Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 42
26 6. desember 2010 MÁNUDAGUR Enska úrvalsdeildin: WBA-NEWCASTLE 3-1 1-0 Somen Tchoyi (31.), 2-0 Peter Odemwingie (70.), 3-0 Peter Odemwingie (89.), 3-1 Peter Lövenkrands (90.) SUNDERLAND-WEST HAM 1-0 1-0 Jordan Henderson (33.) ARSENAL - FULHAM 2-1 1-0 Samir Nasri (13.), 1-1 Diomansy Kamara (29.), 2-1 Samir Nasri (74.), 2-1 Samir Nasri (75.). BIRMINGHAM CITY - TOTTENHAM 1-1 0-1 Sebastien Bassong (18.), 1-1 Craig Gardner (80.). BLACKBURN - WOLVES 3-0 1-0 David Dunn (28.), 2-0 Brett Emerton (42.), 3-0 Ryan Nelsen (54.). CHELSEA - EVERTON 1-1 1-0 Didier Drogba (41.), 1-1 Jermaine Beckford (85.). MANCHESTER CITY - BOLTON 1-0 1-0 Carlos Tevez (3.). WIGAN ATHLETIC - STOKE CITY 2-2 0-1 Robert Huth (17.), 1-1 Antolon Alcaraz (29.), 1-2 Matthew Etherington (30.), 2-2 Tom Cleverley (39.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Arsenal 16 10 2 4 34-18 32 Man. United 15 8 7 0 35-16 31 Chelsea 16 9 3 4 30-11 30 Man. City 16 8 5 3 21-12 29 Tottenham 16 7 5 4 24-21 26 ------------------------------------------------------ Fulham 16 2 9 5 16-20 15 Wigan Athletic 16 3 6 7 13-28 15 West Ham 16 2 6 8 14-27 12 Wolves 16 3 3 10 17-30 12 ÚRSLIT HANDBOLTI Það er aðeins einn dagur í stóra daginn hjá kvenna- landsliðinu. Á morgun verður flautað til leiks á EM í Danmörku og Ísland er meðal þátttakenda í fyrsta skipti. Ekkert varð af æfingalands- leik gegn Spáni í gær þar sem spænska liðið komst ekki til Dan- merkur vegna verkfalls flug- vallarstarfsmanna á Spáni. „Það var auðvitað leiðinlegt að ná ekki þessum leik. Við reynd- um að redda leik gegn félagsliði í Álaborg en það gekk ekki upp. Við verðum því að setja upp leik á æfingu. Það er ekkert annað að gera. Það hefði verið gott að fá þennan leik en þetta setur ekki mikið strik í undirbúninginn hjá okkur,“ segir Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari sem var í góðu yfirlæti á hóteli íslenska liðsins þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Það fer mjög vel um okkur hérna og ekki yfir neinu að kvarta. Við tókum æfingu um leið og við komum til að hrista úr okkur ferðalagið. Vorum svo með fund og hópurinn var þreytt- ur eftir daginn,“ segir Júlíus sem segir liðið einnig hafa farið í góðan göngutúr í íslensku jóla- veðri en það snjóaði á stelpurnar í gær. „Við höfum reynt að hafa rólega og þægilega stemningu. Það er létt yfir stelpunum sem eru orðn- ar mjög spenntar fyrir því að byrja,“ segir Júlíus. Til þess að ná því markmiði sínu að komast í milliriðil þarf íslenska liðið að vinna einn leik í riðlakeppninni. Flestir spekingar eru sammála því að besta tæki- færi Íslands til þess að vinna leik sé í fyrsta leiknum gegn Króatíu á morgun. Júlíus ætlar að undir- búa liðið afar vel fyrir þann mik- ilvæga leik. „Ég á talsvert af myndefni af liðinu. Á efni frá því síðasta vor og svo fæ ég spólur með leikjum liðsins um helgina en þær spiluðu gegn Svíum. Við fáum því alveg ferskt efni og eigum að geta kort- lagt þær vel fyrir leikinn. Þær verða tilbúnar í slaginn eftir það,“ segir Júlíus Jónasson landsliðs- þjálfari. henry@frettabladid.is Stelpurnar verða tilbúnar Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik kom til Árósa um helgina en á morg- un byrjar alvaran á EM þegar Ísland mætir Króatíu í sínum fyrsta leik. Stelp- urnar áttu að spila æfingaleik gegn Spáni í gær en ekkert varð af leiknum. KOMNAR TIL DANMERKUR Stelpurnar okkar eru komnar til Árósa og hefja leik á EM annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GOLF Skagamaðurinn Birgir Leif- ur Hafþórsson fann sig engan veginn á fyrsta hring á lokaúr- tökumóti Evrópumótaraðarinnar. Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 8 höggum yfir pari og var í næst- neðsta sæti. Þá voru um 8 högg í þá menn sem eru í kringum niðurskurðinn. Birgir Leifur þarf því að leika ekk- ert minna en stórkostlegt golf þá daga sem eftir eru til þess að kom- ast í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur fékk skolla á fyrstu holu sem setti svolítið tóninn fyrir það sem koma skyldi. Hann fékk tvöfaldan skolla á 4. og 5. braut og skolla á þeirri sjöttu. Hann fékk aftur tvöfaldan skolla á 10. braut og tvo skolla í viðbót áður en yfir lauk. Hann nældi aðeins í tvo fugla á hringnum sem taldi 80 högg. Aðstæður á Spáni voru erfiðar því það var mikið frost í jörðu og það riðlaði mikið leik. Birgir Leif- ur náði ekki að klára nema 15 holur á laugardeginum og spilaði síðustu þrjár í gær. Ansi margir kylfingar áttu þá eftir að klára sinn fyrsta hring og því tókst ekki að spila annan hringinn í gær. - hbg Birgir Leifur Hafþórsson var í næstneðsta sæti eftir fyrsta hringinn á Spáni: Birgir Leifur í vondum málum ERFITT Birgir Leifur náði ekki að fylgja eftir góðri spilamennsku upp á síðkastið um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Man. Utd lék ekki um helgina þar sem heimavöllur Blackpool var frosinn. Arsenal nýtti tækifærið og skaust á topp- inn með sigri á Fulham á meðan Chelsea mistókst enn og aftur að klára sinn leik. Samir Nasri hefur verið í frá- bæru formi í vetur og hann sá um að afgreiða Fulham með tveimur góðum mörkum og uppskar hrós frá stjór- anum, Arsene Wenger, eftir leikinn. „Mörkin hjá honum voru frábær og ég gleðst með honum. Hann hefur bætt leik sinn mikið og er orðinn fjölhæfari. Það er að skila sér til liðsins. Stjóri vill alltaf ná sem mestu úr sínum leikönn- um og ég hafði alltaf mikla trú á Nasri. Það efuðust margir er ég keypti hann á sínum tíma en þetta er einstaklega hæfileikaríkur strákur sem á eftir að verða enn betri,“ sagði Wenger kátur en Nasri er búinn að skora 11 mörk í vetur. Leikmenn Chelsea gáfu frá sér unninn leik gegn Everton með því að spila afar illa í síðari hálfleik. Það var Jemaine Beckford sem jafnaði leikinn fjórum mínút- um fyrir leikslok. Carlo Ance- lotti, stjóri Chelsea, var allt annað en ánægður með sína menn eftir leikinn. „Ég er bæði vonsvik- inn og reiður og það ekki bara út af úrslitunum. Við spiluðum fínan fót- bolta í fyrri hálfleik en það var allt annað upp á teningnum í þeim síðari. Þá fóru menn allt í einu að beita löngum sending- um. Við vorum svolít- ið hræddir. Ég var ekki hrifinn af þessu,“ sagði Ancelotti og bætti við. „Við erum að vinna í því að spila ákveðinn fótbolta og ég skil ekki hvað er að gerast hjá okkur. Við verðum að greina vand- ann og vinna í honum. Ég held það sé í lagi með einbeitinguna en við verðum að æfa betur. Það er ljóst.“ Carlos Tevez kom Man. City til bjargar enn eina ferðina um helg- ina og Roberto Mancini, stjóri City, var ekki par ánægður við sína menn. „Það má kannski segja að við höfum verið óheppnir en við verðum að bæta okkur. Stundum eru strákarnir of eigingjarnir,“ sagði Mancini. - hbg Arsenal skaust á topp ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en Chelsea heldur áfram að basla: Leikmenn Chelsea virðast vera hræddir VONBRIGÐI John Terry sneri aftur í lið Chelsea um helgina en það dugði ekki til. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES SJÓÐHEITUR Samir Nasri skoraði tvö góð mörk um helgina og skaut Arsenal um leið á toppinn. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.