Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.10.1886, Blaðsíða 7
>rþín rninning, Jesú, mjög sæt er“ (J e s ú m i n n i n g), er nú gefinn kirkju vorri í' miklu fullkomnari mynd (eftir séra Stefán Thdrarensen) heldr en í sálmabókinni næst á undan. þú er frumsálmrinn latínski enn lengri og eins þýSingin af honum, sem Grallarinn hefir. Samkvæmt upplýsingum þeim, sem þegar eru hér gefnar, eru þá 250 sálrnar hinnar nýju bókar í einhverri mynd aS finna í sálmabókinni frá 1861, og þá eru 400 effir, sem skoðast mega nú alveg nýir fyrir hina íslenzku kirkju vora, þó aS allmarg- ir þeirra væri áSr til í hinu ágæta safni af þýddum sálmum eftir séra Helga Hálfdanarson, sem út kom í Reykjavík 187*3, og einstöku standi í annarri mynd í Grallaranum („Nú biSjum vér heilagan anda“, eSa eins og sálmrinn byrjar nú: „GuS helgr andi, heyr oss nú“) og aldamótabókinni („Skyldi’ eg míns guSs ei göfga nafn“, nú: „Ætti ég aS láta linna“). Af sálmum þeim, sem eftir registrinu aftan viS bókina líta út fyrir aS vera frumsamdir á íslenzku, eru sumir, líklega þó eklci inargir, þýdd- ir vir útlendum tungum ; þannig t. a. m. sálmrinn: „Ó, þá náS að eiga Jesúm“, „ViS freistingum gæt þín“, og „Vor mikli læknir hann er hér“. þeir eru allir enskir (ameríkanskir) aS uppruna, og standa í Gospel Hymns and Sacred Songs by P. P. Bliss and Ira D. Sankey, og upphafshending hvers um sig er svona : >, What a friend ive have inJesus", „Yield not to temptation", „The great 'physician now is near“. Séra Mattías Jokkumsson þýddi hina tvo fyrst nefndu þessara sálrna og séra Helgi Hált'- danarson hinn siSast nefnda um sumariS 1880 meSfram fyrir bending og beiSni þess manns, sem nú er ritstjóri „Sameining- arinnar". Af því aS í registrinu aftan viS sálmabókina sýnist hafa veriS gjört sér aS reglu aS geta þess, éf einhver sálmr hefir veriS orktr rit af einhverri ákveSinni ritningargrein, þá hcfSi fariS vel á því aS til greina ritningargreinar þær, sem hver fyrir sig af þessum sálinum er kveSinn út af, nfi.: OrSskv. b. 18, 24> 1. Kor. 10, 13, Jer. 8, 22. Sálmrinn : „Eg gleSst af ]>ví eg guSs son á“ er kallaSr frumsaminn, en oss getr ekki betr sýnzt en þaS sé aS efni til sami sálmr og hinn alkunni sálmr tveggja næstu sálmabóka á undan: „Eg gleSst af því eg Jesúm á“. Sálmrinn: „Hver sá, er góSan guS lét ráSa“ er líka auðvitaS sami sálmr og sá,, er í hinum eldri sálmabókum byrjar svo: „Hver sem Ijúfan guS lætr ráSa“, upphaíiega þýzkr : „ Wer nur den lieben Gott lásst iualten“, en eftir registrinu ætti hann aS

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.