Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1891, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.03.1891, Qupperneq 10
—6— or5i5 andleg fœ5a fyrir þetta sama fólk. Og ]m5 er ein- mitt þetta, sem guöspjallamennirnir og allt nýja testamentið og allir Messíasar-spádómar gamla testamentisins sýna að Jesús Kristr átti að gjöra og gjörði, svo sem aðalatriðið í hans æfistarfi. það er þetta, sem Jesús er að gjöra, þegar hann gengr í gegnum sina píslarsögu og út í dauðann á föstudaginn langa. Og allt, sem þar á undan er gengið í hinni opinberu æfisögu Jesú, er í rauninni ekki annað en undirbúningrinn til hins mikla frelsisverks, sem þá — í og með píslarsögunni — var af honum unnið. Nú fer maðr að skilja í nafni og þýðing föstudagsins langa. Nú fer það að renna upp fyrir manni, hvað höfundarnir að æfisögu Jesú vilja með þessari ákaflega löngu og nákvæmu dauðasögu hans. Nú kemr það greinilega í ljós, hvers vegna þessi eini sólarhringr í hinni helgu sögu tekr svo margfalt meira pláz upp í biblíunni heldr en mörg ár, meira jafnvel heldr en margir mannsaldrar eða heilar aldir í liinni ákaflega löngu helgisögu guðlegrar opinberunar. Hefði kristin kirkja ekki skilið rétt, er hún samkvæmt hinum helgu ritningum vorum gjörði píslarsöguna og kross- dauða Krists að aðalatriði í sinni kenning, og hélt trúnni á hann líðanda og deyjanda sem undirstöðu fyrir líf krist- inna inanna á öllum tímum, þá hefði hún sannarlega þurft að hafa aðra . biblíu út frá að ganga í sinni kenning en þa, sem vér nú höfum. Píslarsagan hefði ekki mátt vera til í þeirri biblíu, og ekki heldr neitt það annars staðar í biblíunni, sem annaðhvort bendir til fórnardauða frelsarans eða gengr út frá honum sem þegar fram komnum, eins og allt nýja testamentiö í einni heiid gjörir. Takið nú rít úr heilagri ritniug vorri allt það, sem beinlínis eða óbein- línis snertir söguna, sem föstudagrinn langi heldr á lofti. Og vitið svo, hvað mikið eiginlega verðr eftir af biblíunni. Allt þetta, sem þá verðr eftir, það er nú TJní- tara-lriblían. það er biblían allra þeirra, sem ekki þykjast þurfa á neinum endrlausnara að halda, og sein, af því þeir ekki finna neina þörf á endrlausnara, setja Jesúm Krist í röð með sjálfum sér, eða öllu heldr reyna til að gjöra út af við hann sem endrlausnara. Eg vil, að allir þeir meðal

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.