upp kunna að koma meðal safnaðanna, og
hafa yfmnnsjón á hendi með prestum og söfnuðum félags-
ins. Safnaðamálefni, er samkvæmt eðli sínu geta heyrt undir
ársfund kirkjufélagsins, skulu þó borin þar upp til endilegs
úrskurðar, ef hlutaðeigendr œskja, samkvæmt 11. grein.
Skrifari gegnir öllum ritstörfum félagsins og varðveitir
O o o o
skjöl þess og hœkr.
Féhirðir varðveitir sjóð félagsins og hefir innlcöllun og
útborgun á hendi samlcvæmt skriflegri ávísan frá formanni.
Hann skal gefa veð fyrir sjóði félagsins til tryggingar, ef
krafizt er.
Skyldur varaformanns, varaskrifara og varaféhirðis eru all-
ar hinar sömu í forföllum hinna.
Allir embættismenn félagsins bera fyrir ársfundi ábyrgð á
embættisfoerslu sinni.
§ 9. Til þess að ákvarðanir um mál þau, sem rœdd eru á
ársfundum, nái lagagildi, verða að minnsta kosti tveir þriðj-
ungar þeirra manna, sem sæti eiga á fundinum, að vera þar
staddir, og meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með. þeir,
sem sæti eiga á fundinum, en koma ekki, verða að gjöra fund-
inum grein fyrir fjarveru sinni; fundrinn sker iir, hvort ástœð-
urnar sé gildar eða eigi. Sé um grundvallarlagabreyting að
rœða, þá nær hún framgangi, ef hún er samþykkt af tveim
þriðju þeirra, er sæti eiga á ársf'undi, en þó því að eins, að
breytingin hafi verið borin upp á næsta ársfundi á undan.
þó verðr 3. grein grundvallarlaganna aldrei breytt.
§ 10. Söfnuðir þeir, sem í kirkjufélaginu standa, skulu að eins
hafa þá fyrir presta, sem vissa er fyrir að hafi nœgilega guð-
frœðisþekking, sé vígðir, sýni það í dagfari sínu, að þeir hafi
einlægan áhuga á efling og útbreiðslu kristilegrar lcirkju, hafi
sömu trúarskoðanir og kirkjufélagið og samþykki grundvall-
arlög þess með undirskrift sinni.
§ 11. Kirkjufélagið hefir á ársfundum sínum œðsta úrskurðar-
vald í öllum kirkjulegum ágreiningsmálum, sem upp kunna
að koma á millum safnaða þess eðr innan þeirra.
| 12. Ollum embættismönnum sínum getr. kirkjufélagið vikið lir
embætti á kristilegan hátt. Gild ástœða til þess er hneyksl-
anlegt líf eða vanrœkt embættisslcyldu af ásettu ráði.