Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 6
6 6. desember 2010 MÁNUDAGUR Valur Ingimundarson sagnfræð- ingur hefur sent Fréttablaðinu athugasemd vegna umfjöllunar blaðsins á laugardaginn um minn- isblað úr bandaríska sendiráðinu. Athugsemdin er hér í heild sinni: Ekki er algengt að íslenskir sagnfræðingar eða aðrir fræði- menn hafi slík samfélagsáhrif að þeir stjórni gerðum íslenskra stjórnvalda í milliríkjadeilum. En starfsmenn bandaríska sendiráðs- ins á Íslandi telja greinilega að svo sé ef marka má minnisblað banda- ríska sendiráðsins um umræðu sem spannst út af grein minni „In memoriam: Orðræða um orrustu- þotur 1961-2006“ og birtist í Skírni vorið 2006. Þar er því haldið fram að umræðan muni hafa þau áhrif að íslensk stjórnvöld sýni hörku í samningaviðræðum við Banda- ríkjamenn sem þá stóðu yfir eftir ákvörðun bandarískra stjórn- valda um að kalla herinn á brott í mars 2006. Þessi fullyrðing kemur reyndar spánskt fyrir sjónir því að ég kemst að þveröfugri niður- stöðu í greininni. Mér er það ráð- gáta hvaða vopnum íslensk stjórn- völd hefðu átt að beita vegna þess að það var í raun ekkert að semja um eftir að ákvörðunin um lokun herstöðvarinnar hafði verið tekin og þau höfðu horfið frá hótun sinni um uppsögn varnarsamningsins. Eftir það gátu Bandaríkjamenn túlkað varnarsaminginn að vild. Andstætt því sem starfsmenn bandaríska sendiráðsins virðast hafa lesið út úr grein minni hélt ég því alls ekki fram að Bandaríkja- menn hefðu látið hjá líða að kalla herlið sitt heim ef Davíð Oddsson hefði ekki horfið úr stjórnmálum seinni hluta árs 2005. Greina mátti svipaðan misskilning í fjölmiðla- umræðu um greinina á Íslandi og í máli sumra stjórnmálamanna sem tóku þátt í henni. Ég taldi aftur á móti að brotthvarf Davíðs hefði auðveldað Bandaríkjafor- seta að taka lokaákvörðun í mál- inu vegna þess að andstaða hans hefði átt þátt í því að þeir aftur- kölluðu tímabundið ákvörðun sína að kalla á brott orrustuþotur sem hér voru staðsettar árið 2003. Þeir vildu ekki grafa undan honum pól- itískt og því gat tímasetningin skipt máli í þessu samhengi. Þessi túlkun byggðist á viðtölum mínum við embættismenn í utanríkisráðu- neyti, þjóðaröryggisráði og varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna á árunum 2004-2005, en það er ein- mitt vikið að þeim í minnisblaðinu sem WikiLeaks birtir. Í minnisblaðinu er vitnað rétt í samtal sem bandarískur embættis- maður átti við mig vorið 2006 þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að röksemdafærsla mín í grein- inni hefði verið skrumskæld í fjöl- miðlaumræðunni. Ég taldi að ýkt viðbrögð sumra stjórnmálamanna mætti rekja til þess að stjórnar- flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sætu særð- ir eftir ákvörðun Bandaríkjafor- seta að leggja niður herstöðina. Þetta svar nægði greinilega ekki bandarískum sendiráðsmönnum á Íslandi því að þeir létu ímynd- unaraflið hlaupa með sig gönur með því að segja það „mögulegt“ að tilgátan (sem var rangtúlkuð eins og áður sagði) hafi komið frá Þorsteini Davíðssyni, þáverandi aðstoðarmanni Björns Bjarnason- ar, dómsmálaráðherra, og syni Davíðs Oddssonar. Samsæriskenn- ing embættismannanna byggir á því að Þorsteinn hafi haldið því fram í samtölum við embættis- menn bandaríska sendiráðsins að Bandaríkjamenn hefðu ekki lokað herstöðinni ef Davíð hefði verið enn við völd. Ég þekki Þorstein ekki og hef aldrei verið í neinum samskiptum við hann. Ekki þarf því að koma á óvart að kenningin er ekki studd neinum efnislegum rökum í minnisblaðinu, enda full- komlega úr lausu lofti gripin. Það að nefna í þessu sambandi að faðir minn þekkir Davíð Odds- son minnir helst á þær aðferðir sem kommúnistaveiðarinn Joseph McCarthy notaði til að ala á tor- tryggni í garð andstæðinga sinna: „Guilt by Association.“ Reyndar er viðurkennt í minnisblaðinu að ekkert sé vitað um það hvernig ég hafi komist að þessari niðurstöðu í greininni – niðurstöðu sem ég komst aldrei að. Staðreyndin er sú að frumkvæði að greinaskrifunum kom ekki frá mér heldur Halldóri Guðmunds- syni, ritstjóra Skírnis. Hann bað mig sérstaklega um að skrifa um stöðuna í samskiptum Bandaríkj- anna og Íslands fyrir vorhefti Skírnis 2006. Efni greinarinnar ræddi ég ekki við aðra en Halldór meðan hún var í vinnslu og hann var sá eini sem vissi af greininni þangað til ég skilaði henni af mér til birtingar. Minnisblað bandaríska sendi- ráðsins er góður vitnisburður um hugarástand bandarískra sendi- ráðsmanna á Íslandi á þeim tíma þegar George W. Bush ákvað að binda enda á 55 ára dvöl Banda- ríkjahers á Íslandi. Að halda að íslensk stjórnvöld gætu sýnt víg- tennurnar í vonlausri samnings- stöðu sumarið 2006 segir allt sem segja þarf um dómgreind þeirra. Fjarstæðukennd túlkun þeirra á grein minni ber heldur ekki vott um mikla skarpskyggni. En þetta er vitaskuld ekki í fyrsta sinn sem bandaríska sendiráðið rangtúlkar stjórnmálaástandið á Íslandi. Gerir athugasemdir við upplýsingar í minnisblaði bandaríska sendiráðsins: Pólitískur skáldskapur VALUR INGIMUNDARSON Sagnfræðing- urinn segir þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem bandaríska sendiráðið rangtúlki stjórnmálaástandið á Íslandi. Aldrei stóð til að setja á einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvatts- stund. Upphæðin var til viðmið- unar til að sjá um hvaða fjárhæð- ir væri að ræða, að sögn Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Hún segir bandaríska sendiráðið hér á landi ekki hafa haft áhrif á að einn- ar krónu orkuskattur var lækkaður niður í tólf aura. Sam Watson, sendiráðunautur og staðgengill sendiherra Bandaríkj- anna hér, skrifar í bréfi sem hann sendi bandarískum stjórnvöldum ytra í nóvember í fyrra og lekasíð- an Wikileaks hefur undir höndum að fyrir hans tilstuðlan hafi tekist að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin samþykkti að leggja einnar krónu orkuskatt á hverja kílóvattstund. Álfyrirtækin Alcoa og Century Alu- minum voru mótfallin skattinum enda útlit fyrir að hann gæti kost- að þau 13,2 milljarða króna á ári og dregið úr arðsemi þeirra hér. Katrín segir orkuskattinn almennan skatt sem lenti á öllum, svo sem heimilum landsins og garðyrkjubændum. Ekki var hægt að leggja sértækan skatt aðeins á álfyrirtækin. „Álfyrirtækin eru varin fyrir sértækum sköttum í fjárfestingarsamningum,“ segir hún. „Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi var enginn gerandi í þessu máli. Þeir gátu haft skoðanir en það breytti engu. Við vorum að meta þetta út frá hagsmunum heildar- innar,“ segir Katrín. - jab KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Bandaríska sendiráðið hafði ekki áhrif á að einnar krónur orkuskattur var lækkaður niður í eina krónu, að sögn ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bandaríska sendiráðið stýrði engu, segir ráðherra: Álfyrirtækin voru varin fyrir hækkun Carol van Voorst, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, ráðlagði stjórnvöldum í Bandaríkjunum eindregið að verða við ósk Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra, sem sett var fram í bréfi frá Davíð seint í október árið 2008, um stórt lán í tengslum við aðgerðir Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hér á landi. „Þessa beiðni þarf að taka vandlega til athugunar,“ skrif- ar van Voorst í skýrslu dagsettri 31. október: „Við höfum langtíma- hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi sem neikvæð viðbrögð gætu stefnt í hættu.“ Meðal hags- muna Bandaríkjamanna nefnir van Voorst hernaðarlegt mikil- vægi Íslands fyrir Bandaríkin, og er sérstaklega tekið fram að áður en bandaríski herinn var kallað- ur heim árið 2006 hafi Banda- ríkin „ausið 250 milljónum dala árlega í herstöð okkar í Keflavík.“ Íslendingar hafi síðan haldið vell- inum vel við, þannig að hann væri „samstundis nothæfur ef óvenjulegar aðstæður krefjast“. Ef Íslandi myndi kikna undan kreppunni þá yrði það ófært um að vera sá „sjálfstæði samstarfsað- ili sem við höfum varið ára- tugum og ógrynni fjár frá bandarískum skattgreið- endum til að byggja upp“. - gb Hvatti stjórn sína til að veita Íslendingum stórt lán: Taldi að hagsmunum vera stefnt í hættu Skjölin birtast smátt og smátt: Aðeins brot hefur verið birt Á vefsíðunni Wikileaks hafa til þessa einungis verið birt 837 þeirra 251.287 leyniskjala úr bandarísku utanríkisþjónust- unni, sem boðuð hefur verið birting á. Fyrstu skjölin voru birt 28. nóvember síðastliðinn, en nokk- ur erlend dagblöð sem hafa skjölin öll í fórum sínum, þar á meðal Guardian í Bretlandi, New York Times í Bandaríkjun- um og Der Spiegel í Þýskalandi, hafa með umfjöllun sinni ráðið nokkuð ferðinni um það hvenær og í hvaða röð þau birtast. Skjölin frá sendiráði Banda- ríkjanna á Íslandi eru samtals 290 frá tímabilinu 2005 til 2010. Fimm þessara skjala eru merkt leyndarmál, 84 eru merkt trún- aðarmál en hin eru óflokkuð, þótt ekki séu þau ætluð til opin- berrar birtingar. Fyrsta skjalið er dagsett 20. desember 2005, en þar er að finna yfirlit yfir ástand hryðju- verkamála á Íslandi, sem er framlag sendiráðsins hér á landi til árlegrar skýrslu banda- rískra stjórnvalda um ástand hryðjuverkamála í öllum lönd- um jarðar. Síðasta skjalið er dagsett 24. febrúar 2010, en þar er rætt um upplýsingar sem bandaríska sendiráðið hefur gefið íslensk- um stjórnvöldum um írönsk skipafélög. - gb Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FRÁ SÓMA ER KOMINN NÝTT FYRIR JÓL IN Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikonJólasíldarsalat Fréttaskýring: Hvað segja Wikilieaks-skjölin um Ísland?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.