Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 4
■68—
þcssum vexti safnaðarins út á við á rót sína að rekja til vaxandi sannfæringar
meðal vors fólks fyrir því, að hið presbyteríanska trúarboð meðal lúterskra ís-
lendinga sje syndsamlegt fyrir þá, sem að ]>ví vinna, og þjóðarskömm fyrir oss.
Aptur hefur kirkjufjelagi voru enginn nýr. prestur bætzt á þessu siðasta
fjelagsári. fegar á kirkjuþingi í fyrra hafði jeg von um, að vjer mundum
áöur en Iangt liði geta fengið einn ungan og efnilegan íslenzkan guðfræðing,
kandídat Hafstein I’jetursson í Kaupmannahöfn, hingað yfir urn til samvinnu
með oss sem prest þessara safnaða hjer í Argyle-byggð, þar sem vier nú höf-
um þá ánægju að halda þetta kirkjuþing vort. Og seinna var koma hans hing-
að reglulegum samningum bundin. Og það er fyrst fyrir rúmum mánuði, að
jeg og vjer allir vissum, að von vor um komu hans hefur algjörlega brugðizt.
Hann hefur bilazt svo á heilsunni, þessi maður, að hann getur ekki tekið hjer
við kirkjulegu starfi. Svo að verkamennirnir í kennimannlegri stöðu vor á
meðal eru ekki fleiri en þeir voru um þetta leyti í fyrra. Prestaskortur vor er
svo tiifinnanlegur nú, að til hreinna vandræða horfir. Og þetta kirkjuþing
vort þarf nærri þvi um fram allt að reyna til að upphugsa ráð til þess að
bæta úr þeim vandræðum.
Síðan kirkja Víkursafnaðar í Dakota var vígð í fyrra, einmitt meðan síð-
asta kirkjuþing stóð yfir, hefur engin kirkja verið vígð fyrir íslenzka Iúterska
söfnuði hjer í landinu. þ>ví af vígslu kirkjunnar i Pembina, sem til stóð
rjett eptir kirkjuþingið í fyrra, varð ekki, og sú kirkja er óvígð enn, enda
þótt hún sje í rauninni fullgerð. Kirkja Garðar-safnaðar var í smíðum um
jetta leyti i fyrra. ]>ví smíði var al-lokið í haust, og er það vandað og veg-
legt hús. Plana hefur hingað til vantað ýms nauðsynleg áhöld. fegar j)au
eru fengin, verður hún vigð. — Kirkjan hálfbyggða í Vídalíns-söfnuði í Dakota
stendur eins og hún stóð í fyrra. — Söfnuðir þessir tveir hjer i Argyle, Mani-
toba, hafa sameiginlega komið sjer upp þessu myndarlega guðsþjónustuhúsi, sem
vjer höfum komið saman í nú. f>að er ekki nema rúmlega hálf-gert, eins
og þjer sjáið, og vigsla þess fer auðvitáð ekki fram fyr en það er al-smíðað. —
Smásamkomuhús safnaðanna í Nýja Islandieru að þvi er jeg frekast veit hin
sömu og í sama ástandi og i fyrra. — Kirkja 'Winnipeg-safnaðar, sem upp var
komið í hittið fyrra og sem kostaði nál. 6 þús. doll., var i feikna-skuld í
fyrra, sem mörgum stóð ógn af. En það hefur furðanlega tekizt á liðnu ári
að grynna þá skuld. Hún er nú ekkert voðaleg lengur.
Það hefur enn gengið illa að fá nokkrar reglulegar skýrslur urn
sunnudagsskólahald í hintim ýmsu söfnuðum kirkjufjelagsins. En í
Apríl-nr.i „Sam.“ stendur ágrip af þeim skýrslum sunnudagsskólunum ,
viðvíkjandi, að svo miklu leyti sem slíkar skýrslur höfðu þá fengizt.
Nokkrar skýrslur hafa þó komið inn til mín síðan. Það eru marg-
ar orsakir til þess, að sunnudagsskólalialdið í söfnuðunum er ekki komið
lengra en er, ein sú, að margir söfnuðirnir eru enn kirkjulausir og þar af
leiðandi húsnæðislausir fyrir slíka skóla. Þetr prestar, sem mörgttm söfnuð- *
um eiga að þjóna, eru með því hindraðir frá að gera það fyrir sunnudags-
skólaua, sent þeir gætu og mundu gera, ef verkahringur þeirra væri minni.
Út af því, að sá maður, sem sett hefur liið presbyteríanska trúarboð með-
al íslendinga í Winnipeg í gang, fleygði þeim ósannindum frant fyrir
hinn ensku-talanda kirkjulýð, fyrir utan ýmsan annan jafn-samvizkulítinn
uppspuna, að sunnudagsskóli vor í Winnipeg væri að veslast upp,