Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 20
 6. DESEMBER 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Senn fer í hönd sá tími þegar notkun rafmagnstækja og kerta nær hámarki og því mikilvægt að huga vel að brunavörnum. Slys af völdum bruna eru algeng- ust í kringum jól og áramót. Björn Karlsson brunamálastjóri segir mikilvægt að á hverju heimili séu því lágmarksbrunavarnir til að koma í veg fyrir að slys. „Allir ættu að eiga brunavarna- tæki á sínu heimili, slökkvitæki, eldvarnarteppi í námunda við elda- vél og reykskynjara helst í hverju herbergi. Reykeitrun er algengasta orsök dauðsfalla af völdum elds- voða, enda nær reykurinn langt og því eru reykskynjarar ódýr en áhrifarík lausn,“ bendir Björn á og minnir á að ganga þurfi úr skugga um að rafhlöðurnar í reykskynjur- unum virki. Hann bætir við að líka sé brýnt að hafa eftirfarandi forvarnir í huga. „Áríðandi er að slökkva allt- af á kertum, setja kertaskreyting- ar aldrei ofan á túbusjónvarp, passa upp á rafmagnsmálin með því að skoða vel fjöltengi og vera viss um að lekastraumsrofinn á rafmagns- töflunni virki , það er einfaldlega gert með því að ýta á hann. Loks má ekki skilja eldavél eftir í gangi en því miður er of algengt að fólk flaski á þessu atriði.“ Björn segir þessi og fleiri ráð að finna í handbók um eldvarnir heim- ilisins sem Eldvarnabandalagið gaf nýverið út og Félag fasteigna- sala hefur tekið að sér að dreifa til allt að 4.000 húsnæðiskaupenda á næsta ári. Að bandalaginu standa ýmsir aðilar sem láta sig bruna- varnir varða auk Brunamálastofn- unar, og er handbókin liður í eld- varnaátaki sem þeir réðust í fyrr á árinu. „Samhliða því hafa slökkviliðs- menn heimsótt níu ára börn í alla grunnskóla landsins í nóvember og uppfrætt þau um brunavarnir,“ segir Björn og getur þess að mik- ill árangur hafi náðst af þessari ár- vissu fræðslu, sem var fyrst farið af stað með fyrir tuttugu árum að undirlagi Guðmundar Vignis Ósk- arssonar, fyrrverandi formanns og framkvæmdastjóra Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna, LSS. „Þessi fræðsla ásamt auðvitað fleiri atriðum á sinn þátt í því að helmingi færri dauðs- föll og helmingi minna fjárhags- legt tjón verður af völdum eldsvoða hér heldur en í nágrannalöndunum. Þess vegna er mikilvægt að standa sig áfram vel.“ Hægt er að nálgast allar helstu grunnupplýsingar um eldvarnar- tæki og eldvarnir heimilanna á heimasíðum þeirra sem eiga aðild að Eldvarnabandalaginu, þeir eru auk Brunamálastofnunar: Eign- arhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og tryggingafélögin fjögur. - rve Bættar brunavarnir á heimilum landsmanna Björn segir mikilvægt að afla sér upplýsinga um eldvarnir á heimilum, enda fari senn í hönd sá tími þegar slys af völdum bruna eru algengust. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● HVERJIR GETA SÓTT UM STYRK ÚR HÚSAFRIÐUNAR- SJÓÐI? Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og mannvirkjum, en heimilt er að veita styrki til annarra húsa sem teljast hafa menningarsögulegt gildi og/eða byggingar- sögulegt eða listrænt gildi. Mikilvægt er að hafa í huga að styrkveiting er háð því að farið sé eftir uppdráttum og áætlunum sem Húsa- friðunarnefnd ríkisins sam- þykkir, að verklag samræm- ist kröfum nefndarinnar og að iðnmeistarar sem verk- ið vinna séu viðurkenndir af nefndinni. Heimild: hrfn.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ● PARKETIÐ ÞARF TÍMA Varast ber að líma parket niður strax og það kemur í hús, það þarf að fá að standa í rýminu og ná umhverfishita. Gegnheilt parket er yfirleitt úr þétt- um og hörðum viðartegundum og það er góð regla að láta það standa í líminu í tvær til þrjár vikur áður en það er slípað. Með þessu verklagi má einnig telja víst að viðurinn hafi náð að aðlaga sig umhverfi sínu og hætta á hreyfingu sé hverfandi. At- hugið að það er til lítils að láta efnið standa í þéttum pakningum í rým- inu þar sem það skal lagt, jafnvel í þéttum plastumbúðum því að þá nær það ekki aðlögun að rakastigi umhverfisins. Betra er að byrja að líma það á gólfið þegar það hefur náð umhverfishita og gefa því síðan aðlögun á gólfinu ofangreindan tíma. Heimild: egillarnason.is Dómnefnd skipuð þremur íslensk- um arkitektum valdi fimm verk sem fulltrúa Íslands í keppni sem kennd er við arkitektinn Mies van der Rohe. Verðlaun Evrópusam- bandsins og stofnunar í Barcelona eru án vafa eftirsóttust allra viður- kenninga í byggingarlist í Evrópu. Í dómnefndinni voru arkitektarn- ir Jóhann Einarsson, Dagný Helga- dóttir og Egill Guðmundsson en verkin voru: - Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóð- garði en höfundar hennar eru Arkís arkitektar, Birgir Teitsson, Arnar Þór Jónsson, Lárus Guðmundsson. - Sundlaug á Hofsósi en höfundar hennar eru Basalt arkitektar/VA arkitektar, Sigríður Sigþórsdótt- ir, Marcos Zotes Lopes, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Jóhann Harðarson, Stefanía Sigfúsdóttir. - Viktarhús í Þorlákshöfn, höfundar eru Yrki arkitektar og Mannvit hf. - Krikaskóli í Mosfellsbæ eftir Enrum arkitekta og Suðaustanátta. - Einbýlishús í Garðabæ eftir arki- tekta Kurtogpí. Tilnefnd til verðlauna Sundlaugin á Hofsósi. Borgardekk ● RAKABLETTIR Í BAÐHERBERGI Baðherbergið er oft minnsta herbergi hússins en getur þó verið það dýrast í viðhaldi. Þar er oft mik- ill raki og lagnirsem geta orðið til vandræða. Mikilvægt er að setja ekki klæðningu eða dúk yfir svæði þar sem sýnileg rakaskemmd er þó blett- urinn sé þá kannski ekki sýnilegur lengur leynist hann undir og líklegt að hann valdi enn frekari usla. Sjá- anlegar rakaskemmdir, svartir blett- ir, er þó stundum einfaldlega hægt að þrífa í burtu og þarf ekki að þýða að um undirliggjandi skemmd sé að ræða. Sé slíkt ekki hægt þarf að finna út hvaðan rakinn kemur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.