Sameiningin - 01.03.1891, Side 12
látna, þar sem hann sjálfr haföi ætlaö að láta leggja sig,
]>egar hann væri látinn.
Getr nú ekki hin veika trúin yðar, þér, sem hingað til
hafið verið líkt skapi farnir og þeir Jósef frá Aremaþía
og Nikodemus, farið að áræða að koma opinberlega fram,
þegar þér á sjálfan dauðadaginn Jesú iiugsið um það, að
nú loks er komið svo langt meðal Islendinga, að opin-
berlega er farið farið að veita Jesú sem endrlausnara bana-
tilræði, — að nú er opinber tiiraun sett í gang, til þess
að gjöra út af við kristnu trúna hjá vorum þióðflokki hér
um slóðir? Sú frétt flýgr nú um allt, að heill hópr Is-
lendinga hér sé hlynntr þeirri vantrúar-tegund, sem kaliar
sig Unítara-trú, sé með öðrum orðum hlynntr því, að gjört
sé hið satna viö Jesúm Krist eins og Gyðingar gjörðu við
hann til forna, að svo miklu leyti sent slíkt er nú unnt
að gjöra. — Hver er vor framtíðarvon sem þjóðflokks, ef
frelsari vor er deyddr í almennings-meðvitundinni? Hver
er þín framtíðarvon, maðr, í dauðanum, ef þú áðr ert bú-
inn að láta gjöra út af við trúna á hann, sem leið og
dó fyrir þínar og allrar veraldarinnar sytidir?
Eg vil, að vér á föstudaginn langa hugsum um dauð-
ann, Jesú dauða og vorn dauða og dauða allra, sem vér
höfutn elskað og elskum. Ekki dugir neinn siðalærdómr í
dauðanum, og allra sízt siðalærdómr vantrúarmannanna. þá
þurfum vér allir á trú að halda, og það einmitt trú á
Jesúm dáinn fyrir vorar og allra manna syndir. — Getr
nú ekki veika trúin, hin veika ásfc á Jesú Kristi, logað
upp úr eins og hjá þeim Jósef og Nikodemusi?
LÖGMÁLSVEGRINN OG NÁÐARVEGRINX.
Sdlmr,
sendr ,,Sam.“ frá Islandi af Bjarna Jónssyni.
Ó, hvernig á eg, herra, svo að breyta
í heimi, að mér veitist eilíffc líf?
þess spyr eg oft og sífellt svars þíns leita.
Mér svarar þú, minn lausnari, mín hlíf: