Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1891, Side 6

Sameiningin - 01.03.1891, Side 6
___2__ ganga heilir 2 langir kapítular eða hátt á annan kapítula til þess að segja frá hans píslar- og dauðasögu. Og þegar maðr man eftir þvi, að hin stytzta af þessum æfisögum er að eins 16 kapítular, af þeirri lengd, sem allir þeir þekkja vel, sem ofr-lítið er kunnug sín biblía, og hin lengsta ekki nema 28 kapítulai', þá verðr auðsætt, að það er undarlega mikið pláz í þessum æfisögum, sem píslarsagan tekr upp, í samanburði við allt annað. j)að má sannarlega segja, að þessar æfisögur Jesú eftir guðspjallamennina, -— og engar aðrar æfisögur hans eru, eins og menn vita, til frá forn- öldinni, — sé í meira lagi undarlegar. þær eru svo und- arlegar, að þær eru alveg frábrugðnar æfisögum allra ann- arra manna, sem nokkurn tima hafa verið fœrðar í letr. það er auðséð á öllu í þessum æfisögum, að það er alveg einstakleg persóna, sem þeir eru að segja frá. þessi per- sóna, Jesús frá Nazaret, lifði ekki nema rúm 33 ár ájörð- inni. Og í þessum guðspjalla-æfisöguin hans er alls ekkert atriði í æfi hans tekið til frásagnar þangað til eftir að hann var orðinn fullra 30 ára, að undanteknum nokkrum sögubrotum, er snerta fœðing hans og ýmislegt, er fram kom við lmnn meðan hann var ómálga barn, og einu einasta atviki úr œsku-æfi hans, þegar þau Jósef og María fóru með hann 12 ára gamlan til Jerúsalem. Að þessu undanskildu, sem þó er ekki snert minnsta ögn við í æfi- sögum tveggja guðspjallamannanna, þeirra Markúsar og Jó- hannesar, ganga allar æfisögurnar út á það, sem gjörðist á æfi Jesú þann tiltölulega stutta tíma af lífstíð hans, sem hann átti eftir óiifaðan, þegar hann var orðinn þrí- tugr að aldri. Svo það eru að eins rúm 3 ár, og það hin seinustu á æfi Jesú, sem guðspjallamennirnir taka til frá- sagna í þessum sínum ætísögum. Hitt allt í æfi Jesú hverfr svo að segja algjörlega hjá þeim. En svo kemr annað enn þá einkennilegra til skoðunar í þessum æfisögum. Píslar- og dauðasagan Jesú tekr svo undarlega mikið pláz upp í öllum þessurn söguritum. Höfundarnir segja þar svo undr nákvæmlega frá hverju einasta sináatriði. þar verör varla séð, að nokkru sé sleppt. í þeim æfi-atriðum hans er allt í augum þeirra svo makalaust stórt og merkilogt. það er I

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.