Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 17
—81—
vernda gegn allri hættu og öllum háska. Lát heilaga
engla þína gæta þéirra; fyrir drottin vorn Jesúm Krist,
sem meS þjer o. s. frv.
II.
Drottinn vor og guð, þú sem eins og góður hirðir
fæðir þá, scm þjer treysta, lít í náð á þennan barnahóp
þinn og lát hann æfinlega vera þinn, að vjer til æfiloka
fáum elskað þig og þjónað þjer í stöðugri hlýðni við þitt
orð, og að lokum sameinazt öllum útvöldum í dýrðarríki
þínu; fyrir drottin vorn Jesúm Krist, sem o. s. frv.
III.
Almáttugi faðir, þú sem hefur heitið því, að þeir, sem
snemma leita hinnar himncsku speki þinnar, skuli finna
hana, og að hún skuli verða þeim öllum jarðneskum fjár-
sjóðum dýrmætari, út hell yfir þessi börn þinni náð og
blesaun heilags anda þíns, svo þau fái alizt upp í aga og
umvöndun drottins, fái valið sjer þinn veg og elskað hann
og aldrei framar af honum vikið. Og þegar þú setur fram
gimsteinana í dýrðarríki þínu, gef að þessi börn þá verði
þar með, og verði þín. þessa alls biðjum vjer þig fyrir
sakir Jesú, hins heilaga barns þíns, frelsara vors og drott-
ins, sem með þjer og heilögum anda o. s. frv.
Uppástunga um aS samþykkja nefndarálitið óbreytt
var eptir stuttar umræður samþykkt í einu hljóði.
Standandi nefndin lagði fram svo hijóðandi álit sitt
um kristilega játning kirkjuþingsmanna:
„Viðvíkjandi málinu um kristilega játning kirkjuþings-
manna ræður nefndin kirkjuþinginu til að taka þá álykt-
un, að altarisganga skuli frarn fara við einhverja guSs-
þjónustugjörð, sem haldin er meðan hvert kirkjuþing stend-
ur yfir, í þeim tilgangi, að sú fagra regla gæti komizt á,
að allir þeir er á kirkjuþingi sitja neyti kvöldmáltíðarsakra-
mentisins við það tækifæri, sjálfum sjer til kristilegrar
uppbyggingar og söfnuSunum til fyrirmyndar og eptirbreytni".
Eptir langar umræSur var samþykkt að fresta málinu
til óákveðins tíma.—Fundi slitið kl. 12 á hádesxi.
Eptir kl. 2 sama dag flutti sjera Steingrímur þorláks-
son fyrirlestur um biblmtna. Nokkrar umræSur, sem stiiðui