Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.09.1891, Blaðsíða 4
—100— íelags vors heldr en að eiga alls ekkert í bakhöndina og fleyta kirkjufélagsstarfinu áfram, eins og verið hefir að undanförnu, upp á algjörða óvissu. Óskanda er, að fleiri ungir og efnilegir Islendingar vekist smásaman upp innan safnaða vorra eða utan þeirra til þess að ganga sama veginn. En þá fyrst getuin vér orðið vissir um það, að sú ósk nær að rœtast, vissir um það, að tala slíkra skóla- gangandi ungra manna af vorum þjóðflokki hér fari sí- fjöigandi, þegar hinn fyrirhugaði íslenzki skóli kirkjufé- lagsins hefir í einhverri mynd verið settr á stofn. — Að eins eitt lítið akaclemi eða lægsta tegund af ameríkönsk- um œðra skóla er það, sem fyrir kirkjufélaginu hefir vak- að að bráðlega þyrfti og ætti að koma upp vor á meðal. Slíkr skóli gjörir auðvitað enga að prestum. Reglulega guðfrœðismenntan yrði prestaefni vor langa-lengi að fá á lúterskum prestaskólum annarra sterkari þjóðflokka liér í- landinu, þó að vér fengjum komið vorum fyrirhugaða litla skóla í gang. Og svo lengi sem skólinn að eins væri alcademi, þá yröi þeir ungu menn, sem þaðan útskrifuðust, yfir höfuð ekki rakleiðis sendir þaðan inn á hina eigin- legu guðfrœðisskóla, heldr yrði þeir fyrst að ganga í gegn- um eitthvert college; þá fyrst, þegar college-náminu væri lokið, væri þeir undir reglulegt prestaskólanám búnir. Hugs- an kirkjufólagsins er auðvitað sú, að skóli þess, er byrja skyldi sem fyrsti bekkr af akademii, fœrði sig smásaman út, yxi smásaman upp á við, þangað til úr honum yrði reglulegt coUege. En sú hugsan hlýtr að eiga ákaflega langt í land, hvað þá heldr áframhaldið af þeirri hugsan, að skólinn gæti orðið að eiginlegum prestaskóla. En þó að langa-lengi gæti ekki orðið uin neitt slíkt að rœða í sambandi við vorn skóla, þá ætti hann, og það strax á fyrsta œsku-stigi sínu, að geta haft ómetanlega þýðing fyrir prestaútvegur kirkjufélagsins. Eitt ofr-lítið íslenzkt alcademi myndi, þegar það væri komið í gang, brátt verða til þess, að leiða all-marga unglinga af þjóðflokki vorum inn á œðri ameríkanska skóla, og meðal þeirra, er þannig leiddist þangað, myndi þó æfinlega verða nokkrir, sem ganga vildi slíkan menntaveg með þeim fasta ásetningi,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.