Sameiningin - 01.06.1886, Blaðsíða 13
61—
við: „En þessi múgr, sem ekki þekkir lögmölið, er bölvaðr“.
Sannanirnar í'yrir sannleika hins kristilega evangelíums liggja
í allt annarri átt en margir með virkilegri eða ímyndaðri upp-
lýsing leita. þeir hirða eigi um að líta inn í hjarta sitt, finna
ekki til sjúkleika þess og þýðast því ekki þann Jæknisdóm, sem
drottinn býðr. Drottinn lítr á hjartað. Líttu á hjarta þitt líka,
og hættu ekki við þá skoðan fyr en þú hefir fundið, hve veikt og
brothætt það er. Hlustaðu svo á Jesúm, þá er hann býðr hinum
mœddu og þyrstu sálum til sín. þá muntu geta vitnað: Jesús er
Kristr; hans boðskapr er sannleikrinn eini, mikli og guðdómlegi,
sem dugar fyrir líf og dauða.
Síðari helmingrinn af 8. kap. i Jóh. guðspj. er 12. lexían.
Jesús er enn að tala við Gyðinga í Jerúsalem. Fjandskaprinn
gegn honum er óðum að magnast, er nú bráðum kominn á sitt
hæsta stig, og rœða Jesú er nú líka harðari en nokkru sinni
áðr. Hann er hér að tala til manna sem þegar eru í þann veg-
inn að verða algjörlega forhertir. Hann skiftir ávallt um rödd
eftir því, hvílík hjörtu þeirra eiu, sem hann er að ávarpa. Hið
milda evangelíum flytr hann öllum voluðum. Hann segir við
þá: „Komið til mín allir þér, sem erviðið og þunga eruð hlaðnir;
eg vil gefa yðr hvíld“ (Matt. 11, 28). En við hina forhertu, guð-
lausu, hrokafullu sjálfbyrginga segir hann: „þér eruð af föðurn-
um fjandanum og girndum föður yðar viljið þér hlýðnast“ o. s. frv.
Sjáið, hvílíkan myndugleika Jesús hefir, hvort sem hann flytr orð
náðarinnar eða orð dómsins! Enginn, sem að eins hefði verið
góðr inaðr, hefði getað sagt neitt þvílíkt. Enginn nema sá, sem
er heilagr guð, sem allt vald liefir bæði á himni og jörðu, getr
talað slíkum orðum.—Gyðingar þeir, sem Jesús átti tal við í þetta
sinn, styggðust stórum við hann út af því að liann sagði, að ef
þeir héldi við sitt orð, þá myndi þeir þelckja sannleikann og
sannleikrinn myndi gjöra þá frjálsa. Hann gaf þeim Ijóslega í
skyn, að þeir væri ekki frjálsir, að þeir væri þrælar. þeir voru
hreyknir af því að svo mikill maðr eins og Abraham var forfaðir
þeirra, og þjóðernis-gorgeirinn lét þeim finnast þeir vera öllum
öðrum þjóðum óháðir, enda þótt þeir einmitt á þessum tíma væri
fullkomlega undir Rómverja gefnir. En Jesús var ekki að tala
um pólitiskt frelsi, heldr um siðferðislegt, andlegt frelsi. Margir
telja sér það til gildis, að þeir eigi svo og svo mikla og göfuga
menn í ætt sinni. Slíkt er heimska fyrirþá, sem orðnir eru ætt-