Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 46
30 6. desember 2010 MÁNUDAGUR SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég horfi aldrei á sjónvarp, það drepur.“ Axel „Flex“ Árnason upptökustjóri. „Bráðskemmtilegur aldarspegill …“ AGN E S BR AG A D Ó T T IR / MORGU N BL A ÐIÐ „Hádramatísk ævisaga, skemmtileg aflestrar.“ KOL BRÚ N BERGÞ ÓR SD Ó T T IR / K IL JA N Árni Bergmann skráir eftirminn lega sögu Gunna Eyjólfssonar. Skíðajakki úr EXODUS útivistarefni sem er vindhelt, m vatnsheldni og góða öndunareiginleika. Litir: Hvítur, svartur. Dömustærðir. Þú færð ótrúlega mikið af flottum jólagjöfum í Intersport. Gefðu góða gjöf sem gleður og veitir hlýju og yl í vetur. Sjáumst í Intersport! Skíðahjálmur. Dömustæ Skíðagleraugu. Hægt a nota yfir venjuleg glera Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, lék nýverið í tónlistarmyndbandi við nýtt jólalag hinn- ar vinsælu hljómsveitar Hurts. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi með hljóm- sveitinni en í bæði skiptin leikur hún stúlkuna sem söngvari hljómsveitarinnar, Theo Hutchcraft, er hugfanginn af. Myndbandið var tekið upp í gömlum kirkjugarði í norðurhluta London og fóru tökur allar fram á einum degi. „Við byrjuðum eldsnemma um morg- uninn og unnum langt fram á kvöld. Það var mikil pressa á að ná öllum skotunum áður en það fór að dimma. Það var samt mikil stemning og ég held að allir hafi komist í jólaskap,“ segir Anna Þóra. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur stúlk- una sem söngvarinn er ástfanginn af en hún segir svo ekki vera í raunveruleikanum. „Ég hef heyrt einhverjar sögusagnir um það að við séum par, en nei, við erum ekki saman. Það er samt svolítið fynd- ið að heyra svoleiðis sögur úti í bæ,“ segir hún. Innt eftir því hvort hún muni leika í fleiri mynd- böndum hljómsveitarinnar segir hún ekkert ákveð- ið um það að svo stöddu. „Það var mjög kalt þegar við tókum upp bæði þetta og fyrra myndbandið og strákarnir voru eitthvað að grínast með að næst myndu þeir passa upp á að tökur færu fram á hlýj- um stað þannig það er aldrei að vita. Ég myndi í það minnsta taka því fagnandi,“ segir hún hlæjandi. Hægt er að horfa á myndbandið á heimasíðu hljómsveitarinnar www.informationhurts.com. - sm Ástin er bara í myndböndunum JÓLASTÚLKA Anna Þóra Alfreðsdóttir fyrirsæta lék í tónlistar- myndbandi við nýtt jólalag hljómsveitarinnar Hurts. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Jú, ég hef heyrt það á mínu fólki að Facebook og þessi netsamskipti hafi valdið því að slitnað hafi upp úr samböndum,“ segir Brynjar Níels- son, formaður Lögmannafélags Íslands. Samkvæmt könnun meðal bandarískra skilnaðarlögfræðinga er hægt að rekja fimmtung allra skilnaða beint til Facebook- og Twitter-notkunar. Þetta eru sam- bærilegar niðurstöður og fengust í breskri könnun nýverið. Þeir skilnaðarlögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu vissulega heyrt af Facebook-vand- ræðum í hjónaböndum og sam- böndum en voru ekki reiðubúnir til að kvitta upp á neina tölfræði í þeim efnum. Einn reyndur skiln- aðarlögfræðingur sem vildi ekki koma fram undir nafni sagðist hafa komið að skilnaði þar sem Facebook var beinilínis nefnd sem meginorsök. Umræddur lög- fræðingur sagði að sér virtist sem fólk átti sig ekki nægilega á Fésbókinni, að efnið sé þar fyrir allra augum. Jafnframt sagði hann að þess séu dæmi að Fésbókin sé notuð þegar fólk standi í skiln- aði. Þá komi annar aðilinn til að mynda með útprent af síðunni þar sem sýnt er fram á að hinn aðilinn hafi ekki verið allur þar sem hann er séður. Hafliði Kristinsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi, hefur hins vegar oft heyrt minnst á sam- skiptavefinn Facebook í samtölum sínum við skjólstæðinga. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja Facebook ábyrga fyrir skilnaði og sambandsslitum en hún er vissu- lega áhrifavaldur,“ segir Hafliði og nefnir þar sérstaklega sambönd sem ekki eru komin langt á veg. „Yfirleitt eru það gamlar kærust- ur eða gamlir kærastar sem valda óöryggi hjá hinum aðilanum og fólk veit ekki alveg hver tengslin eru við fortíðina,“ segir Hafliði og bætir því jafnframt við að rót- gróin sambönd séu ekkert síður í hættu. Hafliði bendir á að Facebook sé tiltölulega nýtt samskiptaform og að hún hafi eiginlega opnað sam- bandið upp á gátt. Allt sé opið fyrir allra augum og vinabeiðni eða athugasemd geti valdið misskiln- ingi. „Fólk á kannski að fara yfir vinahópinn og semja umferðar- reglurnar saman,“ segir Hafliði. Vigfús Árnason, prestur í Grafar- vogskirkju, segir að netið í heild, hafi haft mikil áhrif og hann viti um skilnaði sem megi rekja beint til netnotkunar. „Makinn hefur kannski opnað tölvuna, rekist þar á mjög náin samtöl hins aðilans við einhvern utanaðkomandi og þá hefur allt sprungið,“ segir Vigfús en áréttar að netið sé yfirleitt bara kornið sem fylli mælinn. freyrgigja@frettabladid.is HAFLIÐI KRISTINSSON: EIN ATHUGASEMD GETUR VALDIÐ MISSKILNINGI Gamlar glæður valda vandræðum á Facebook VANDRÆÐI Í PARADÍS Samskiptasíðan Facebook getur valdið töluverðum vandræðum í samböndum og dæmi eru um að upp úr hjónaböndum hafi slitnað sökum hennar. Hafliði Krist- insson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi segir það kannski einna helst gamlar ástir sem séu eitur í beinum makans. Vigfús Árnason þekkir dæmi um skilnaði sem rekja megi beint til netnotkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Ég held að það hljóti að vera einsdæmi að svo margir sýni frumraun íslensks höfundar slík- an áhuga,“ segir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins. Fyrsta bók blaðamannsins Óskars Hrafns Þorvaldssonar, Martröð millanna, vakti mik- inn áhuga á bókamessunni í Frankfurt á dög- unum. Svo mikinn að Egill og hans fólk hafði vart undan að svara fyrirspurnum áhuga- samra bókaforlaga sem vilja gefa bókina út. „Alls eru þetta þrjátíu erlendir útgefendur sem eru með bókina undir smásjánni. Það stefnir í stórt og mikið uppboð á Martröðinni,“ segir Egill Örn. Egill segir að fyrst og fremst sé um útgef- endur í Evrópu að ræða. „Þjóðverjar hafa mik- inn áhuga enda verður Ísland í fókuspunkti á bókamessunni í Frankfurt á næsta ári. Það hjálpar allri réttindasölu,“ segir Egill. Af hverju eru erlend forlög svona spennt fyrir bók Óskars? „Erlendir útgefendur hafa áhuga á því sem gerðist á Íslandi og hafa verið að leita að krimma sem fjallar um þetta tímabil. Bók Óskars fjallar um lifnað útrásarvíkinga og fleira áhugavert og virðist vera það sem margir þeirra voru að leita að.“ „Það er frábært að heyra af þessum áhuga, sérstaklega miðað við að maður er alveg óþekktur höfundur,“ sagði Óskar Hrafn í sam- tali við Fréttablaðið. „Ég er nú ekkert að fara að opna kampavínið strax, enn sem komið er þá er þetta bara áhugi. En ofboðslega ánægju- legur áhugi.“ - hdm 30 erlend forlög bítast um bók Óskars NÝLIÐI SLÆR Í GEGN Erlendir bókaútgefendur bítast um fyrstu bók Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.