Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 4
4 6. desember 2010 MÁNUDAGUR Fréttaskýring: Hvað segja Wikilieaks-skjölin um Ísland? Bandaríska sendiráðið í Reykja- vík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samn- ingum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneyt- isins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hol- lendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athuga- semdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að und- irrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunaut- ur, sem þá var staðgengill sendi- herra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenn- ingur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendi- ráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslend- ingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu Bandaríska sendiráðið hefur frá upphafi fylgst grannt með Icesave-viðræðun- um. Meðal annars er haft eftir bæði Bretum og Íslendingum að leitað hafi ver- ið leiða til að leysa deiluna áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti að koma. SAMNINGUR BORINN UNDIR ÞJÓÐARATKVÆÐI Sendiherra Bretlands taldi vænlegt að Norðmenn myndu lána Íslendingum fyrir Icesave-reikningum Landsbankans. Í skýrslum bandaríska sendi- ráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flug- vellinum og síðan send heim dag- inn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjöl- miðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik − án tillits til þess hvað gerðist − sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi,“ skrifar van Voorst. „Það er mikil- vægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er.“ Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðar- ráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnu- brögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb Bandaríska sendiráðið í uppnámi vegna handtöku: Ímynd Bandaríkj- anna talin í hættu ÖRYGGISGÆSLA Á JFK-FLUGVELLI Í NEW YORK Íslensk kona varð þar fyrir óskemmti- legri reynslu í desember 2007. NORDICPHOTOS/AFP Frásögnum íslenska utanríkis- ráðuneytisins og bandaríska sendi- ráðsins ber ekki saman um flug rússneskra sprengjuflugvéla inn á íslenska flugumsjónarsvæðið aðfaranótt 17. ágúst árið 2007. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, segir í skýrslu sinni, dagsettri 27. ágúst, að í einni af þremur ferðum rúss- neskra sprengjuflugvéla inn á svæðið þessa nótt hafi vélarnar verið komnar í aðeins níu sjómílna fjarlægð frá Keflavík. Í fréttatilkynningu íslenska utanríkisráðuneytisins, dagsettri 18. ágúst, segir að vélarnar hafi komið „inn í íslenska flugumfjón- arsvæðið en ekki inn í lofthelgi Íslands.“ Lofthelgi Íslands er 12 sjómílur. - gb Flug Rússa inn á flugumsjónarsvæði Íslands 2007: Níu mílna fjarlægð AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við 697 kr/kg VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 5° 0° 2° 1° 2° 3° 3° 23° 1° 19° 4° 14° -9° 0° 15° 1°Á MORGUN Norðlægar áttir, 3-8 m/s MIÐVIKUDAGUR Hæg breytileg átt. -4 -3 -7 -8 -10 -2 -8 -2 -7 1 -14 2 5 6 5 4 7 5 13 6 9 4 -3 -7 -3 -4 -2 0 -4 -8 -10 -3 KULDATÍÐ Það eru heldur litlar breyt- ingar í veðurfar- inu þessa dagana. Hæðasvæði yfi r landinu situr sem fastast og því verð- ur áfram kalt í veðri og hægur vindur. Áttin er norðlæg eða breytileg enda er heldur þungbún- ara norðan til en syðra. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.