Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1886, Síða 14

Sameiningin - 01.10.1886, Síða 14
.innsigli ,sett í'yrir, og hermönnuna 1‘aliö á hendr að gæta graf- arinnar. En nú eru þessir varðmenn horfnir, innsiglið er brot- ið frá og steininum velt í burt. Gröfin er opin. Jesús er upp risinn. Konurnar, hinir tryggu ástvinir Jesú, sem allt af höfðu staðið við kross hans, höfðu til búið smyrsl til að smyrja með líkið, og (iðar en sabbatsdagrinn er liðinn flýta ]?ær sér með þau til grafarinnar til þess að votta hinum guðdómlega ástvini hið síðasta merki elsku sinnar. Menn athugi: það eru konurnar, sem mesta hafa þolinmœðina til að standa undir krossinum, og það eru þær og, sem fyrstar verða til grafarinnar þennan mikla sunnudagsmorgun. þessi heiðr kvennanna verðr aldrei frá þeim tekinn. Látum Evu hafa verið á undan Adam til að neyta af hinum forboðna ávexti. I hópi ástvina drottins hjá krossi hans eru þó langtum fleiri konur en karlar. Og á hinum fyrsta kristilega páskadagsmorgni er María frá Magdala komin til hinnar opnuðu grafar Jesú jafnvel á undan þeim Pétri og Jó- hannesi. þeir koma eklci til grafarinnar fyr en María hefir hlaupið til þeirra og sagt þeim það, sem hún hafði séð, að gröf- in var opin og tóm. þetta er sannarlega lexía fyrir lífið í vor- urn söfnuðum. það var enginn ágreiningr um kvennréttarspurs- málið á þeim tíma í söfnuði drottins. En konurnar skoðuðu það hinn dýrmætasta rétt sinn að standa undir krossi hins himn- eska ástvinar til enda og verða fyrstar til grafar hans með sín elskumerki. Og þennan rétt notuðu þær.—„María stóð hjá gröfinni og grét“. Hiin grét af því búið var að taka drottin hennar burt og hún vissi ekki, hvar hann hafði verið lagðr. Svo leit hún aftr íyrir sig. þar stóð þá Jesús, en hrin vissi fyrst ekki, að það var hann. Jesús er á bak við hvern þann mann, sem stendr grátandi við gröfina; en enginn nema sá, sem persónulega talar þá við hann, veit að Jesús er þar. Og svo grætr hann svo sárt. þú, sem trúir á Jesúm upp risinn, getr talað við hann bæði þá og í öðrum raunasporum lífsins. það er réttr kristins manns að mega gráta tárum trúarinnar og von- arinnar við gröfina. 6. lexían flytr oss frá gröfinni inn í sal einn í Jerúsalem, þar sem lærisveinarnir voru saman komnir tvö fyrstu sunnudags- kvöldin eftir að Jesús var upp risinn. Hið fyrra kvöldið var Tómas ekki við staddr. Jesús ltemr um luktar dyr. Hann heils- ar upp á þá með hinni alinennu kveðju, sem tíðkaðist meðal

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.