Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 23
—87— þingið, leyfum vjer oss a5 rá5a söfnuðum þeirn, sem enga presta hafa nje geta náð til lútersltra presta, fastlega til þess, að velja leikmenn úr sínum söfnuðum til þess að skíra börn. Enn fremur álítum vjer óaðfinnanlegt, þó að menn, sem ekki geta gert sjer þetta að góðu, fái presta, sem eklci standa í þessu kirkjuijelagi, til að skíra fyrir sig, og skyldu söfnuðir, sem þeir tilheyra, varast að gefa þcim það að sök.“ Samþ. í einu hljóði. Nefndin í barnablaðsmálinu lagði fram álit sitt svo hljóðandi: „Nefndin álítur, að ekki sje enn fært [fyrir kirkjufje- lagið að gefa út hæfilegt barnablað, sem kæmi út þó ekki væri nema hálfsmánaðar- eða mánaðarlega. Mestu erviðleik- arnir, sem nefndin sjer nú sem stendur á að byrja slíkt fyrirtæki, er skortur á hæfilegum manni eða mönnum til að annast ritstjórn blaðsins. — En til þess að nokkru leyti að bæta úr nauðsyninni, sem er á, að hafa blað til leið- beiningar fyrir sunnudags-skóla kirkjufjelagsins, leggur nefndin það til og ræður kirkjuþinginu til að gefa út stutt kver, sem innihaldi sunnudagsskólaformið, leiðbeining fyrir kennara og nemendur, og einnig nokkra sálma. Nefnd- in leyfir sjer að benda á, að til bráðabyrgða mætti hafa not af sunnudagsskólablöðum á ensku, t. d. „Seed Sower“ og „Helper", sem eru mjög leiðbeinandi, annað fyrir nem- endur og hitt fyrir konnendur. Að endingu leyfir nefndin sjer að stinga upp á, að þingið feli hinni standandi nefnd að skrifast á við hina ýmsu söf'nuði og leita eptir, hvað margir í hverjum söfn- uði eða byggðarlagi vildu gerast áskrifendur að barnablaði, og leggja þá skýrslu fyrir næsta þing.“ Samþykkt í einu hljóði. Nefndin í málinu um að bjóða tveimur íslendingum á næsta kirkjuþing lagði fram álit sitt: „Nefndin álítur að það gæti orðið til mikilla hagsmuna fyrir kirkju vora og kirkjuna á Islandi, að prestar henn- ar kynntust ástandi og fyrirkomulagi hinnar frjálsu kirkju þessa lands, og leggui' nefndin það því til, að þingið í’eli for-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.