Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.07.1889, Blaðsíða 11
—75— nefnd til að íhuga þessi mál. I nefndinni voru: Pjetur Pálsson, Jóhann Briem, Pálmi Hjálmarsson, Friðjón Frið- riksson, Jón Skanderbeg. Fundi slitið kl. 12 á hádegi. Eptir kl. 2. e. h. liutói sjera Friðrik J. Bergmann fyrirlestur um „vorn kirkjvlega arf'. Umræður um efni fyrirlestursins stóðu yfir til kl. 5, og tóku allmargir þátt í þeim; lofsorði var lokið á fyrirlesturinn og óskað að hann yrði prentaður, eins og fyrirlestur sjera Jóns Bjarna- sonar. 4. fundur. Fimmtud. 20 júní, lcl. 8 e. h. Sjera Stgr. þorláksson fjarverandi. Sigtr. Jónasson ókominn. Málinu uin að bjóða tveimur Islendingum á næsta kirkjuþing frestað til óákveðins tíma. Standandi nefndin lagði þá fram álit sitt um sameig- inlegt guðsþjónustufor, og var það þannig: ALMENNT GUÐSþJÓNUSTU-FORM. I. Hádegixgu&sþjónusta. 1. Salmur (meöan hann er sunginn stendur söfnuðurinn). 2. Presturinn: Dýrð sje guði í upphæöum. (Gloria). Söfn. syngur: Dýrð sje guði í upphæðum, friöur á jörðu og velþóknan yfir mönnunum. Yjer lofum þig, vjer göfg- um þig, vjer dýrkum þig, þakkir gjörum vjer þjer sakir mikillár þinnar dýrðar, drottinn guð himneski konungUr, almáttugi faðir. Ó drottinn Jesús Kristur, þú eingetni son- ur, ó drottirm guð, lamb guðs, sonur föðursins, þú sem burtu ber heimsins synd, miskunna þú oss! þú sem burtu ber heimsius synd, þigg þú bæn vora! þú sem situr til hægri handar guði föður, iniskunna ])ú oss! því þú einn ert heilagur, þú einn ert drottinn, þú einn, ó Kristur, með heilögum anda ert hæst í dýrð guðs föður. Amen. 3. Prest.: Drottinn sje með yður! Söfn. syngur: Og með þínum anda! Prest. : Látuin OSS biðja: les bæn Vídalíns á undan prjedikun eöa einhverja kollektu. Söfn. sjrngur: Ainen. j. Presturinn les pistil dagsins.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.