Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1889, Side 14

Sameiningin - 01.07.1889, Side 14
—78— Allur skólinn svarar syngjandi: „Og munnur minn skal frambera þína lofgerS". Forstm.: Dýrð sje guði föður, syni og heilögum anda! Skólinn endurtekur syngjundi sömu orðin og bætir við: svo sem var frá upphafi, er enn og verða mun um aldir alda. Amen. Hallelúja! Síðan les forstöðumaðurinn einn, ellegar allur skólinn syngur Davíðs sálm 95 ellegar eitthvað annað úr Sálm- unuin. Þá segir forstöðumaður: Drottinn sje með yður! Skólinn svarar syngjandi: Og með þínum anda! Forstöðumaður: Látum oss biðja: Inngangsbænin sje lesin af forstöðumanni að eins eða öllum skólanum. þá sje sungið eitt vers, t. a. m. síðasta vers einhvers af sálmum þeim, sem áður voru nefndir. Svo byrjar kennslan. — Að henni lokinni er í hverj- um bekk skólans af kennurunum safnað samsk.: skóla-offrinu. Skólinn allur syngur: Drottinn, miskunna þú oss, Krist- ur, miskunna þú oss! Drottinn, miskunna þú oss ! Forstöðumaður: Látum oss biðja : Niðurlagsbænin sje lesin af forstöðumanni að eins eða öllum skólanum, með „faðir-vor‘- á eptir, og sje niðurlags- bæninni sleppt, þá sje þó ávallt lesið „faðir-vor". Að skilnaði sje svo þar á eptir sunginn einhver stutt- ur sálmur eða eitthvert vers, sem við á, t. a. m. nr. 185 2. v., 400, 403, 420, 2. v., 566, 575, 3. v., 638. Inngangsbœnir. I. Ó guð, yjer biðjuin þig að vera með oss og blessa oss meðan vjer erum að læra þitt orð, svo að vjer eins og þín elskuleg börn fáum munað og varðveitt það alla vora æfidaga; fyrir drottin vorn Jesúm Krist. Amen. II. Ó guð, þú sem í heil. skírn hefur gert oss að börnum þínum og hefur kennt oss að kalla þig föður vorn, gef, að vjer aldrei föllum frá þjer í villu og synd, heldur fáum daglega vaxið að náð og þjónað þjer trúlega í heilagri hlýðni,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.