Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 5
lands var koiniö, þráðu þeir hjartanlega aftr til kjötkatlanna í Egyptalandi og heimtuðu gullkálf gjörðan sér til átrúnaðar í líking við það, sem tíðkaðist á meðal þeirrar þjóðar, er þá hafði sárast leikið. Andlegt egypzkt súrdeig hafði sýrt hugsunarhátt Israelsmanna, og viðlíka súrdeig frá Dönum hefir sýrt hugsunar- hátt Islendinga, einnig þess hluta þeirra, sem mest þykir halda frelsi og framförum á lofti. Getr þá ekkert gott komið frá Dan- mörk ? Eiga ekki Danir marga ágæta menn í menntum og mörgu öðru ? Er ekki ýmislegt, er ekki jafnvel ’margt í þjóðlííi Dana hollt og eftirbreytuisvert fyrir hina íslenzku þjóð vora? Jú, vissulega. En hinn ríkjandi andi í menntunarlííi þeirra, sá sem mest áhrif hefir á ljóshera hinnar íslénzku þjóðar, er öfugr og illr, og á háskólanum danska ræðr vitanlega yfirhöfuð andi, sem kristindóminum er andstœðr, þrátt fyrir það að einstakir menn, sem við hann hafa verið tengdir, hafa komið fram sem ötulir og einlægir talsmenn kristinnar trúar. þetta er marg-viðrkennt meðal Dana sjálfra, og þó vér Islendingar ekki vissum það af öðru, þá er eitt, sem greinilega segir til: Háskólagengnu menn- irnir, sem í emhætti eru settir víðsvegar um ísland nú í seinni tíð, sinna yjfir höfuð hvorki kirkju né kristindómi; þeir virð- ast almennt hafa hnegzt að fullkominni vantrú fyrir þann menntaveg, sem þeir hafa gengið. það er auðvitað vonanda, að ýmsir þessara manna fœrist nær kristindóminum síðar eftir að aldrinn eykst og lífsreynslan verðr meiri. En hitt mun eins satt fyrir því, að fæstir, sem við þann menntunarbrunn hafa á síðari árum setið, hafa óskaddaðir þaðan komið í andlegu tilliti. Yér höfum með eigin eyrum heyrt suma þessara manna með harmi gjöra þessa játning. Enda segjum vér það, sem hér er sagt, ekki til þess að kasta steinum á neinn einstakan, heldr að eins til þess að minna þjóð vora á þetta óheppilega ástand. það er kunnugt, að íslenzkir stúdentar njóta vissra sérstakra hlynninda við háskólann í Kaupmannahofn, sem jafnvel dansk- ir stúdentar ekki hafa; og þetta hefir lengi verið talin mesta hamingja fyrir hina íslenzku þjóð. Nú þyrpast líka íslendingar til háskólans, síðan svo margir tóku að ganga skólaveginn á Is- landi, miklu meir en nokkru sinni áðr. Væri ekki þessi einstak- legu hlynnindi fyrir íslenzka stúdenta við hinn danska háskóla, þá myndi miklu færri fara þangað. Og ef embættispróf við þenn- an sama háskóla elcki, eins og er, veitti mönnum rétt til em- hætta á Tslandi, þá myndi íslenzkir stúdentar eigi fremr leita til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.