Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 40
 6. desember 2010 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON og félagar í svissneska liðinu Kadetten Schaff- hausen eru komnir með annan fótinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í handknattleik eftir sigur á AaB, 34-31. Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru einnig á leið áfram í keppninni en Löwen lagði Celje Lasko um helgina en Kiel tapaði fyrir Barcelona. Powerade-bikar karla: Snæfell-Njarðvík 97-98 Snæfell: Ryan Amaroso 28, Sean Burton 21, Jón Ólafur Jónsson 19, Emil Þór Jóhannsson 11, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Atli Rafn Hreinsson 3, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 29, Guðmundur Jónsson 21, Jóhann Árni Ólafsson 14, Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Friðrik Stefánsson 5. Powerade-bikar kvenna: Fjölnir-Keflavík 61-89 Eimskipsbikar karla: Víkingur-Akureyri 18-34 (11-16) Mörk Víkings (Skot): Benedikt Karl Karlsson 4 (5), Brynjar Loftsson 3 (5), Jón Hjálmarsson 3 (7), Sverrir Hermannsson 3/1 (10/2), Jóhann Reynir Gunnlaugsson 2 (3), Kristinn Guðmunds- son 2 (3), Óttar Filipp Pétursson 1 (4). Varin skot: Jón Árni Traustason 5, Halldór Rúnarsson 4. Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 12/4 (14/4), Oddur Gretarsson 8/1 (10/1), Bergvin Gíslason 4 (5), Geir Guðmundsson 2 (2), Heimir Árnason 2 (3), Hörður Sigþórsson 2 (5), Daníel Örn Einarsson 1 (1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Jón Sigurðsson 1 (2), Hlynur Matthíasson 1 (2). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15, Stefán Guðnason 8/2. Fram-Haukar 32-31 Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 6, Haraldur Þorvarðarson 5, Róbert Aron Hostert 5, Magnús Stefánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 4, Halldór Jóhann Sigfússon 3, Matthías Daðason 3, Arnar Birkir Hálfdánsson 1. Mörk Hauka: Björgvin Hólmgeirsson 6, Guð- mundur Árni Ólafsson 6, Þórður Guðmundsson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 4, Freyr Brynjars- son 4, Heimir Óli Heimisson 3, Tjörvi Þorgeirsson 1, Jónatan Jónsson 1, Einar Örn Jónsson 1. Selfoss-Valur 25-29 (14-12) Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 10, Guðni Ingvarsson 4, Atli Einarsson 3, Guðjón Drengsson 2, Helgi Héðinsson 2, Gunnar Jónsson 2. Mörk Vals: Valdimar Þórsson 14, Orri Freyr Gíslason 5, Anton Rúnarsson 5, Sturla Ásgeirsson 2, Einar Guðmundsson 1, Ernir Hrafn Arnarson 1, Sveinn Sveinsson 1. ÚRSLIT Poweradebikar karla: KR-Hamar 99-74 KR: Brynjar Þór Björnsson 25/6 stoðsendingar, Marcus Walker 21/6 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 17/5 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Jón Orri Kristjánsson 8/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/12 stoðsendingar, Hreggviður Magn- ússon 7, Matthías Orri Sigurðarson 3. Hamar: Andre Dabney 16/5 fráköst, Snorri Þorvaldsson 15, Nerijus Taraskus 12/6 fráköst, Darri Hilmarsson 8, Ellert Arnarson 7, Ragnar Á. Nathanaelsson 4, Svavar Páll Pálsson 4/7 fráköst. Keflavík-Tindastóll 78-95 Keflavík: Valentino Maxwell 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/4 fráköst/12 stoðsendingar/6 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/11 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Lazar Trifunovic 4/6 fráköst. Tindastóll: Hayward Fain 29/14 fráköst/3 varin skot, Sean Kingsley Cunningham 27/6 stolnir, Dragoljub Kitanovic 21/6 fráköst, Friðrik Hreins- son 7, Helgi Freyr Margeirsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Halldór Halldórsson 2. Vika á skíðum í Madonna á Ítalíu frá. 127.900 kr. Verð á mann m.v. 5 fullorðn a í viku í íbúð á Residence Ambiez Brottför: 26. feb 2011 kr. Lumex Skipholti 37 Sími 568 8388 www.lumex.is 18.900 HANDBOLTI Akureyringar flugu auðveldlega inn í undanúrslit bik- arsins með því að leggja Víkinga á útivelli með sextán marka mun. Norðanmenn voru í miklum ham í hröðum sóknum sínum og voru einfaldlega allt of stór biti fyrir Víkinga sem eru að ströggla í 1. deildinni. „Þetta var skyldusigur hjá okkur. Við komumst í 4-0 en byrj- uðum svo að slaka á. Svo mættum við bara í seinni hálfleikinn og keyrðum yfir þá,“ sagði markvörð- urinn Sveinbjörn Pétursson eftir leikinn en fimm marka munur var á liðunum í hálfleik. „Við spiluðum sterka vörn og vorum skynsamir í sóknarleikn- um, þetta var þægilegur sigur en við komum inn í þennan leik af 100% krafti. Við stefnum alla leið í þessari keppni eins og öðrum en þetta er bara eitt skref í áttina að því.“ Nokkurt ósamræmi var í dóm- gæslunni og fannst heimamönnum á sig hallað. Jóhann Reynir Gunn- laugsson var kominn með útilok- un eftir tæplega fimmtán mínútna leik þegar hann fékk sína þriðju brottvísun og skömmu síðar fékk varamannabekkur Víkinga tvær mínútur fyrir að mótmæla dóm- gæslunni. Akureyri heldur áfram á sigur- braut, hafði undirtökin og aðeins formsatriði fyrir liðið að klára seinni hálfleikinn. Róbert Sig- hvatsson, þjálfari Víkinga, segist taka jákvæðu punktana úr leikn- um. „Þetta var ekkert of stórt fyrir okkur, þetta var bara gaman fyrir okkur. Þetta er fínt fyrir ungu strákana að fá að mæta svona sterku liði og gefur þeim reynslu,“ sagði Róbert sem telur að þessi leikur muni hjálpa sínu liði í bar- áttunni fram undan í deildinni. - egm Víkingur var engin fyrirstaða fyrir Akureyringa: Greið leið í undanúrslit BARÁTTA Víkingar máttu sín lítils gegn sterku liði Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI „Við vildum senda smá skilaboð á móti þessu liði. Við gerðum það svo sannarlega ekki á jákvæðan hátt í Hveragerði,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálf- ari KR, eftir að hans menn unnu Hamar 99-74 í gær og tryggðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum bikarsins. KR-ingar biðu lægri hlut þegar liðin mættust í deildinni í Hvera- gerði en annað var uppi á teningn- um í gær. Þeir voru yfir allan tím- ann og sigurinn aldrei í hættu. „Leikplanið gekk mjög vel. Varnarleikurinn var að mestu mjög góður, við fengum aðeins 39 stig á okkur í fyrri hálfleik í mjög hröðum leik. Þeir voru að setja þó nokkuð mikið samt af erfiðum stigum og við getum verið mjög ánægðir. Þegar þetta lið spilar lið- svarnarleik og menn eru að hjálpa hver öðrum þá er erfitt að mæta okkur,“ sagði Hrafn. Heimamenn byrjuðu mun betur, náðu strax góðri forystu en slök- uðu svo lítillega á svo Hamar náði að saxa á forskotið. En þá setti KR aftur í réttan gír og sigldi leikn- um örugglega í höfn. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur KR- inga en Fannar Ólafsson átti einn- ig flottan leik. „Við ætlum okkur alla leið í þessari keppni. Það var gefið út strax í upphafi tímabils að við ætl- uðum að berjast um alla titla sem í boði eru. Þetta er einn af þeim áföngum sem við þurftum til að ná því og nú vonast ég bara eftir heimaleik í næstu umferð,“ sagði Fannar. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var langt frá því að vera sáttur við sitt lið. „Við spiluðum engan veginn nægilega vel í þessum leik. Við eigum að geta barist betur og spil- að betri vörn. KR er að skora allt- of mörg stig hér í upphafi leiks. Svo fylgdi því deyfð að vera undir og menn fóru of mikið að einblína á stöðuna í stað þess að einblína á spilamennskuna.“ Þess má geta að þrír dómarar dæmdu leikinn í gær og var einn dómarinn kona, Josefin Winther frá Noregi. elvargeir@frettabladid.is Þægilegur sigur hjá KR KR er komið í átta liða úrslit í Powerade-bikarnum eftir öruggan sigur á Hamri í gær. Bikarmeistarar Snæfells eru úr leik og Tindastóll vann í Keflavík. ÖFLUGUR Pavel Ermolinskij átti flottan leik með KR eins og venjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.