Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 29
híbýli og viðhald ● fréttablaðið ●MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 2010 3 Baldur Öxdal veitingamaður heillast af gömlum húsum. Hann gerir sjálfur upp hið glæsilega Halldórshús á Bakkafirði en einnig tengjast honum önnur hús sem bjargað hefur verið frá niðurrifi. Baldur sá Halldórshús, eða gamla kaupfélagshúsið eins og það er líka kallað, fyrst árið 2000. „Ég var þá að koma af hreindýraveiðum á Austurlandi og var á leið heim. Þar sem ég hafði aldrei komið á Bakka- fjörð ákvað ég að renna í gegnum þorpið. Þá sá ég þetta stórkost- lega hús sem stóð frammi á tanga,“ lýsir Baldur sem hreifst af stað- setningu hússins og sá glæsileika þess þrátt fyrir að það væri illa farið af viðhaldsleysi. „Þetta hús festist í hausnum á mér.“ Árin liðu og alltaf hugsaði Bald- ur til hússins. „Ég sá fyrir mér að gaman væri að eiga svona hús þegar ég væri orðinn gamall karl. Þar gæti ég í ellinni verið með veit- ingastað, kaffihús eða aðra ferða- þjónustu,“ segir Baldur sem finnst Bakkafjörður hluti af hinu „gamla Íslandi“ þar sem gömlu gildin eru höfð að leiðarljósi. „Svo var það í janúar 2008 að ég spyr frænda minn, sem var að vinna verkefni fyrir Langanes- byggð, um húsið. Hann segir mér að séra Brynhildur á Skeggjastöð- um eigi það og að það sé falt,“ segir Baldur sem hefur alla tíð búið í Reykjavík. „Ég var þá orðinn svo leiður á þessari græðgi sem hér ríkir að ég gerði mér grein fyrir að ég vildi ekki eldast í borginni.“ Í kjölfarið hélt Baldur fund með Brynhildi. „Við héldum svo bjart- sýnismatarboð því við vildum að samfélagið þarna fyrir norðan horfði á björtu hliðarnar,“ segir Baldur sem keypti af Brynhildi húsið og hófst handa við uppbygg- ingu þess. „Ég fékk formann húsafriðun- arnefndar til mín og þá kom í ljós að húsið var nánast óskemmt. Við- urinn var svo góður,“ segir Baldur en fyrsti liðurinn í að bjarga hús- inu var að skipta um þak. Baldur stefnir á að klæða húsið að utan næsta sumar. „Svo vona ég að húsið verði klárt á 110 ára afmæli þess árið 2012.“ Á sama tíma og hann festi kaup á Halldórshúsi, keypti Baldur líka gamlan bóndabæ, Lindarbrekku. „Hann var einu sinni verbúð og húsinu var illa við haldið. Það hefur nú verið gert upp og er stefnan að reka þar gistiheimili,“ segir Bald- ur. Við Lindarbrekku standa einn- ig gömul útihús. „Annar maður átti þau hús og hugðist rífa þau. Mér fannst það ótækt og náði að kaupa þau af honum á tíu þúsund krónur og sparaði honum þannig mikinn förgunarkostnað.“ Baldur heillast af gömlum húsum enda hefur hann nánast alla tíð búið í slíkum. „Það er ein- hver sjarmi yfir þeim,“ segir Bald- ur sem rekur meðal annars veit- ingahúsið Lindina í glæsilegu húsi á Laugarvatni. „Því húsi var bjarg- að frá niðurrifi af Lindarfélag- inu,“ útskýrir hann. Þá býr Baldur í öðru gömlu húsi sem einnig var bjargað. „Kalli í Pelsinum bjargaði Tryggvagötu 8 sem er með fallegri húsum bæjarins í dag.“ Baldur segir allt samfélagið græða á því þegar gömul hús eru gerð upp. „Það leiðir til þess að aðrir vilja gera eitthvað fyrir sín hús. Góðir hlutir gerast þegar fólk byrjar að framkvæma.“ - sg Lætur góðu verkin tala Baldur Öxdal matreiðslumeistari heillast af gömlum húsum með sögu. Hér er hann fyrir framan Tryggvagötu 8 þar sem hann býr í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Halldórshús stendur á fallegum stað úti á tanga. Lindarbrekka er gamall bóndabær sem Baldur hefur gert upp. Halldórshús, eða gamla kaupfélagshúsið, verður glæsilegt þegar viðgerð lýkur. Veitingahúsið Lindin á Laugarvatni er í gömlu húsi sem til stóð að rífa. MYND/ÓSK EIRÍKSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.