Sameiningin - 01.09.1891, Page 7
—103—
stofnan hér gangandi. þessa sjálfsögSu þýðing hins fyrir-
hugaða skóla kirkjufélagsins sjá líka andstœðingar þess.
En svo neySast þeir þá líka, vafalaust á móti sannfœring
síns hetra manns, til að halda því fram, að íslenzku þjóð-
erni fylgi ekkert það, sem hér í landi sé nokkuð gefanda
fyrir; allt þjóðernislega íslenzkt eigi hér sem allra fyrst
að upprœtast og eyðileggjast, „hverfa eins og dropi í sjó-
inn“.
Kirkjuþingið fól öllum erindsrekum safnaðanna, er á
því höfðu sœti, á hendr, að halda uppi samskotum í söfn-
uðunum og livar annarsstaðar, sem þeir sæi sér fcert, til
þess að efla skólasjóðinn. Nú stendr uppákerutíminn yfir
og víðast hvar út um land hér í norðrbyggðum lítr út
fyrir, að uppskéran ætli að blessast ágætlega. þeirrar biess-
unar ætti þá skólasjóðr kirkjufélagsins að njóta. Allir vin-
ir kirkjufélags vors út um land, sem heppnast sín atvinna
á þossu sumri, muni nú eftir að sýna þakklæti sitt til
drottins í verkinu ineð því að leggja dálítið ríflega í þenn-
an vorn sameiginlega skólasjóð. Og aliir hinir háttvirtu
kirkjuþingsmenn leggi nú fram sína beztu krafta til stuðn-
ings þessu mikla tramtíðarmáli kirkjufélagsins —• skólamál-
inu.
HVERNIG ENDRBÓT HÚNVETNSKA HÉRAÐSFUND-
ARINS VARÐ TIL.
---o----
það, sem vakað hefir fyrir prófasti Húnvetninga, séra
Hjörleifi Einarssyni, viðvíkjandi hinu kirkjulega ástandi á
íslandi, þegar hann í fyrra réðst í að endrbœta héraðs-
fundinn í prófastsdœmi sínu, kemr skýrt fram í þeim
brotum tveggja umburðarbréfa frá honum til prestanna
þar í sýslu, sem vér nú leggjum fyrir lesendr blaðs vors.
Séra Hjörleiír prófastr hefir sýnt oss þá góðvild, að senda
oss þessi skjöl og gefið oss leyfi til, ef oss sýndist, að
birta þau almenningi, Og þáð gjörum vér með ánœgju.
þessir bréfakaflar eru fullgildar sannanir fyrir því, að höf-
undr þeirra hefir haft nákvæmlega sömu skoðau á ástandi
kirkjunnar þar hcima cins og komið hefir fram í „dómum