Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.12.2010, Blaðsíða 18
 6. desember 2010 MÁNUDAGUR2 Upplýst kirkja og sveitabær, ásamt jólajötu eru stærstu hlutirnir á skápnum en innan um eru marg- ir minni. „Þetta hefur safnast upp í áranna rás og farið á þennan stað sem hálfgerðir helgigrip- ir hjá mér,“ segir Bryndís sem kann sögu á bak við hvern hlut. „Kirkjan er um fimmtíu ára og minnir á Landakirkju sem var okkar kirkja meðan við bjugg- um í Vestmannaeyjum. Jólasveinninn og snjókarl- inn við kirkjuna eru leikföng sem elstu barnabörnin voru hrifin af, þeir voru með batteríum og trítluðu um borðin. Englakórinn kom svo í jólapakka frá Sig- rúnu systur minni um 1960.“ Sveitabærinn snertir Bryndísi tilfinningalega enda frá móður hennar kominn. „Hann er ekkert ósvipaður bænum í Svínafelli í Öræfum þar sem ég var í sveit,“ segir hún glaðlega. „Mér finnst ég geta verið þar í hlaðvarpanum þegar ég horfi á hann.“ Jón Björnsson, eiginmaður Bryndísar, smíðaði Betlehemsfjárhúsið fyrir um þrjátíu árum. „Jóla- guðspjallið er mér heilagt og ég lít á boðskap frels- arans sem vegvísi í mannlegum samskiptum, ef ég má vera svo háfleyg,“ segir Bryndís og hagræðir litlum styttum við jötuna. Lítill sveitabær sem sonurinn Björn kom með heim af barnaheimili þriggja ára og örsmár jóla- sveinn sem var fyrsta jólagjöf frá elstu dótturinni Dóru Björk, gleðja Bryndísi og Kertasníkir sem situr keikur framan við sveitabæinn minnir hana á skemmtilegt atvik á aðfangadag þegar sonardóttir- in var lítil. „Afi telpunnar kom inn í gerfi jólasveins og heimtaði af henni kerti en laumaði líka að henni pakka. Hún var þrumu lostin fyrst en varð svo him- inlifandi yfir gjöfinni og sýndi mér hana. Fór svo að leita að afa sínum og fann hann undir sæng. Hann hafði rifið af sér grímuna og búninginn og þóttist steinsofa.“ Allt þetta kveðst Bryndís rifja upp þegar hún kemur hlutunum fyrir. „Svo pakka ég þessu niður með hálfgerðum söknuði eftir hátíðarnar með von um fleiri yndisleg jól.“ gun@frettabladid.is Burstabærinn minnir Bryndísi á Svínafell í Öræfum þar sem hún var í sveit. „Þar var búið í tveimur burstum, gamla eldhúsið var vestan við en skemman austan við og reyndar fleiri hús,“ rifjar hún upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jón skar út fólk og fé úr krossviði en þegar María mey féll um koll eitt árið kom Bryndís styttum af Maríu, Jósef og Jesúbarn- inu í húsaskjól í fjárhúsinu. Bryndís málaði kirkjuna í fyrra og bjó til nýjan kross á hana. Postulínsskálar og vasar Hayons eru innblásnir af japönskum hefðum. Spænski hönnuðurinn Jaime Hayon hefur hannað línu af postulínsvörum fyrir japanska fyrirtækið Mar- uwakaya. Vörurnar vann hann í samstarfi við Kam- ide Choemon-gama postulínsverk- smiðju sem er mjög virt í Japan enda stofnuð árið 1879. Í vörun- um mætist nútíminn í hönnun Hayon og þjóðleg japönsk skreyti- list. Líklegt er að samstarfinu verði fram haldið og því ljóst að von er á fleiri fallegum munum úr smiðju Hayon með jap- önsku ívafi. Japanskt postulín Hayon SKEMMTILEG BLANDA NÚTÍMAHÖNNUNAR OG FORNRAR JAPANSKRAR SKREYTILISTAR. Compeixalaigua hönnunarstúdíó í Barcelona hefur hannað snið- ugar silikonskálar. Bæði er hægt að nota þær eins og venjuleg- ar skálar, en einnig er hægt að klemma þær saman og nota til að gufusjóða mat. Skálarnar voru hannaðar fyrir fyrirækið Lékué. Lín Design Laugavegi 176 sími 533 2220 www.lindesign.is Jólasvuntur Jóladúkar Jólapúðar Vefverslu n www.linde sign.is Sendum f rítt TVEIR STÓRGLÆSILEGIR - PUSH UP HALDARAR FYRIR STÓRAR OG SMÁAR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur teg. GINA - sá minni í A,B,C,D,DD skálum sá hinn stærri í C,D,DD,E,F,FF,G skálum, báðir á kr. 7.680, - buxur fást í stíl á kr. 2.990,- Framhald af forsíðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.