Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 4
—116— illa, er líka ókostr, og hann er þessi: Hafi sálmar þeir, sem nii koina í alveg nýrri inynd, verið kornnir inn í meSvitund krist- ins fullorðins almennings þjóðar vorrar, þá missir þetta fólk þá mí yfir höfuð algjörlega. I hinni nýju mynd, þótt í sjálfu sér sé betri, er lítt hugsanlegt að þeir snerti strengi hjartnanna eins og þeir gjörðu áör í þeirri mynd, sem menn lærðu þá sem börn. Hin upp vaxandi kynslóð líðr engan baga eða óþægindi við þessa breyting á góðuin og alþekktum sálmum. Hún grœðir í sann- leika á breytingunni. En það er vafasamt, hvort gömlu fólki og guðrœknu er ekki óréttr gjörr. Eigi viljum vér iasta sálma- bókarnefndina fyrir þennan þátt í verki hennar, því hér var réttr vegr vandrataðr. En segja viljum vér, hvað oss hefði þótt réttast í þessu efni: þegar um algenga og í kristilegu tilliti á- gæta sálma var að rœða, eins og t. a. m. „O, minn Jesú, öll þín pína“, „Mildi Jesú, eg minnist nú“, „Af djúpri hryggð ákalia’ eg þig“, „Guðs vors nú gœzku prísum“,—sálma, sem hljóta að vera komnir inn í hjörtu kristins almennings þjóðarinnar, svo framarlega sem nokkur kristindómr á þar heiina,—þá var auð- vitað ekkert á móti því, að þeir væri gefnir í nýrri og full- komnari þýðing, en samhliða hinni nýju þýðing átti að setja í sálmabókina þá mynd þeirra, sem menn hafa þekkt og lært og sungið þá í að undan förnu. Hvortveggja sálmsmyndin hefði átt að vera undir sama númeri í bókinni, að eins hefði átt að geta þess, að þetta væri sami sálinrinn í gamalli og nýrri mynd. Sumir kunna að hrista höfuðið ytír þessari tillögu vorri, og kalla slíkt óvísindalega ómynd; en þar til er því að svara, að í sálma- bók á fyrst að vera spurt að því, hvað í kristilegu tilliti er lík- legast til að söfnuðum og einstökum sálum, ungum og gömlum, geti orðið til mestrar uppbyggingar, en miklu síðr, og í raun og veru alls ekki að því, hvað einstökum mönnum fullnœgi í vís- indalegu tilliti. Sálmabókin hefði við þetta stœkkað talsvert, en það gat aftr jafnazt með því að taka færri sálma inn í hana, enda er enginn vafi á því, að þó að bókin að efni til sé yfir höf- uð vönduð, þá eru ekki svo mjög fáir sálmar í henni, sem lítt munu verða notaðir og sem því hefði rnátt missa sig. Yér ætl- umst oo- ekki til, að svona hefði farið verið með a 11 a sálma, sem nú koma í nýjum þýðingum, heldr að eins við þá, sem vitan- lest var um að mest hafa verið um hönd hafðir, flestum eru hjartkærir, mestan kristindóm liafa að geyma og sem í tilbót eru í viðunanlegum búningi, eins viðunanlegum eins og sumir, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.