Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 8
8 6. desember 2010 MÁNUDAGUR SKÓLAMÁL Jafnréttisverkefnið Jafn- rétti kynjanna frá landnámi til vorra daga hefur verið kynnt fyrir kennurum í ýmsum grunnskólum í Reykjavík undanfarið, meðal ann- ars í Selásskóla og Langholtsskóla. Markmiðið er að kynna nýstárleg- ar aðferðir til að vinna á úreltum hugmyndum um hlutverk kynj- anna, sem fyrirfinnast enn meðal skólabarna. Nýverið birtust niðurstöður sam- norrænnar könnunar sem leiddi í ljós að víða er pottur brotinn þegar kemur að viðhorfum íslenskra unglinga í jafnréttismálum kynj- anna. Þar kom í ljós talsverð fylgni við úreltar staðalhugmyndir um hlutverk kynjanna. Í umfjöllun Fréttablaðsins um könnunina var rætt við félagsfræð- ing sem sagði að lausnin fælist í meiri fræðslu í jafnréttismálum og þyrfti í raun að flétta slíka fræðslu inn í allt nám á grunnskólastigi. Það felst einmitt í jafnréttisverk- efninu, sem þær Sigurbjörg Hall- grímsdóttir og Unnur Gunnarsdótt- ir, kennarar við Vogaskóla, standa fyrir með stuðningi Mannrétt- indaskrifstofu Reykjavíkurborg- ar. Þar eru jafnréttismál samtvinn- uð Íslandssögu og íslenskukennslu grunnskóla á skemmtilegan hátt, þar sem nemendur vinna fjölbreytt verkefni tengd sögu og landi. Sigurbjörg segir í samtali við Fréttablaðið að þær hafi farið víða um land með verkefnið og alls stað- ar fengið góðar viðtökur. „Það sem við erum að benda öðrum kennurum á er að það er hægt að nota þetta verkefni í öllum aldurshópum og það er hægt að koma þessu jafnréttisverkefni inn í allt námsefni. Þannig að í stað þess að gera sérstakt fag eigum við að setja þetta inn í allt sem við gerum.“ Verkefnið má rekja aftur til 2008 þegar menntamálaráðuneyt- ið, Jafnréttisstofa og fleiri stóðu fyrir átaki í völdum skólum þar sem unnin voru tilraunaverkefni á sviði jafnréttismála. „Nokkur munur var á viðhorfi drengja og stúlkna í upphafi verk- efnisins. Gerð var könnun á vegum Jafnréttisstofu á viðhorfi barnanna fyrir og eftir að þau tóku þátt í verkefninu og niðurstöður sýndu umtalsverða breytingu á viðhorfi þeirra gagnvart hlutverkum kynj- anna. Það á eftir að skila sér þegar fram í sækir,“ segir Sigurbjörg. Framlag þeirra hlaut góðan hljómgrunn og hafa þær farið víða um land með verkefnið og vonast til að fara enn víðar. thorgils@frettabladid.is Börn læra um jafnrétti Jafnréttisverkefni í grunnskólum landsins tekst á við úrelt kynjaviðhorf í hópi barna og ungmenna. Flétta fræðslu inn í almennt námsefni um sögu og íslensku. Vilja auka jafnréttisfræðslu frá leikskólaaldri og upp úr. JAFNRÉTTISFRÖMUÐIR Þær Sigurbjörg Hallgrímsdóttir og Unnur Gunnarsdóttir hafa sett saman verkefni sem stuðlar að bættu jafnréttisviðhorfi grunnskólabarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þær Sigurbjörg og Unnur hlutu á síðasta ári, ásamt Vogaskóla, hvatningar- verðlaun menntaráðs Reykjavíkur fyrir jafnréttisverkefnið sitt. Það hefur síðan verið kynnt um land allt og hvarvetna fengið góðar undirtektir. Fengu hvatningarverðlaun DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmd- ur í þriggja mánaða langt fang- elsi fyrir líkamsárás, húsbrot og eignaspjöll. Atvikin áttu sér stað í desem- ber í fyrra. Maðurinn kom heim til fyrrverandi sambýliskonu sinnar, sem ekki vildi hleypa honum inn. Hann sparkaði þá í dyrastaf útidyrahurðarinnar, sem brotnaði, þannig að hann komst inn. Þegar hann komst inn veitt- ist maðurinn að konunni, greip um háls hennar, skallaði hana þrisvar í höfuðið og henti henni til og frá um íbúðina. Síman- um hennar kastaði hann í gófið þannig að hann eyðilagðist. Auk þess að fá fangelsisdóm er manninum gert að greiða kon- unni 459 þúsund í miskabætur. - jss Líkamsárás og eignaspjöll: Réðst á fyrrum sambýliskonu Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Allir Sjáums t eldhre ss á eftir. Skelflettur Humar sósufiskréttir Þetta er að það ódýrasta í bænum í dag, því get ég lofað. Humarsoðið frá Höfn í Hornafirði er komið, engin aukaefni, né rotvarnarefni. 1390 kr.kg Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 www.gjofsemgefur.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. GENGIÐ 03.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,7989 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,80 115,34 179,94 180,82 152,19 153,05 20,416 20,536 19,010 19,122 16,685 16,783 1,373 1,381 176,39 177,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Óttast er að borgarastyrjöld brjótist út á Fíla- beinsströndinni í kjölfar forseta- kosninganna. Thabo Mbeki, fyrr- verandi forseti Suður-Afríku reynir nú að miðla málum í deilunni um hver sé forseti landsins. Alassane Ouattara, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, var lýstur sigurvegari í kosningunum fyrir rúmri viku og alþjóðasamfélag- ið hefur viðurkennt Ouattara sem forseta landsins. Stjórnlagadóm- stóll sneri úrslitunum hins vegar við og sagði Laurent Gbagbo, for- seta landsins til tíu ára, hafa sigrað í kosningunum. Gbagbo hefur stuðn- ing dómstólsins, sem og hersins og ríkisfjölmiðla. Hann sór embættis- eið um helgina og Ouattara segist einnig hafa gert það. Aðeins eru þrjú ár síðan landið sameinaðist opinberlega eftir borg- arastyrjöld sem skipti því í tvennt. Fylgi frambjóðendanna tveggja skiptist landfræðilega, Ouattara nýtur mikils fylgis í norðurhlutan- um og Gbagbo í suðri. Því er talið að borgarastyrjöld gæti nú hafist á nýjan leik. Greint hefur verið frá dauðsföllum frá því að átök hörðn- uðu fyrir helgi, en þau hafa ekki fengist staðfest. - þeb Forsetaframbjóðendur á Fílabeinsströndinni sóru báðir embættiseið: Óttast nýja borgarastyrjöld ÚRSLITUM MÓTMÆLT Mótmæli á götum úti í norðurhluta landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Litháí, sem dvalið hefur hér á landi, skal fram- seldur til heimalands síns, sam- kvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn ók bifreið of hratt og á rangri akrein í Litháen í júlí 2007 með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri. Öku- maður hinnar bifreiðarinnar lést og farþegar slösuðust. Sá Maðurinn, sem nú hefur verið framseldur, ók í burtu án þess að tilkynna lögreglu um slysið eða gera ráðstafanir til að koma hinum slösuðu til hjálpar. - jss Olli banaslysi í heimalandinu: Brotamaðurinn skal framseldur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.