Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 12
—124
sjónarmiði, allt ,Tosú til háðungar frá sjónarmiði hermannanna.
Pílatus vildi sýna Gýðingum Jesú svona út leikinn til'þess að
þeir neyddust til að játa, hve heimskuleg ákæra þeirra væri gegn
honum, að þessi aumi maðr væri að sœkjast eftir konungdónd
yfir Gyðingalandi. En hatrið óx, og minnkaði ekki við þetta
hjá þeim. ])eir heimta hann krossfestan. Pílatus vitnar enn
að hann sé saklaus. þá hugsast Gyðingum ný ákæra, ])að að
liann hati gjört sig að guðs syni. þetta orð hræddist hinn heiðni
landstjóri. Hann kallar Jesii að nýju fyrir sig og spyr um upp-
runa hans. En nú svarar Jesús engu. „Tími er til að tala, og
tími til að þegja“. I þetta skifti var þýðingarlaust fyrir Jesúm
að tala. Samband hans við guðdóminn hlaut Pílatusi að vera ó-
skiljanlegt. Pílatus þykkist við þögn Jesú og spyr, hvort hann
viti ekki, að hann hafi vald til að krossfesta hann, en líka
vald til að láta hann lausan. Hann sagði það satt, að hann hafði
þetta ógrlega vald. Og svo beitti hann því valdi svo, að hann
lét krossfesta Jesú. En þú, maðr, hefir þetta sama vald. Jesús
er frarn leiddr fyrir þig aftr og aftr í guðs orði, í prédikun krist-
indómsins. þú hefir atkvæðisrétt Gyðinga og dómsvald Pílatus-
ar. „Sjáið manninn“. Yiljið þér hafa hann fyrir konung, kon-
ung í hjörtum yðar, konung á heimilum yðar, konung í félags-
lífi yðar ? Eða á Barrabas að lifa, ganga laus og halda ríki hjá
yðr ? Annaðhvort, ellegar. Ef Kristr er dœmdr til lífs, þá verðr
hann að ráða og ríkja. Víða meðal kristins fólks, fólks með
kristinni trúarjátning, vantar anda Krists, kristilegt líf. Hvað
er þá sýnilegt af konungdómi Krists ? Ekkert nema þyrni-
kórónan, purpurakápan og reyrsprotinn. Burt með slíkan kon-
ungsskrúða úr kristnum söfnuði, því hann þýðir sama sem kalk-
aðar grafir, að innan fullar með dauðra manna bein.og rotnán.
Hann þýðir sama sem heiðindómr, sem hið háleita nafn kristin-
dómsins hefir verið sett upp á
Helgist þittnafn, drottinn, hjá öllum, sem það bera.
I næstu lexíu, hinni 4. mœtum vér Jesú með krossinn á
bakinu á leiðinni til aftökustaðarins á Golnata. „Hann bar
sinn kross", segir guðspjallamaðrinn. Annarsstaðaf f’rá.vitum vér,
að hann hné undir krossinum og Símon frá Sýrene var neyddr
til að bera kross hans það sem eftir var leiðariimar.. Hver vill
nú bera krossinn Krists ? ekki eins og Sírnon þessi, nauðugr,
heldr fús, glaðr ?—En Jesús bar og vorn kross, og nann býðr