Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1886, Síða 2

Sameiningin - 01.10.1886, Síða 2
114— sem hann hefir meðferSis, álögurnar, sern honum í'ylgja, svo, lengi munu Jreir gjöra eins og hinn ungi maðr til forna: þeir verða hryggir og fara burt. En kristindómrinn er ekki eintómt ok, og ekki fyrst og fremst ok. Hann er annað og meira en lögmál. Hann boðar þér ekki að eins, hvað sé skylda þín. Hann er öllu fremr evangelíum, fagnaðarhoðskapr, himneskr og óumrœöilegr, sem veitir þér hin dýrmætustu réttindi. þér er með kristindóminum veitt margfalt meira en af þér er heimtað. Til þess að minna á, hvað manninum er veitt með kristindóm- inum, þarf ekki nema benda á þessi orð frelsarans : „Komið til mín, allir þér, sem erviðið og þunga eruð hlaðnir; eg vil veita yðr hvíld.“ Kétt á eftir tekr reyndar frelsarinn fram, að menn skuli taka á sig sitt ok, en hann bœtir þar við þessu : „Mitt ok er inndælt og mín byrði létt“. þegar evangelíum frelsarans er komið inn í mannshjartað, þá verðr ok drottins því inndælt og hans byrði því létt. Af því að evangelíum drottins fyllti hjarta Jóhannesar postula, þá gat hann sagt: „Hans boðorð eru ekki þung“. Allar byrðar, sein kristindóminum fylgja, yrði svo léttar, að þær yrði auðbærar, ef menn elcki missti sjónar á þeim rétti, þeirri blessan, þeirri náð, sem kristindómrinn veitir. En þær verða þungbærar, verða að fráfælanda oki, þegar þess er ekki gætt, að kristindómrinn veitir manninnum svo óendanlega mikla hlessan- 1 hverju liggja hinir mestu örðugleikar við að halda uppi kristnum söfnuðum fyrir þjóð vora í þessu írjálsa landi ? Örð- ugleikarnir eru margir, t. a. m. fámenni vort og fátœkt almenn- ings, það að menn eru á svo mikilli dreifing og það að fjöldi fólks er á ferð og fiugi og hefir ekkert eiginlegt heimili eða fastan samastað. En mestu örðugleikarnir liggja ekki í þessu, heldr í öðru, sem líklega er verra við að eiga. þeir liggja í því, að almenningi hættir svo við að líta skakkt á kristindóm- inn, einblína á liann sem lögrnál, sem skyldu, sem óendanlegt samsafn af boðorðum, og- svo hverfr allt hitt, sem kristindómr- inn hefir meðferðis. Ekki svo að skilja, að því sé yfir höfuð að tala neitað, að öllum mönnum sé frelsari fœddr, og að boð- skaprinn um liann sé heimsins miklu gleðitíðindi. En þessum boðskap er iðulega svo tekið, eins og það sé skyldutilfinningin fremr iillu öðru, sem eigi að gjöra menn að kristnum mönnum. Menn slcoða það langt um of lítiö sem heilög réttindi sín að vera kristnir, og svo trúa menn af skyldu mestmegnis eða ein-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.