Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 16
 6. desember 2010 MÁNUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Föstudaginn 6. desember 1985 var Hafskip hf. lýst gjaldþrota og starfsfólki, rúmlega 350 manns, sagt upp. Allar eignir voru seldar helsta keppinautnum Eimskipafélagi Íslands. Samningur þess efnis, sem hljóðaði upp á 318 milljónir króna, var undirritaður 6. janúar 1986 milli þrotabúsins í umsjón borgarfógeta og Eimskipafélagsins. Næsta dag gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu þar sem hann sagðist skyldi tryggja skuld- bindingar Útvegsbankans um sinn og að tap Útvegsbankans næmi að minnsta kosti 350 milljónum. Á fundi þingflokks Framsóknar- flokksins 9. desember var ákveðið að styðja það að full rannsókn færi fram. Á Alþingi sama dag fóru Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur J. Sigfússon, fyrir hönd stjórn- arandstöðu, fram á að viðskiptaráðherra gæfi skýrslur um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips. Þeim var lokið og gerð grein fyrir þeim á Alþingi vorið eftir. Heimild: wikipedia.is ÞETTA GERÐIST: 6. DESEMBER 1985 Hafskip hf. lýst gjaldþrota Tómas Magnús Tómasson er að eigin sögn afkomandi Hjörrs Hálfsrekka- konungs og Ljúfvinu, dóttur Bjarma- konungs, en sonur þeirra var einmitt Hámundur heljarskinn sem settist að á Espihóli hinum syðri milli Merki- gils og Skjálgdalsár. Tómas hefur ekki reynst neinn ættleri, hann hefur verið einn vinsælasti bassaleikari þjóðar- innar í áratugi. Þekktastur er hann fyrir leik sinn með Stuðmönnum en á sama tíma og Stuðmenn voru að kom- ast á koppinn lék hann í hljómsveitinni Rifsberja, sem gengur í endurnýjun lífdaga á Café Rosenberg í kvöld. „Já, þetta kom nú þannig til að hann Gylfi Kristinsson, söngvari og sál- fræðingur í Hveragerði, smalaði okkur saman um daginn og við fórum í stúdíó og tókum upp nokkur lög að gamni,“ segir Tómas. „Og upp úr því kom fram þessi hugmynd að koma fram á tónleik- um sem verður að veruleika í kvöld.“ Ekki er víst að allir lesendur átti sig á nafninu Rifsberja og Tómas fellst á að rifja upp söguna. „Það má eiginlega segja að Rifsberja hafi verið undan- fari Stuðmanna,“ segir hann. „Þetta var hljómsveit sem við vorum í ég, Þórður Árna, Ásgeir Óskars og Gylfi Kristinsson. Stuðmenn voru náttúru- lega orðnir til í Hamrahlíðinni á þess- um tíma, en Rifsberja sló í gegn langt á undan þeim. Blómatímabilið stóð frá 1971 til 1973 og ég held ég megi segja að við höfum átt við töluverðar vinsældir að stríða á því tímabili. Við vorum bara ungir drengir, ég sautján og Þórður nítján ára, og vorum mikið í hörðu rokki sem vinsælt var á þeim tíma. Vorum að kovera Jimi Hendr- ix, Deep Purple og Black Sabbath og svona. Alger ábreiðuhljómsveit eins og flestar hljómsveitir á Íslandi voru á þeim tíma.“ En nú eru tónleikarnir í kvöld blús- tónleikar, hvernig fellur prógram Rifs- berja inn í það konsept? „Við erum búnir að sigta prógrammið ansi hressi- lega,“ segir Tómas. „En blús og rokk eru náttúrulega svo náskyld fyrirbæri að það munar eiginlega nánast engu á þeim.“ Tónleikarnir í kvöld eru liður í blús- kvöldaröð Blúsfélags Reykjavíkur, en þau eru haldin fyrsta mánudag hvers mánaðar á Café Rosenberg. Auk Rifs- berja kemur fram í kvöld hljómsveitin Bandið hans pabba með söngkonunni Margréti Guðrúnar. Bandið hans pabba er ekki langt frá Rifsberja, því pabbinn er enginn annar en Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Tómas plokkar bass- ann og um gítarleikinn sér Björgvin Gíslason. „Þannig að fólk fær að heyra í tveimur mestu gítarhetjum frá upp- hafi áttunda áratugarins á Rosenberg í kvöld,“ segir Tómas. „Það er tækifæri sem enginn ætti að sleppa. Ég lofa því að fjörið verður gríðarlegt.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar 1.500 krónur inn. fridrikab@frettabladid.is HIN GOÐSAGNAKENNDA RIFSBERJA: GENGUR Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA Í KVÖLD Áttu við vinsældir að stríða RIFJAR UPP GAMLA TAKTA „Blús og rokk eru náttúrulega svo náskyld fyrirbæri að það munar eiginlega nánast engu á þeim,“ segir Tómas M. Tómasson, bassaleikari Rifsberja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BLÓMATÍMABILIÐ Rifsberja í upphafi ferilsins. F.v. Þórður Árnason, Ásgeir Óskarsson, Tómas M. Tómasson og Gylfi Kristinsson. „Ég hef alltaf verið ljóðaunn- andi og ólst upp með mikið af ljóðabókum á heimilinu,“ segir Andrés Eiríksson sagnfræðingur sem nýver- ið sendi frá sér ljóðabókina Ljóð á ráði. „En það var ekki fyrr en maður óx upp og fór að fylgjast með bókmennta- umræðu sem maður gerði sér grein fyrir því að það var oft gerður greinarmun- ur á alþýðukveðskap, sem var þá rímaður með stuðla og höfuðstafi, og módern- ískum kveðskap. Ég hafði aldrei velt þeim mun fyrir mér, las þetta bara allt jöfn- um höndum. Svo þegar ég fór að reyna við þetta sjálfur valdi ég að hafa formið hefð- bundið en nota nútímalegt talmál í ljóðunum og tvinna þetta svona saman.“ Ljóðin kallast mörg á við ljóð annarra skálda og jafn- vel dægurlagatexta eftir Tammy Wynette, ABBA og fleiri. Er Andrési ekkert heilagt? „Mér finnst ég ekki vera að sýna þessum gömlu þjóðskáldum neina óvirð- ingu, þetta er miklu frekar óður til þeirra. Það er betra að gera eitthvað með þá, jafnvel rífast við þá heldur en geyma þá sem einhverja safngripi sem duga bara til fermingargjafa. “ Ljóðin í bókinni eru að sögn Andrésar ort síðustu tvö og hálft árið. Hann kveðst hafa verið að setja saman kveðskap árum saman en ekki hugsað um það fyrr að halda ljóðunum til haga. Andrés býr í Dublin þar sem hann vinnur sem sjálf- stæður sagnfræðingur í samvinnu við Trinity Coll- ege og University College. Hann hefur gefið út greinar um sagnfræði á ensku, en hefur honum aldrei dottið í hug að yrkja á ensku? „Nei, ekki geri ég það nú oft, en ég les mikið af enskum ljóðum. Gamla íslenska bragfræðin lætur mér best og ég hef líka tekið eftir því þegar ég hef verið að koma heim undan- farin ár að hún virðist eiga undir högg að sækja. Brag- eyrað er að hverfa hjá yngri kynslóðum og þeir einu sem halda gamla kveðskapar- forminu við eru kvæðamenn og hagyrðingar sem eru þá oft fastir í ákveðnu formi og einhverjum nítjándu aldar húmor, sem mér fannst að mætti nútímavæða,“ segir Andrés. - fsb Rífst við þjóð- skáldin og ABBA ÓÐUR TIL ÞJÓÐSKÁLDANNA „Gamla íslenska bragfræðin lætur mér best,“ segir Andrés Eiríksson sem nýverið sendi frá sér ljóðabókina Ljóð á ráði. CLAUDE MONET MÁLARI (1840-1926) lést þennan dag. „Fólk ræðir list mína og þykist skilja hana. Eins og það sé nauðsyn að skilja þegar allt sem þarf er að elska.“ Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, Bjarni Ragnarsson, Bræðratungu 24, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju kl. 15.00 þriðjudaginn 7. desember. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir Steinvör Bjarnadóttir Ragnar Þorsteinsson María Bjarnadóttir Daði Már Ingvarsson Steinar Bjarnason Anetta Rós Bjarnadóttir Christian Svorkmo og barnabörn. MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.