Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 1
♦ Múnaðarrit til stuffnings leirkju og kristindómi .íslendingu, gefiff út af hinu ev. lút. kirhjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI /ÓN B/ARNASON. 1. árg. WINNIPEG, OKTÓBER 1886. Nr. 8. Takið á yðr mitt ok“, segir Jesús Kristr. Svo frelsari heimsins kemr þá með ok. Kristindómrinn leggr mönn- um byrði á herðar, sem maörinn kristinddmslaus er iaus vik. |)að er eigi unnt aö verða kristinn og fá ekki á síg nýtt ok um leið, óhugsanlegt að halda uppi málefni kristindómsins í mannlegu félagi og sleppa þó við byrðar eða álögur, er þar með fylgja. Menn fælast okið, hræðast álögurnar, og þess vegna er allt af svo sterk mótspyrna á móti kristindóminum í lieiminum. Allar skyldurnar, sem kristindómrinn leggr manni á herðar, eru í augum þess manns, sem elskar það, er þeim er gagnstœtt, ok, þungt, þreytanda, særanda ok. Spyrjum mann, sem hefir hjart- að fullt af hatri og heift til náunga síns, hvort honum finnist eklci þetta boðorð óþolanda ok: „Elskið óvini yðar, blessið þá, sem yðr bnlva, gjörið þeim gott, sem hata yðr, og biðjið fyrir þeim, sem rógbera yðr og ofsœkja“. Spyrjum mammonsþjóninn, hvort honum þykji það ekki fráfælanda ok, þcgar Je.sús segir við hann: „Far og sel eigur þínar og gef þær fátœkum,...... kom svo og fylg mér“. það var einu sinni á holdsvistardögum Jesú, að hann sagði einmitt þetta við ungan ríkismann, sem til hans kom og sem út leit fyrir að feginn vildi vera í hans flokki. En er maðrinn hafði heyrt hvað Jesús heimtaði af honurn, varð hann hryggr og fór í burt. Hann fældist okið, sem því fylgir að vera kristinn maðr. þessi garnla saga er og verðr allt af ný hvar sem verið er að halda kristindóminum fram í heiminum- Svo lengi sem menn sjá ekki annað í kristindóminum en okið,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.